Segir málflutning Jóns í útlendingamálum siðlausan Jakob Bjarnar skrifar 20. janúar 2023 14:08 Magnús Davíð lögmaður vandar Jóni Gunnarssyni ekki kveðjurnar, segir það í besta falli ófaglegt og versta falli beinlínis siðlaust að dómsmálaráðherra fari rangt með staðreyndir samhliða því sem viðkomandi ráðherra fellir órökstudda gildisdóma um „stjórnleysi“, „hringavitleysu“ og „byrði skattgreiðenda“. vísir/vilhelm Magnús Davíð Norðdahl lögmaður segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fara með rangt mál þegar hann heldur því fram að allir hælisleitendurnir 19 sem vísað var úr landi í nóvember séu komnir aftur. „Þetta er einfaldlega rangt hjá dómsmálaráðherra. Einn umbjóðenda minna sem var handtekinn, haldið í gæsluvarðhaldi og síðan vísað úr landi síðastliðið haust til Grikklands er þar enn. Sorglegast var að örfáum dögum eftir að hann lenti í Grikklandi var mál hans endurupptekið hér á landi og á hann rétt á efnismeðferð í sínu máli.“ Magnús Davíð segir umræddan umbjóðanda sinn, sem hann geti ekki nafngreint á þessu stigi, vera rétt skriðinn yfir tvítugt og hafi fundið sér vinnu hér á landi. Allir komnir aftur Ummælin sem Magnús vísar til féllu í viðtali Reykjavíkur síðdegis við dómsmálaráðherra í vikunni. Þar sagði hann alla þá 19, af þeim 35 sem höfðu fengið synjun og náðist í til að flytja af landi brott, væru komnir aftur til landsins. „„Búnir að endurnýja umsóknir sínar og komnir á framfæri íslenskra skattborgara. Þetta svona eru í hnotskurn veikleikarnir sem við búum við í þessu. Þetta er auðvitað alveg ómöguleg staða. Hér er búið að fjalla um mál einstaklinga og þau fengið þá niðurstöðu eftir að hafa getað kært til æðra stjórnsýslustigs, fengið synjun þar líka. Verið með lögfræðilega ráðgjöf allan tímann. Þá er þetta fólk flutt brott af landi. Það fer ekki sjálfviljugt. Þó að það sé í ólögmætri dvöl, þá fer það ekki af sjálfviljugt og þá þarf að beita þvingunarúrræðum í því,“ sagði Jón. Besta falli ófaglegt, í versta falli siðlaust Magnús Davíð segir sjálfsagt að taka umræðuna um útlendingamál en rétt skuli vera rétt. „Það er í besta falli ófaglegt og versta falli beinlínis siðlaust að dómsmálaráðherra fari rangt með staðreyndir samhliða því sem viðkomandi ráðherra fellir órökstudda gildisdóma um „stjórnleysi“, „hringavitleysu“ og „byrði skattgreiðenda“,“ skrifar Magnús Davíð á Facebook-síðu sína. Hann segir kjarna málsins þann að stjórnvöld hafi kosið að vísa brott fólki sem í mörgum tilvikum beið niðurstöðu endurupptökubeiðna sem líklegt var að fallist yrði á. „Þessi hringavitleysa og óheyrilegur kostnaður er því í boði stjórnvalda sjálfra. Að brottvísa einstaklingi, sem viðbúið er að fái úrlausn sinna mála hér á landi örfáum dögum síðar, er óskiljanlegt sama hvaða mælikvarða er beitt, s.s. mælikvarða skilvirkni, kostnaðar og ekki síst mannúðar.“ Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra um rafvarnarvopn: „Við búum því miður bara við breyttan veruleika“ Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir stjórnleysi ríkja hér á landi í útlendingamálum. Þá sé rafvopnavæðing stór hluti af því að auka öryggi lögregluþjóna í starfi. Hann sé ekki að undirbúa brottför úr starfi. 18. janúar 2023 23:24 Læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili tóku þátt í brottvísuninni Við brottflutning fimmtán hælisleitenda í vikunni voru, auk lögreglu, læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili. Leiguflugvél var fengin undir fólkið. Stjórnarráðið segir að lögum hafi verið fylgt út í ystu æsar. 4. nóvember 2022 21:31 Eðlilegt að fólk reiðist þegar það sjái valdbeitingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í málum þeirra fimmtán hælisleitenda sem sendir hafi verið úr landi í gær hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun, þótt einhverjir hafi óskað eftir endurupptöku eða leitað til dómstóla. 3. nóvember 2022 20:50 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að yngri barna kennarar eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
„Þetta er einfaldlega rangt hjá dómsmálaráðherra. Einn umbjóðenda minna sem var handtekinn, haldið í gæsluvarðhaldi og síðan vísað úr landi síðastliðið haust til Grikklands er þar enn. Sorglegast var að örfáum dögum eftir að hann lenti í Grikklandi var mál hans endurupptekið hér á landi og á hann rétt á efnismeðferð í sínu máli.“ Magnús Davíð segir umræddan umbjóðanda sinn, sem hann geti ekki nafngreint á þessu stigi, vera rétt skriðinn yfir tvítugt og hafi fundið sér vinnu hér á landi. Allir komnir aftur Ummælin sem Magnús vísar til féllu í viðtali Reykjavíkur síðdegis við dómsmálaráðherra í vikunni. Þar sagði hann alla þá 19, af þeim 35 sem höfðu fengið synjun og náðist í til að flytja af landi brott, væru komnir aftur til landsins. „„Búnir að endurnýja umsóknir sínar og komnir á framfæri íslenskra skattborgara. Þetta svona eru í hnotskurn veikleikarnir sem við búum við í þessu. Þetta er auðvitað alveg ómöguleg staða. Hér er búið að fjalla um mál einstaklinga og þau fengið þá niðurstöðu eftir að hafa getað kært til æðra stjórnsýslustigs, fengið synjun þar líka. Verið með lögfræðilega ráðgjöf allan tímann. Þá er þetta fólk flutt brott af landi. Það fer ekki sjálfviljugt. Þó að það sé í ólögmætri dvöl, þá fer það ekki af sjálfviljugt og þá þarf að beita þvingunarúrræðum í því,“ sagði Jón. Besta falli ófaglegt, í versta falli siðlaust Magnús Davíð segir sjálfsagt að taka umræðuna um útlendingamál en rétt skuli vera rétt. „Það er í besta falli ófaglegt og versta falli beinlínis siðlaust að dómsmálaráðherra fari rangt með staðreyndir samhliða því sem viðkomandi ráðherra fellir órökstudda gildisdóma um „stjórnleysi“, „hringavitleysu“ og „byrði skattgreiðenda“,“ skrifar Magnús Davíð á Facebook-síðu sína. Hann segir kjarna málsins þann að stjórnvöld hafi kosið að vísa brott fólki sem í mörgum tilvikum beið niðurstöðu endurupptökubeiðna sem líklegt var að fallist yrði á. „Þessi hringavitleysa og óheyrilegur kostnaður er því í boði stjórnvalda sjálfra. Að brottvísa einstaklingi, sem viðbúið er að fái úrlausn sinna mála hér á landi örfáum dögum síðar, er óskiljanlegt sama hvaða mælikvarða er beitt, s.s. mælikvarða skilvirkni, kostnaðar og ekki síst mannúðar.“
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra um rafvarnarvopn: „Við búum því miður bara við breyttan veruleika“ Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir stjórnleysi ríkja hér á landi í útlendingamálum. Þá sé rafvopnavæðing stór hluti af því að auka öryggi lögregluþjóna í starfi. Hann sé ekki að undirbúa brottför úr starfi. 18. janúar 2023 23:24 Læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili tóku þátt í brottvísuninni Við brottflutning fimmtán hælisleitenda í vikunni voru, auk lögreglu, læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili. Leiguflugvél var fengin undir fólkið. Stjórnarráðið segir að lögum hafi verið fylgt út í ystu æsar. 4. nóvember 2022 21:31 Eðlilegt að fólk reiðist þegar það sjái valdbeitingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í málum þeirra fimmtán hælisleitenda sem sendir hafi verið úr landi í gær hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun, þótt einhverjir hafi óskað eftir endurupptöku eða leitað til dómstóla. 3. nóvember 2022 20:50 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að yngri barna kennarar eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Dómsmálaráðherra um rafvarnarvopn: „Við búum því miður bara við breyttan veruleika“ Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir stjórnleysi ríkja hér á landi í útlendingamálum. Þá sé rafvopnavæðing stór hluti af því að auka öryggi lögregluþjóna í starfi. Hann sé ekki að undirbúa brottför úr starfi. 18. janúar 2023 23:24
Læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili tóku þátt í brottvísuninni Við brottflutning fimmtán hælisleitenda í vikunni voru, auk lögreglu, læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili. Leiguflugvél var fengin undir fólkið. Stjórnarráðið segir að lögum hafi verið fylgt út í ystu æsar. 4. nóvember 2022 21:31
Eðlilegt að fólk reiðist þegar það sjái valdbeitingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í málum þeirra fimmtán hælisleitenda sem sendir hafi verið úr landi í gær hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun, þótt einhverjir hafi óskað eftir endurupptöku eða leitað til dómstóla. 3. nóvember 2022 20:50