Aukaleikarar fengu óvænt greitt með Bónuskorti Árni Sæberg skrifar 20. janúar 2023 21:38 Hér má sjá Halldóru Eyfjörð og auglýsinguna sem hún deildi í Facebook-hópnum Aukaleikarar á Íslandi. Aðsend Aukaleikarar sem unnu við tökur á Áramótaskaupinu fengu greitt með inneign í Bónus. Þeir aukaleikarar sem tóku fyrstir þátt töldu sig munu fá greitt fyrir þátttökuna miðað við auglýsingu á Facebook. Miklar umræður eiga sér nú stað á Facebook-hópnum Aukaleikarar á Íslandi eftir að Halldóra Eyfjörð Skúladóttir, umsjónarmaður hópsins, vakti máls á því að aukaleikarar í Áramótaskaupinu hafi fengið greitt með inneign í Bónus. Í samtali við Vísi segir Halldóra að hún hafi ekki komið að leikaravali fyrir Skaupið að þessu sinni, en hún hefur áralanga reynslu af slíkum verkefnum, en að hún hafi sett inn auglýsingu frá Doorway casting, sem sá um val aukaleikara, inn í hópinn. Félagi hennar reki nefnilega Doorway casting. „Ég á bara ekki til orð“ Halldóra segir að hún hafi svo ekki meira hugsað um leikaraval fyrir Skaupið fyrr en hún hafi heyrt af því að fólk, sem séð hafði auglýsinguna í hópnum, hafi ekki fengið greitt fyrir vinnu sína með hefðbundnum hætti heldur með inneignarkortum í Bónus. „Ég á bara ekki til orð,“ segir Halldóra um fyrirkomulagið. Hún segir þó þekkt að illa sé greitt fyrir leik í Áramótaskaupinu en að fólk taki samt sem áður þátt, aðallega til þess að hafa gaman og leika í nokkrum atriðum. „Þetta hefur oft verið slæmt í kringum aukaleikara en þetta er fyrir neðan allar hellur,“ segir Halldóra. Misskilningur sem var leiðréttur fljótlega Vigfús Þormar Gunnarsson, eigandi Doorway casting, staðfestir í samtali við Vísi að aukaleikarar í Skaupinu hafi fengið greitt með inneign í Bónus. Hann segir að upphaflega hafi staðið til að greiða aukaleikurum með hefðbundnum hætti en að framleiðslufyrirtækið S800 hafi ákveðið að breyta því. Hins vegar hafi framleiðendur ekki látið vita af breytingunni fyrr en eftir að auglýst hafði verið að aukaleikurum yrði greitt með peningum. Þá hafi það ekki heldur verið gert áður en einhverjir aukaleikarar hafi þegar lokið vinnu á fyrsta tökudegi. Vigfús Þormar segir að um leið og breytingin hafi legið fyrir hafi auglýsingu verið breytt í samræmi við hana. Þrátt fyrir það hafi færri komist að en vildu leika í Skaupinu fyrir inneign í Bónus. Inntur eftir viðbrögðum við framangreindu vildi Sigurjón Kjartansson, einn eigenda S800, ekki tjá sig um málið. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Áramótaskaupið Kjaramál Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Gríðarleg ánægja með Skaupið sem sumir segja það besta frá upphafi Mikil ánægja virðist hafa verið með Áramótaskaupið í ár í leikstjórn Dóru Jóhannsdóttur. Landsmenn hafa sem fyrr margir hverjir deilt skoðun sinni á sjónvarpsþættinum árlega á samfélagsmiðlum. Í fljótu bragði virðast mun fleiri ánægðir en ósáttir. 1. janúar 2023 11:52 „Þagga niður í konum með eitraðri orðræðu, hegðun og gaslýsingum“ Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og leikstjóri Áramótaskaupsins, segir framleiðendur áramótaskaupsins halda áfram að grafa undan málstað sínum. Ljóst sé að skýringar þeirra haldi ekki vatni. Þetta segir Dóra í færslu á Facebook. 16. janúar 2023 18:11 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Miklar umræður eiga sér nú stað á Facebook-hópnum Aukaleikarar á Íslandi eftir að Halldóra Eyfjörð Skúladóttir, umsjónarmaður hópsins, vakti máls á því að aukaleikarar í Áramótaskaupinu hafi fengið greitt með inneign í Bónus. Í samtali við Vísi segir Halldóra að hún hafi ekki komið að leikaravali fyrir Skaupið að þessu sinni, en hún hefur áralanga reynslu af slíkum verkefnum, en að hún hafi sett inn auglýsingu frá Doorway casting, sem sá um val aukaleikara, inn í hópinn. Félagi hennar reki nefnilega Doorway casting. „Ég á bara ekki til orð“ Halldóra segir að hún hafi svo ekki meira hugsað um leikaraval fyrir Skaupið fyrr en hún hafi heyrt af því að fólk, sem séð hafði auglýsinguna í hópnum, hafi ekki fengið greitt fyrir vinnu sína með hefðbundnum hætti heldur með inneignarkortum í Bónus. „Ég á bara ekki til orð,“ segir Halldóra um fyrirkomulagið. Hún segir þó þekkt að illa sé greitt fyrir leik í Áramótaskaupinu en að fólk taki samt sem áður þátt, aðallega til þess að hafa gaman og leika í nokkrum atriðum. „Þetta hefur oft verið slæmt í kringum aukaleikara en þetta er fyrir neðan allar hellur,“ segir Halldóra. Misskilningur sem var leiðréttur fljótlega Vigfús Þormar Gunnarsson, eigandi Doorway casting, staðfestir í samtali við Vísi að aukaleikarar í Skaupinu hafi fengið greitt með inneign í Bónus. Hann segir að upphaflega hafi staðið til að greiða aukaleikurum með hefðbundnum hætti en að framleiðslufyrirtækið S800 hafi ákveðið að breyta því. Hins vegar hafi framleiðendur ekki látið vita af breytingunni fyrr en eftir að auglýst hafði verið að aukaleikurum yrði greitt með peningum. Þá hafi það ekki heldur verið gert áður en einhverjir aukaleikarar hafi þegar lokið vinnu á fyrsta tökudegi. Vigfús Þormar segir að um leið og breytingin hafi legið fyrir hafi auglýsingu verið breytt í samræmi við hana. Þrátt fyrir það hafi færri komist að en vildu leika í Skaupinu fyrir inneign í Bónus. Inntur eftir viðbrögðum við framangreindu vildi Sigurjón Kjartansson, einn eigenda S800, ekki tjá sig um málið.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Áramótaskaupið Kjaramál Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Gríðarleg ánægja með Skaupið sem sumir segja það besta frá upphafi Mikil ánægja virðist hafa verið með Áramótaskaupið í ár í leikstjórn Dóru Jóhannsdóttur. Landsmenn hafa sem fyrr margir hverjir deilt skoðun sinni á sjónvarpsþættinum árlega á samfélagsmiðlum. Í fljótu bragði virðast mun fleiri ánægðir en ósáttir. 1. janúar 2023 11:52 „Þagga niður í konum með eitraðri orðræðu, hegðun og gaslýsingum“ Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og leikstjóri Áramótaskaupsins, segir framleiðendur áramótaskaupsins halda áfram að grafa undan málstað sínum. Ljóst sé að skýringar þeirra haldi ekki vatni. Þetta segir Dóra í færslu á Facebook. 16. janúar 2023 18:11 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Gríðarleg ánægja með Skaupið sem sumir segja það besta frá upphafi Mikil ánægja virðist hafa verið með Áramótaskaupið í ár í leikstjórn Dóru Jóhannsdóttur. Landsmenn hafa sem fyrr margir hverjir deilt skoðun sinni á sjónvarpsþættinum árlega á samfélagsmiðlum. Í fljótu bragði virðast mun fleiri ánægðir en ósáttir. 1. janúar 2023 11:52
„Þagga niður í konum með eitraðri orðræðu, hegðun og gaslýsingum“ Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og leikstjóri Áramótaskaupsins, segir framleiðendur áramótaskaupsins halda áfram að grafa undan málstað sínum. Ljóst sé að skýringar þeirra haldi ekki vatni. Þetta segir Dóra í færslu á Facebook. 16. janúar 2023 18:11