Enn finnast leynileg skjöl hjá Biden Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2023 08:33 Joe Biden var ekki heima á meðan húsleitin stóð yfir. AP/Susan Walsh Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fundu sex skjöl sem merkt eru sem leynileg gögn á heimili Joe Bidens, forseta Bandaríkjanna, í Delaware við húsleit þar á föstudaginn. Hald var einnig lagt á handskrifuð minnisblöð forsetans en óljóst er hvort skjölin séu enn leynileg. Biden leyfði rannsakendum að leita á heimili hans, eftir að sérstakur rannsakandi var skipaður til að rannsaka meðhöndlun forsetans á leynilegum skjölum. Slík skjöl höfðu áður fundist á á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en þau eru frá þeim tíma er Biden var varaforseti Baracks Obama og þess tíma þegar hann var öldungadeildarþingmaður. Lögum samkvæmt hefði Biden átt að skila þeim til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þegar Obama lét af embætti forseta og Biden af embætti varaforseta. Sjá einnig: Lögmenn finna enn fleiri leyniskjöl hjá Biden AP fréttaveitan hefur eftir lögmanni Bidens að húsleitin á föstudaginn hafi tekið nærri því þrettán tíma. Lögmaðurinn sagði að ekki væri komið í ljós hvort skjölin væru enn leynileg og hversu mikilvæg þau væru. Það ætti eftir að koma í ljós við rannsókn. Fréttaveitan segir einnig að rannsóknin á skjölum í fórum Bidens flæki yfirstandandi rannsókn Dómsmálaráðuneytisins á Donald Trump. Hann tók hundruð leynilegra skjala með sér úr Hvíta húsinu 2021 og neitaði að skila þeim í marga mánuði. Þá þurftu rannsakendur FBI að verða sér út um leitarheimild á heimili Trumps í Flórída þar sem mikið magn leynilegra skjala fannst. Sjá einnig: Dómarar veita Trump enn eitt höggið Það var 2. nóvember sem lögmenn Bidens fundu fyrst „lítið magn“ leynilegra skjala í læstum skáp á einkaskrifstofu Bidens. Skjölin voru komin til Þjóðskjalasafnsins degi seinna. Fleiri skjöl fundust í bílskúr Bidens þann 20. desember. Fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá frekari skjalafundum sem Hvíta húsið viðurkenndi í janúar. Í yfirlýsingu sem birt var þann 14. janúar sagði að fimm blaðsíður sem merktar væru sem leynilegar hefðu fundist í geymslu inn af bílskúr Bidens og að skjölin hefðu fundist þann 12. janúar. Fleiri skjöl fundust svo á föstudaginn. Í heildina er um að ræða tiltölulega fáar blaðsíður og Biden og lögmenn hans hafa unnið með rannsakendum og Þjóðskjalasafninu en málið þykir þó hið vandræðalegasta fyrir Biden, sem hefur verið mjög gagnrýninn á Trump vegna máls hans. Mikill munur er þó á málunum tveimur. AP segir að aðili þurfi vísvitandi að taka skjöl án heimildar til að glæpur hafi verið framinn. Biden hefur lýst yfir furðu sinni á að leynileg skjöl hafi fundist í vörslu hans. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Biden leyfði rannsakendum að leita á heimili hans, eftir að sérstakur rannsakandi var skipaður til að rannsaka meðhöndlun forsetans á leynilegum skjölum. Slík skjöl höfðu áður fundist á á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en þau eru frá þeim tíma er Biden var varaforseti Baracks Obama og þess tíma þegar hann var öldungadeildarþingmaður. Lögum samkvæmt hefði Biden átt að skila þeim til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þegar Obama lét af embætti forseta og Biden af embætti varaforseta. Sjá einnig: Lögmenn finna enn fleiri leyniskjöl hjá Biden AP fréttaveitan hefur eftir lögmanni Bidens að húsleitin á föstudaginn hafi tekið nærri því þrettán tíma. Lögmaðurinn sagði að ekki væri komið í ljós hvort skjölin væru enn leynileg og hversu mikilvæg þau væru. Það ætti eftir að koma í ljós við rannsókn. Fréttaveitan segir einnig að rannsóknin á skjölum í fórum Bidens flæki yfirstandandi rannsókn Dómsmálaráðuneytisins á Donald Trump. Hann tók hundruð leynilegra skjala með sér úr Hvíta húsinu 2021 og neitaði að skila þeim í marga mánuði. Þá þurftu rannsakendur FBI að verða sér út um leitarheimild á heimili Trumps í Flórída þar sem mikið magn leynilegra skjala fannst. Sjá einnig: Dómarar veita Trump enn eitt höggið Það var 2. nóvember sem lögmenn Bidens fundu fyrst „lítið magn“ leynilegra skjala í læstum skáp á einkaskrifstofu Bidens. Skjölin voru komin til Þjóðskjalasafnsins degi seinna. Fleiri skjöl fundust í bílskúr Bidens þann 20. desember. Fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá frekari skjalafundum sem Hvíta húsið viðurkenndi í janúar. Í yfirlýsingu sem birt var þann 14. janúar sagði að fimm blaðsíður sem merktar væru sem leynilegar hefðu fundist í geymslu inn af bílskúr Bidens og að skjölin hefðu fundist þann 12. janúar. Fleiri skjöl fundust svo á föstudaginn. Í heildina er um að ræða tiltölulega fáar blaðsíður og Biden og lögmenn hans hafa unnið með rannsakendum og Þjóðskjalasafninu en málið þykir þó hið vandræðalegasta fyrir Biden, sem hefur verið mjög gagnrýninn á Trump vegna máls hans. Mikill munur er þó á málunum tveimur. AP segir að aðili þurfi vísvitandi að taka skjöl án heimildar til að glæpur hafi verið framinn. Biden hefur lýst yfir furðu sinni á að leynileg skjöl hafi fundist í vörslu hans.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira