Körfubolti

Tryggvi Snær at­kvæða­mikill gegn Valencia

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tryggvi Snær í leik kvöldsins.
Tryggvi Snær í leik kvöldsins. Twitter@valenciabasket

Tryggvi Snær Hlinason átti fínan leik þegar lið hans Zaragoza tapaði gegn Valencia í ACB deildinni, spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta, í kvöld.

Valencia, sem er enn án Martins Hermanssonar, var mun betri aðilinn í leik kvöldsins og vann á endanum einkar sannfærandi 12 stiga sigur, lokatölur 88-76.

Tryggvi Snær var ásamt Boriša Simanić atkvæðamestur hjá Zaragoza en báðir skoruðu 13 stig og tóku 5 fráköst.

Valencia er sem stendur í 8. sæti og lætur sig dreyma um sæti í úrslitakeppninni á meðan Zaragoza er í 15. sæti og í harðri fallbaráttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×