Markasúpa þegar Juventus og Atalanta gerðu jafntefli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2023 22:31 Ademola Lookman skoraði tvö mörk fyrir Atalanta í kvöld. Daniele Badolato/Getty Images Juventus og Atalanta gerðu 3-3 jafntefli í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Juventus var nokkuð óvænt komið í toppbaráttu Serie A fyrir ekki svo löngu síðan. Liðið tapaði hins vegar 5-1 fyrir toppliði Napoli og í kjölfarið voru 15 stig dregin af liðinu þar sem talið var að liðið hefði gerst sekt um brot á félagaskiptareglum deildarinnar. Juventus fór þar með úr því að vera í baráttu um titilinn í að berjast um að komast í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Ekki byrjaði leikur kvöldsins vel þar sem Ademola Lookman kom gestunum í Atalanta yfir á 4. mínútu leiksins. Um miðbik fyrri hálfleiks fékk heimaliðið svo vítaspyrnu sem Ángel Di María skoraði af öryggi úr. Áður en fyrri hálfleik var lokið kom Arkadiusz Milik heimamönnum í 2-1. Atalanta hafði skorað snemma í fyrri hálfleik en skoraði enn fyrr í þeim síðari. Leikurinn var vart hafinn þegar Joakim Mæhle hafði jafnað metin í 2-2. Lookman var svo aftur á ferðinni skömmu síðar áður en Danilo jafnaði metin fyrir Juventus á 65. mínútu leiksins. Þó bæði lið hafi gert sitt besta til að tryggja sér stigin þrjú þá fór það svo að leiknum lauk með 3-3 jafntefli. A six goal thriller between @juventusfcen and @Atalanta_BC ends 3-3 #JuveAtalanta pic.twitter.com/m25wNop4wg— Lega Serie A (@SerieA_EN) January 22, 2023 Eftir leik kvöldsins er Atalanta í 5. sæti með 35 stig, tveimur minna en Roma sem vann Spezia 2-0 fyrr í dag. Juventus er á sama tíma í 9. sæti með 23 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Sjá meira
Juventus var nokkuð óvænt komið í toppbaráttu Serie A fyrir ekki svo löngu síðan. Liðið tapaði hins vegar 5-1 fyrir toppliði Napoli og í kjölfarið voru 15 stig dregin af liðinu þar sem talið var að liðið hefði gerst sekt um brot á félagaskiptareglum deildarinnar. Juventus fór þar með úr því að vera í baráttu um titilinn í að berjast um að komast í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Ekki byrjaði leikur kvöldsins vel þar sem Ademola Lookman kom gestunum í Atalanta yfir á 4. mínútu leiksins. Um miðbik fyrri hálfleiks fékk heimaliðið svo vítaspyrnu sem Ángel Di María skoraði af öryggi úr. Áður en fyrri hálfleik var lokið kom Arkadiusz Milik heimamönnum í 2-1. Atalanta hafði skorað snemma í fyrri hálfleik en skoraði enn fyrr í þeim síðari. Leikurinn var vart hafinn þegar Joakim Mæhle hafði jafnað metin í 2-2. Lookman var svo aftur á ferðinni skömmu síðar áður en Danilo jafnaði metin fyrir Juventus á 65. mínútu leiksins. Þó bæði lið hafi gert sitt besta til að tryggja sér stigin þrjú þá fór það svo að leiknum lauk með 3-3 jafntefli. A six goal thriller between @juventusfcen and @Atalanta_BC ends 3-3 #JuveAtalanta pic.twitter.com/m25wNop4wg— Lega Serie A (@SerieA_EN) January 22, 2023 Eftir leik kvöldsins er Atalanta í 5. sæti með 35 stig, tveimur minna en Roma sem vann Spezia 2-0 fyrr í dag. Juventus er á sama tíma í 9. sæti með 23 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Sjá meira