„Þetta er Golíat sem við erum að berjast á móti“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2023 07:00 Bjarki Þórðarson starfar í félagsmiðstöðinni 101. Vísir/Egill Gróft kynferðislegt orðalag, hómófóbía og illar áeggjanir grassera meðal unglinga í skjóli nafnleyndar á samfélagsmiðlum, að sögn tíundu bekkinga og starfsmanns félagsmiðstöðvar. Hann segir krakka leita mikið til starfsmanna vegna óheilbrigðra netsamskipta en starfsfólk eigi við ofurefli að etja. Samfélagsmiðlar skipa æ veigameiri sess í lífi ungmenna. Sparimyndir eru birtar á Instagram, afþreying og nýjustu tískustraumar eru sóttir á TikTok og samskipti við vini fara fram á Snapchat. En - samskiptin eru ekki öll jákvæð. Á Instagram til að mynda úir og grúir af svokölluðum slúðursíðum, gjarnan kenndar við viðeigandi grunnskóla. Þeir sem halda síðunum úti eru nafnlausir - en viðfangsefnin ekki. Myndir og sögusagnir af nafngreindum unglingum eru birtar - gjarnan í svokallað „story“ svo eftir þær er ekki haldbær slóð. Getur valdið algjöru hruni Slúðrið er oft kynferðislegs eðlis og iðulega er enginn fótur fyrir því, eins og tíundubekkingar sem við hittum votta um. „Þetta hefur gerst svona tvisvar þrisvar á skólagöngu mini í Hagaskóla. Þetta hefur verið kannski hlutverk níunda bekkjar. Og þau fá aldrei nógu góðar sögur þannig að þau bulla bara eitthvað,“ segir Elísabet Lára Gunnarsdóttir, nemandi í 10. bekk. „Þetta er aldrei alvöru slúður. Það gerist aldrei neitt, þannig að þau búa bara til eitthvað,“ bætir Þórdís Ólöf Kristjánsdóttir, einnig í 10. bekk, við. En getur haft alvarlegar afleiðingar. „Fyrir einstakling getur þetta vissulega verið bara hrun á þínu lífi að vera settur inn á svona síðu. En þegar þú spyrð að þessu getur verið að ég sé vanur að sjá annað það gróft að þetta [slúðursíður] verður lítið í samanburði. Þó að vissulega geti þetta verið mjög alvarlegt og haft mjög neikvæð áhrif,“ segir Bjarki Þórðarson, starfsmaður í félagsmiðstöðinni 101. Þórdís Ólöf Kristjánsdóttir, Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir og Elísabet Lára Gunnarsdóttir eru allar í 10. bekk. Vísir/Egill Hömluleysið brýst fram Það virðist nefnilega sem ýmislegt verra en slúðursíðurnar þrífist í skjóli nafnleyndar á netinu. Í gegnum Snapchat-tengd öpp á borð við Sendit og Yolo, það síðarnefnda var reyndar lagt niðurárið 2021 eftir að ungur notandi framdi sjálfsvíg, hefur verið hægt að senda spurningar og erindi algjörlega nafnlaust. Og oft ganga krakkar mjög langt. „Í gegnum þessar nafnlausu spurningar virðist hömluleysið koma virkilega fram og þau eru blind fyrir afleiðingum orða sinna. Við erum að sjá mjög gróft orðalag, einfaldlega verið að fara í persónuna, tala illa um hana, hómófóbískt, biðja hana um að gera eitthvað illt og bara niðurlægja,“ segir Bjarki. „Kannski að segja eitthvað: Ég vil gera eitthvað kynferðislegt með þér og kannski mjög gróf lýsing á því. Og við einhver börn sem kannski vita ekki hvað það er. Og svo oft sagt kannski: Æi, dreptu þig bara. Og vegna þess að það veit enginn hver setti þetta inn þá get ég bara sett hvað sem er,“ segir Elísabet. „Og líka stundum bara að gera grín að manneskjunni sem er með þetta. Segja bara: þú ert ljót, þú ert leiðinleg.“ „Það er mikið leitað til okkar. Og við reynum eftir bestu getu að leiðbeina og hjálpa og laga þessar brunarústir sem þetta getur skilið eftir sig. Án þess að ég vilji vera of dramatískur,“ segir Bjarki. Átta sig ekki á afleiðingum Og það sem sagt er á netinu teygir sig inn í raunheima, eru stelpurnar sammála um. „Mér finnst þetta svo erfitt af því að þetta aftengir þig frá raunverulega heiminum því þér finnst að þessi eina skoðun á einhverju Snapchat-story sé það sem öllum finnst um þig. En í rauninni er hópur af fólki í kringum þig sem finnst bara eitthvað allt annað,“ segir Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir. „Sumir fatta ekki endilega að það sem þau segja hefur afleiðingar. Og þá kannski finnst þeim allt í lagi að skrifa þetta. Hugsa: Nei, þetta hefur engin áhrif á mig. En manneskjan sem ég segi þetta við henni líður mögulega illa,“ segir Þórdís. Þá bendir Bjarki á að unglingar séu afurð samfélagsins í kringum þá - ábyrgðin sé fullorðinna. Í félagsmiðstöðvum séu netmál sem þessi tekin föstum og öflugum tökum - en bæta þyrfti talsvert í mannskapinn til að sinna öllu. Þau eigi nefnilega við ofurefli að etja - tæknirisana úti í heimi. „Við þurfum heldur að vinna með það sem við höfum í höndunum. Sem eru ungmennin og unglingarnir okkar. Þetta er Golíat sem við erum að berjast á móti.“ Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Stafrænt ofbeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Samfélagsmiðlar skipa æ veigameiri sess í lífi ungmenna. Sparimyndir eru birtar á Instagram, afþreying og nýjustu tískustraumar eru sóttir á TikTok og samskipti við vini fara fram á Snapchat. En - samskiptin eru ekki öll jákvæð. Á Instagram til að mynda úir og grúir af svokölluðum slúðursíðum, gjarnan kenndar við viðeigandi grunnskóla. Þeir sem halda síðunum úti eru nafnlausir - en viðfangsefnin ekki. Myndir og sögusagnir af nafngreindum unglingum eru birtar - gjarnan í svokallað „story“ svo eftir þær er ekki haldbær slóð. Getur valdið algjöru hruni Slúðrið er oft kynferðislegs eðlis og iðulega er enginn fótur fyrir því, eins og tíundubekkingar sem við hittum votta um. „Þetta hefur gerst svona tvisvar þrisvar á skólagöngu mini í Hagaskóla. Þetta hefur verið kannski hlutverk níunda bekkjar. Og þau fá aldrei nógu góðar sögur þannig að þau bulla bara eitthvað,“ segir Elísabet Lára Gunnarsdóttir, nemandi í 10. bekk. „Þetta er aldrei alvöru slúður. Það gerist aldrei neitt, þannig að þau búa bara til eitthvað,“ bætir Þórdís Ólöf Kristjánsdóttir, einnig í 10. bekk, við. En getur haft alvarlegar afleiðingar. „Fyrir einstakling getur þetta vissulega verið bara hrun á þínu lífi að vera settur inn á svona síðu. En þegar þú spyrð að þessu getur verið að ég sé vanur að sjá annað það gróft að þetta [slúðursíður] verður lítið í samanburði. Þó að vissulega geti þetta verið mjög alvarlegt og haft mjög neikvæð áhrif,“ segir Bjarki Þórðarson, starfsmaður í félagsmiðstöðinni 101. Þórdís Ólöf Kristjánsdóttir, Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir og Elísabet Lára Gunnarsdóttir eru allar í 10. bekk. Vísir/Egill Hömluleysið brýst fram Það virðist nefnilega sem ýmislegt verra en slúðursíðurnar þrífist í skjóli nafnleyndar á netinu. Í gegnum Snapchat-tengd öpp á borð við Sendit og Yolo, það síðarnefnda var reyndar lagt niðurárið 2021 eftir að ungur notandi framdi sjálfsvíg, hefur verið hægt að senda spurningar og erindi algjörlega nafnlaust. Og oft ganga krakkar mjög langt. „Í gegnum þessar nafnlausu spurningar virðist hömluleysið koma virkilega fram og þau eru blind fyrir afleiðingum orða sinna. Við erum að sjá mjög gróft orðalag, einfaldlega verið að fara í persónuna, tala illa um hana, hómófóbískt, biðja hana um að gera eitthvað illt og bara niðurlægja,“ segir Bjarki. „Kannski að segja eitthvað: Ég vil gera eitthvað kynferðislegt með þér og kannski mjög gróf lýsing á því. Og við einhver börn sem kannski vita ekki hvað það er. Og svo oft sagt kannski: Æi, dreptu þig bara. Og vegna þess að það veit enginn hver setti þetta inn þá get ég bara sett hvað sem er,“ segir Elísabet. „Og líka stundum bara að gera grín að manneskjunni sem er með þetta. Segja bara: þú ert ljót, þú ert leiðinleg.“ „Það er mikið leitað til okkar. Og við reynum eftir bestu getu að leiðbeina og hjálpa og laga þessar brunarústir sem þetta getur skilið eftir sig. Án þess að ég vilji vera of dramatískur,“ segir Bjarki. Átta sig ekki á afleiðingum Og það sem sagt er á netinu teygir sig inn í raunheima, eru stelpurnar sammála um. „Mér finnst þetta svo erfitt af því að þetta aftengir þig frá raunverulega heiminum því þér finnst að þessi eina skoðun á einhverju Snapchat-story sé það sem öllum finnst um þig. En í rauninni er hópur af fólki í kringum þig sem finnst bara eitthvað allt annað,“ segir Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir. „Sumir fatta ekki endilega að það sem þau segja hefur afleiðingar. Og þá kannski finnst þeim allt í lagi að skrifa þetta. Hugsa: Nei, þetta hefur engin áhrif á mig. En manneskjan sem ég segi þetta við henni líður mögulega illa,“ segir Þórdís. Þá bendir Bjarki á að unglingar séu afurð samfélagsins í kringum þá - ábyrgðin sé fullorðinna. Í félagsmiðstöðvum séu netmál sem þessi tekin föstum og öflugum tökum - en bæta þyrfti talsvert í mannskapinn til að sinna öllu. Þau eigi nefnilega við ofurefli að etja - tæknirisana úti í heimi. „Við þurfum heldur að vinna með það sem við höfum í höndunum. Sem eru ungmennin og unglingarnir okkar. Þetta er Golíat sem við erum að berjast á móti.“
Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Stafrænt ofbeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira