Dagur Sig vildi ekki sjá það að Bjarki fengi hrós fyrir mótið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2023 09:01 Bjarki Már Elísson með stuðningsmanni íslenska landsliðsins eftir lokaleikinn á HM. Vísir/Vilhelm Bjarki Már Elísson hefur fengið hrós fyrir frammistöðu sína á heimsmeistaramótinu. Einn færasti þjálfari landsins er ekki sammála því að hann fái slíkt hrós. Bjarki varð langmarkahæsti leikmaður íslenska liðsins á mótinu en það er ekki nóg til að fá hrós frá Degi Sigurðssyni. Dagur Sigurðsson er landsliðsþjálfari Japans en var sérfræðingur RÚV á HM 2023.Getty/Slavko Midzor Bjarki skoraði 45 mörk í 6 leikjum eða 7,5 mörk í leik og 24 mörkum meira en næstmarkahæsti leikmaður liðsins sem var Sigvaldi Guðjónsson. Dagur er ekki á því að hornamaður liðsins eigi innistæðu fyrir öllu því hrósi sem hann hefur fengið á þessu móti. Í upphitunarþætti RÚV fyrir leikinn á móti Brasilíu í gær þá mótmælti Dagur því þegar kollegi hans Logi Geirsson talaði um að Bjarki hafi verið einn af leikmönnum íslenska liðsins sem hafi spilað vel á þessu heimsmeistaramóti. Kristjana Arnarsdóttir spurði sérfræðingana hverjir hafi átt fínt mót. „Bjarki stóð sig vel,“ sagði Logi Geirsson en Dagur greip strax fram í fyrir honum. „Ég er ekki sammála því því þú ert allt of mikið að horfa á mörkin,“ sagði Dagur Sigurðsson. „Hann klikkar náttúrulega svaðalega í Ungverjaleiknum, þessi þrjú skot þarna sem fara alveg með leikinn en heilt yfir þá er hann búinn að standa sýna plikt,“ sagði Logi Geirsson og dró í land. „Hann er ekki búinn að vera góður í vörn og hversu stór partur er það af heildarleik manna. Hann klikkar á þremur mjög mikilvægum skotum í mikilvægasta leiknum og er ekki búinn að vera góður í vörn,“ sagði Dagur. „Af hverju á Bjarki að labba frá mótinu að hafa verið eitthvað súper,“ spurði Dagur. Dagur nefndi frekar Óðinn (Þór Ríkharðsson) og Gísla (Þorgeir Kristjánsson) á köflum. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
Bjarki varð langmarkahæsti leikmaður íslenska liðsins á mótinu en það er ekki nóg til að fá hrós frá Degi Sigurðssyni. Dagur Sigurðsson er landsliðsþjálfari Japans en var sérfræðingur RÚV á HM 2023.Getty/Slavko Midzor Bjarki skoraði 45 mörk í 6 leikjum eða 7,5 mörk í leik og 24 mörkum meira en næstmarkahæsti leikmaður liðsins sem var Sigvaldi Guðjónsson. Dagur er ekki á því að hornamaður liðsins eigi innistæðu fyrir öllu því hrósi sem hann hefur fengið á þessu móti. Í upphitunarþætti RÚV fyrir leikinn á móti Brasilíu í gær þá mótmælti Dagur því þegar kollegi hans Logi Geirsson talaði um að Bjarki hafi verið einn af leikmönnum íslenska liðsins sem hafi spilað vel á þessu heimsmeistaramóti. Kristjana Arnarsdóttir spurði sérfræðingana hverjir hafi átt fínt mót. „Bjarki stóð sig vel,“ sagði Logi Geirsson en Dagur greip strax fram í fyrir honum. „Ég er ekki sammála því því þú ert allt of mikið að horfa á mörkin,“ sagði Dagur Sigurðsson. „Hann klikkar náttúrulega svaðalega í Ungverjaleiknum, þessi þrjú skot þarna sem fara alveg með leikinn en heilt yfir þá er hann búinn að standa sýna plikt,“ sagði Logi Geirsson og dró í land. „Hann er ekki búinn að vera góður í vörn og hversu stór partur er það af heildarleik manna. Hann klikkar á þremur mjög mikilvægum skotum í mikilvægasta leiknum og er ekki búinn að vera góður í vörn,“ sagði Dagur. „Af hverju á Bjarki að labba frá mótinu að hafa verið eitthvað súper,“ spurði Dagur. Dagur nefndi frekar Óðinn (Þór Ríkharðsson) og Gísla (Þorgeir Kristjánsson) á köflum.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira