Íslensku strákarnir sendu sænska liðstjórann hlaupandi á hótelið í miðjum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2023 10:30 Treyjur sænsku leikmannanna stóðust ekki álagið í leik þeirra á móti Íslandi á HM í handbolta. AP/Bjorn Larsson Rosvall Íslensku strákarnir voru ekki til mikilla vandræða fyrir leikmenn sænska landsliðsins á þessu heimsmeistaramóti en þeir létu í það minnsta sænska liðsstjórann svitna í leik liðanna á föstudaginn. Sænsku fjölmiðlarnir sögðu frá ævintýrum starfsmanns sænska liðsins í miðjum leik á móti Íslandi sem Svíar unnu á endanum með fimm marka mun. Ástæðan var að íslensku strákarnir rifu tvær sænskar keppnistreyjur á fyrstu mínútum leiksins. Fyrst rifnaði treyja Albin Lagergren eftir aðeins tveggja mínútna leik og skömmu síðar rifnaði líka treyja hornamannsins Lucas Pella. Hade fel i går här i svar på någon tweet. Går en spelares båda tröjor sönder är det färdigspelat i matchen. Man får inte ta någon annans nummer. Så materialförvaltare Åhman fick göra en utryckning i går under första halvlek.https://t.co/Iab3vSmttU— Johan Flinck (@JohanFlinck) January 21, 2023 Báðir leikmennirnir skiptu um treyju og klæddu sig í varatreyjuna því þeir máttu ekki halda áfram leik með rifna treyju. „Ef báðar treyjur leikmanns eru rifnar þá má hann ekki koma aftur inn á í leiknum,“ sagði búningastjórinn Christian Åhman í viðtali við Aftonbladet. „Þeir mættu ekki spila. Ef slíkt kemur fyrir í sænsku deildinni, þá geta menn fundið treyju með öðru númeri og látið ritarann vita. Aftur á móti þegar þú ert skráður til leiks á heimsmeistaramótinu með ákveðið númer þá verður þú að vera í því númeri allt mótið,“ sagði hinn 54 ára gamli Åhman. „Þegar tvær treyjur höfðu rifnað eftir sjö mínútur þá vissum við ekki hvernig þetta myndi enda. Ég hljóp því á hótelið og tók allar gulu treyjurnar sem ég fann og hljóp til baka,“ sagði Åhman. Það kom sér vel fyrir sænska landsliðið að það var stutt á hótelið því það er aðeins í sjö mínútna fjarlægð frá Scandinavium höllinni. Á meðan reyndu markvörðurinn Mikael Appelgren og sjúkraþjálfarinn Johanna Seve að líma saman treyju Pella. „Þeir snéru henni við og teipuðu hana saman. Það tókst að líma hana saman og hann hefði getað notað hana ef hin hefði rifnað líka,“ sagði Åhman. Varatreyjan hélt og Lucas Pella var markahæstur í sænska liðnu með átta mörk. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Fleiri fréttir Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sjá meira
Sænsku fjölmiðlarnir sögðu frá ævintýrum starfsmanns sænska liðsins í miðjum leik á móti Íslandi sem Svíar unnu á endanum með fimm marka mun. Ástæðan var að íslensku strákarnir rifu tvær sænskar keppnistreyjur á fyrstu mínútum leiksins. Fyrst rifnaði treyja Albin Lagergren eftir aðeins tveggja mínútna leik og skömmu síðar rifnaði líka treyja hornamannsins Lucas Pella. Hade fel i går här i svar på någon tweet. Går en spelares båda tröjor sönder är det färdigspelat i matchen. Man får inte ta någon annans nummer. Så materialförvaltare Åhman fick göra en utryckning i går under första halvlek.https://t.co/Iab3vSmttU— Johan Flinck (@JohanFlinck) January 21, 2023 Báðir leikmennirnir skiptu um treyju og klæddu sig í varatreyjuna því þeir máttu ekki halda áfram leik með rifna treyju. „Ef báðar treyjur leikmanns eru rifnar þá má hann ekki koma aftur inn á í leiknum,“ sagði búningastjórinn Christian Åhman í viðtali við Aftonbladet. „Þeir mættu ekki spila. Ef slíkt kemur fyrir í sænsku deildinni, þá geta menn fundið treyju með öðru númeri og látið ritarann vita. Aftur á móti þegar þú ert skráður til leiks á heimsmeistaramótinu með ákveðið númer þá verður þú að vera í því númeri allt mótið,“ sagði hinn 54 ára gamli Åhman. „Þegar tvær treyjur höfðu rifnað eftir sjö mínútur þá vissum við ekki hvernig þetta myndi enda. Ég hljóp því á hótelið og tók allar gulu treyjurnar sem ég fann og hljóp til baka,“ sagði Åhman. Það kom sér vel fyrir sænska landsliðið að það var stutt á hótelið því það er aðeins í sjö mínútna fjarlægð frá Scandinavium höllinni. Á meðan reyndu markvörðurinn Mikael Appelgren og sjúkraþjálfarinn Johanna Seve að líma saman treyju Pella. „Þeir snéru henni við og teipuðu hana saman. Það tókst að líma hana saman og hann hefði getað notað hana ef hin hefði rifnað líka,“ sagði Åhman. Varatreyjan hélt og Lucas Pella var markahæstur í sænska liðnu með átta mörk.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Fleiri fréttir Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sjá meira