Engin merki um sprengingu á skrokki Estonia Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2023 10:30 Alls voru um þúsund manns um borð +i Estonia þegar ferjan sökk. 137 manns komust lífs af, en 852 fórust. Getty Engin merki eru um að farþegaferjan Estonia hafi rekist á skip eða annan fljótandi hlut áður en það sökk í miklu óveðri aðfaranótt 28. september 1994. Engin merki eru heldur um að sprenging hafi orðið og þannig grandað ferjunni. 852 fórust þegar ferjan sökk. Þetta eru meðal bráðabirgðaniðurstaðna nýrrar rannsóknar sem kynnt var í Eistlandi í morgun. Í frétt SVT segir að ráðist hafi verið í framkvæmd nýrrar rannsóknar eftir að myndir af áður óþekktum skemmdum á stjórnborðshlið skipsins voru sýndar í heimildarmynd Discovery, Estonia – uppgötvunin sem öllu breytir, árið 2020. Gatið er um fjórir metrar á hæð og 1,2 metrar þar sem það er breiðast. Kafarar á vegum eistneskra, sænskra og finnskra yfirvalda rannsökuðu í kjölfarið skrokk skipsins og voru bráðabirðaniðurstöður rannsóknarinnar kynntar í morgun. Voru þar birtar bæði myndir og myndskeið frá hafsbotni. Aðstandendur heimildarmyndarinnar notuðust meðal annars við köfunarvélmenni sem mynduðu skrokk skipsins og sást þá stærðarinnar gat á skrokki þess í fyrsta sinn. Skrokkurinn hefur hreyfst á síðustu árum sem hefur gert það að verkum að stjórnborðssíða skipsins er orðin sýnilegri. Umrætt gat sneri niður að sjálfum hafsbotninum og er það niðurstaða rannsakenda að skemmdirnar á skrokki skipsins hafi orðið vegna bergs á botninum. Ekki sé nokkur ástæða til að draga í efa skýrslu nefndar sem skilaði rannsóknarskýrslu sinni árið 1997. Niðurstaða þeirrar nefndar var að illa farin stafnhurð ferjunnar hafi losnað í óveðrinu sem hafi valdið því að mikið magn sjávar flæddi inn í ferjuna með þeim afleiðingum að hún sökk. Ferjan Estonia var leið frá eistnesku höfuðborginni Tallinn til sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms þegar hún sökk innan finnskrar lögsögu. Alls voru um þúsund manns um borð – 137 manns komust lífs af, en 852 fórust. Estonia-slysið Eistland Svíþjóð Finnland Tengdar fréttir Hefja nýja rannsókn á flaki Estonia í dag Ný rannsókn um orsök Estonia-slyssins hefst í dag og munu kafarar meðal annars halda niður að flaki farþegaferjunnar til að rannsaka gat á síðu skipsins sem sænskir heimildargerðarmenn uppgötvuðu í fyrra. Skipið hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september 1994. 9. júlí 2021 11:41 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Þetta eru meðal bráðabirgðaniðurstaðna nýrrar rannsóknar sem kynnt var í Eistlandi í morgun. Í frétt SVT segir að ráðist hafi verið í framkvæmd nýrrar rannsóknar eftir að myndir af áður óþekktum skemmdum á stjórnborðshlið skipsins voru sýndar í heimildarmynd Discovery, Estonia – uppgötvunin sem öllu breytir, árið 2020. Gatið er um fjórir metrar á hæð og 1,2 metrar þar sem það er breiðast. Kafarar á vegum eistneskra, sænskra og finnskra yfirvalda rannsökuðu í kjölfarið skrokk skipsins og voru bráðabirðaniðurstöður rannsóknarinnar kynntar í morgun. Voru þar birtar bæði myndir og myndskeið frá hafsbotni. Aðstandendur heimildarmyndarinnar notuðust meðal annars við köfunarvélmenni sem mynduðu skrokk skipsins og sást þá stærðarinnar gat á skrokki þess í fyrsta sinn. Skrokkurinn hefur hreyfst á síðustu árum sem hefur gert það að verkum að stjórnborðssíða skipsins er orðin sýnilegri. Umrætt gat sneri niður að sjálfum hafsbotninum og er það niðurstaða rannsakenda að skemmdirnar á skrokki skipsins hafi orðið vegna bergs á botninum. Ekki sé nokkur ástæða til að draga í efa skýrslu nefndar sem skilaði rannsóknarskýrslu sinni árið 1997. Niðurstaða þeirrar nefndar var að illa farin stafnhurð ferjunnar hafi losnað í óveðrinu sem hafi valdið því að mikið magn sjávar flæddi inn í ferjuna með þeim afleiðingum að hún sökk. Ferjan Estonia var leið frá eistnesku höfuðborginni Tallinn til sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms þegar hún sökk innan finnskrar lögsögu. Alls voru um þúsund manns um borð – 137 manns komust lífs af, en 852 fórust.
Estonia-slysið Eistland Svíþjóð Finnland Tengdar fréttir Hefja nýja rannsókn á flaki Estonia í dag Ný rannsókn um orsök Estonia-slyssins hefst í dag og munu kafarar meðal annars halda niður að flaki farþegaferjunnar til að rannsaka gat á síðu skipsins sem sænskir heimildargerðarmenn uppgötvuðu í fyrra. Skipið hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september 1994. 9. júlí 2021 11:41 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Hefja nýja rannsókn á flaki Estonia í dag Ný rannsókn um orsök Estonia-slyssins hefst í dag og munu kafarar meðal annars halda niður að flaki farþegaferjunnar til að rannsaka gat á síðu skipsins sem sænskir heimildargerðarmenn uppgötvuðu í fyrra. Skipið hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september 1994. 9. júlí 2021 11:41