Allt sem við vitum um næsta stórmót strákanna okkar Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2023 08:00 Strákarnir okkar stóðu ekki undir væntingum í Svíþjóð en ætla sér eflaust stóra hluti á EM í Þýskalandi að ári. VÍSIR/VILHELM Það er aldrei langt í næsta verkefni hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta og nú þegar er ýmislegt vitað varðandi næsta stórmót þess, sem fram fer í Mekka handboltans. Það fyrsta sem við vitum er reyndar það að Ísland er ekki komið inn á næsta stórmót. Það er hins vegar bara tímaspursmál og líklegra er að Ísland leggist í eyði en að næsti janúar snúist ekki um þátttöku strákanna okkar á EM í Þýskalandi. Það er meira að segja búið að ákveða hvar Ísland spilar á mótinu, þó undankeppninni ljúki ekki fyrr en í vor. Ísland hóf undankeppnina á að vinna Ísrael og Eistland af miklu öryggi en mun svo berjast við Tékkland í tveimur leikjum í mars um efsta sæti síns undanriðils. Tvö liðanna komast upp úr riðlinum og liðið í 3. sæti mögulega einnig. Spila í München og Köln Ísland verður því alltaf með á EM næsta janúar og mun spila í C-riðli ásamt þremur öðrum liðum, og verður sá riðill spilaður í Ólympíuhöllinni í München. Tvö lið úr riðlinum komast svo áfram í milliriðil sem leikinn verður í annarri afar merkri höll, Lanxess Arena í Köln, þar sem úrslitin í Meistaradeild Evrópu hafa ráðist um árabil. Liðin tvö sem komast áfram úr C-riðli í milliriðla munu spila við lið úr A- og B-riðli, en vitað er að gestgjafar Þýskalands verða í A-riðli og Króatía í B-riðli. Svona er dagskráin í riðlakeppni EM 2024. Eins og sjá má er reiknað með Íslandi í C-riðli.EHF Lausir við Danmörku, Svíþjóð og Noreg Einnig er vitað að Noregur verður í D-riðli, Svíþjóð í E-riðli og Danmörk í F-riðli, svo að Ísland mætir engu þessara þriggja liða nema mögulega í undanúrslitum eða leik um 5. sæti. Danir munu hins vegar líkt og Íslendingar spila í Ólympíuhöllinni í München, en liðin úr D-, E, og F-riðli fara í milliriðil í Hamburg. Alls spila 24 þjóðir á EM í Þýskalandi. Þó að ekki sé ljóst hvaða þjóðir Ísland mun spila við er ljóst hvaða daga Ísland mun spila, bæði í C-riðlinum og svo í milliriðli komist liðið þangað. Leikdagar Íslands á EM: Föstudagur, 12. janúar í München Sunnudagur 14. janúar í München Þriðjudagur 16. janúar í München Fimmtudagur 18. janúar í Köln Laugardagur 20. janúar í Köln Mánudagur 22. janúar í Köln Miðvikudagur 24. janúar í Köln *Leikirnir í Köln aðeins ef Ísland kemst í milliriðil. Möguleikinn á ÓL í París Það er einnig vert að geta þess að árangur á EM skiptir núna einnig sköpum fyrir Ísland varðandi möguleikana á að komast á Ólympíuleikana í París 2024, eftir að árangurinn á HM dugði liðinu ekki til að ná sæti í tólf liða undankeppni ÓL. Á EM verða í boði tvö sæti í undankeppni Ólympíuleikanna, auk þess sem Evrópumeistararnir fá öruggt sæti á leikunum (Ef Frakkar, sem gestgjafar ÓL, og/eða verðandi heimsmeistarar vinna EM fær silfurlið EM, eða mögulega bronslið EM, þetta örugga sæti sem í boði er á ÓL). Sætin tvö í undankeppni ÓL fara til liða sem ekki eru þegar örugg um sæti á leikunum eða í undankeppninni. Ísland verður því væntanlega í keppni um þau tvö sæti við þær Evrópuþjóðir sem ekki enduðu í hópi 9-10 efstu þjóða á HM í ár, um að enda sem efst á EM. Sú keppni gæti þannig verið við Portúgal, Pólland, Serbíu, Holland, Svartfjallaland og fleiri þjóðir. Til dæmis dugði Portúgal að enda í 6. sæti á EM 2020 til að komast í undankeppni Ólympíuleikanna í Tókýó. Í undankeppninni eru svo jafnan ágætir möguleikar á að komast á leikana, en þar er leikið í þremur fjögurra liða riðlum og komast tvö á leikana úr hverjum riðli. Undankeppnin fyrir ÓL í París fer fram 11.-17. mars á næsta ári. Nánari útskýringar má sjá hér að neðan. Handbolti karla á ÓL 2024 Tólf landslið leika í handbolta karla á Ólympíuleikunum í París 2024. Gestgjafar Frakklands, heimsmeistararnir í ár og fjórir álfumeistarar fá samtals sex örugg sæti. Vinni Frakkar HM eða EM fá silfurlið mótanna öruggt sæti á ÓL. Eftir standa sex sæti sem spilað er um í þremur fjögurra liða riðlum í undankeppni ÓL sem fram fer 11.-17. mars 2024. Í undankeppnina komast sex efstu liðin frá HM sem ekki ná inn á ÓL með öðrum leiðum (með því að vera gestgjafar eða álfumeistarar). Við bætast tvö lið með bestan árangur af EM (sem ekki hafa þegar náð sæti á ÓL eða í undankeppni ÓL) og fjögur lið í viðbót frá öðrum álfum. Í undankeppninni er spilað í þremur fjögurra liða riðlum og komast tvö lið úr hverjum riðli áfram á ÓL. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Það fyrsta sem við vitum er reyndar það að Ísland er ekki komið inn á næsta stórmót. Það er hins vegar bara tímaspursmál og líklegra er að Ísland leggist í eyði en að næsti janúar snúist ekki um þátttöku strákanna okkar á EM í Þýskalandi. Það er meira að segja búið að ákveða hvar Ísland spilar á mótinu, þó undankeppninni ljúki ekki fyrr en í vor. Ísland hóf undankeppnina á að vinna Ísrael og Eistland af miklu öryggi en mun svo berjast við Tékkland í tveimur leikjum í mars um efsta sæti síns undanriðils. Tvö liðanna komast upp úr riðlinum og liðið í 3. sæti mögulega einnig. Spila í München og Köln Ísland verður því alltaf með á EM næsta janúar og mun spila í C-riðli ásamt þremur öðrum liðum, og verður sá riðill spilaður í Ólympíuhöllinni í München. Tvö lið úr riðlinum komast svo áfram í milliriðil sem leikinn verður í annarri afar merkri höll, Lanxess Arena í Köln, þar sem úrslitin í Meistaradeild Evrópu hafa ráðist um árabil. Liðin tvö sem komast áfram úr C-riðli í milliriðla munu spila við lið úr A- og B-riðli, en vitað er að gestgjafar Þýskalands verða í A-riðli og Króatía í B-riðli. Svona er dagskráin í riðlakeppni EM 2024. Eins og sjá má er reiknað með Íslandi í C-riðli.EHF Lausir við Danmörku, Svíþjóð og Noreg Einnig er vitað að Noregur verður í D-riðli, Svíþjóð í E-riðli og Danmörk í F-riðli, svo að Ísland mætir engu þessara þriggja liða nema mögulega í undanúrslitum eða leik um 5. sæti. Danir munu hins vegar líkt og Íslendingar spila í Ólympíuhöllinni í München, en liðin úr D-, E, og F-riðli fara í milliriðil í Hamburg. Alls spila 24 þjóðir á EM í Þýskalandi. Þó að ekki sé ljóst hvaða þjóðir Ísland mun spila við er ljóst hvaða daga Ísland mun spila, bæði í C-riðlinum og svo í milliriðli komist liðið þangað. Leikdagar Íslands á EM: Föstudagur, 12. janúar í München Sunnudagur 14. janúar í München Þriðjudagur 16. janúar í München Fimmtudagur 18. janúar í Köln Laugardagur 20. janúar í Köln Mánudagur 22. janúar í Köln Miðvikudagur 24. janúar í Köln *Leikirnir í Köln aðeins ef Ísland kemst í milliriðil. Möguleikinn á ÓL í París Það er einnig vert að geta þess að árangur á EM skiptir núna einnig sköpum fyrir Ísland varðandi möguleikana á að komast á Ólympíuleikana í París 2024, eftir að árangurinn á HM dugði liðinu ekki til að ná sæti í tólf liða undankeppni ÓL. Á EM verða í boði tvö sæti í undankeppni Ólympíuleikanna, auk þess sem Evrópumeistararnir fá öruggt sæti á leikunum (Ef Frakkar, sem gestgjafar ÓL, og/eða verðandi heimsmeistarar vinna EM fær silfurlið EM, eða mögulega bronslið EM, þetta örugga sæti sem í boði er á ÓL). Sætin tvö í undankeppni ÓL fara til liða sem ekki eru þegar örugg um sæti á leikunum eða í undankeppninni. Ísland verður því væntanlega í keppni um þau tvö sæti við þær Evrópuþjóðir sem ekki enduðu í hópi 9-10 efstu þjóða á HM í ár, um að enda sem efst á EM. Sú keppni gæti þannig verið við Portúgal, Pólland, Serbíu, Holland, Svartfjallaland og fleiri þjóðir. Til dæmis dugði Portúgal að enda í 6. sæti á EM 2020 til að komast í undankeppni Ólympíuleikanna í Tókýó. Í undankeppninni eru svo jafnan ágætir möguleikar á að komast á leikana, en þar er leikið í þremur fjögurra liða riðlum og komast tvö á leikana úr hverjum riðli. Undankeppnin fyrir ÓL í París fer fram 11.-17. mars á næsta ári. Nánari útskýringar má sjá hér að neðan. Handbolti karla á ÓL 2024 Tólf landslið leika í handbolta karla á Ólympíuleikunum í París 2024. Gestgjafar Frakklands, heimsmeistararnir í ár og fjórir álfumeistarar fá samtals sex örugg sæti. Vinni Frakkar HM eða EM fá silfurlið mótanna öruggt sæti á ÓL. Eftir standa sex sæti sem spilað er um í þremur fjögurra liða riðlum í undankeppni ÓL sem fram fer 11.-17. mars 2024. Í undankeppnina komast sex efstu liðin frá HM sem ekki ná inn á ÓL með öðrum leiðum (með því að vera gestgjafar eða álfumeistarar). Við bætast tvö lið með bestan árangur af EM (sem ekki hafa þegar náð sæti á ÓL eða í undankeppni ÓL) og fjögur lið í viðbót frá öðrum álfum. Í undankeppninni er spilað í þremur fjögurra liða riðlum og komast tvö lið úr hverjum riðli áfram á ÓL.
Leikdagar Íslands á EM: Föstudagur, 12. janúar í München Sunnudagur 14. janúar í München Þriðjudagur 16. janúar í München Fimmtudagur 18. janúar í Köln Laugardagur 20. janúar í Köln Mánudagur 22. janúar í Köln Miðvikudagur 24. janúar í Köln *Leikirnir í Köln aðeins ef Ísland kemst í milliriðil.
Handbolti karla á ÓL 2024 Tólf landslið leika í handbolta karla á Ólympíuleikunum í París 2024. Gestgjafar Frakklands, heimsmeistararnir í ár og fjórir álfumeistarar fá samtals sex örugg sæti. Vinni Frakkar HM eða EM fá silfurlið mótanna öruggt sæti á ÓL. Eftir standa sex sæti sem spilað er um í þremur fjögurra liða riðlum í undankeppni ÓL sem fram fer 11.-17. mars 2024. Í undankeppnina komast sex efstu liðin frá HM sem ekki ná inn á ÓL með öðrum leiðum (með því að vera gestgjafar eða álfumeistarar). Við bætast tvö lið með bestan árangur af EM (sem ekki hafa þegar náð sæti á ÓL eða í undankeppni ÓL) og fjögur lið í viðbót frá öðrum álfum. Í undankeppninni er spilað í þremur fjögurra liða riðlum og komast tvö lið úr hverjum riðli áfram á ÓL.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira