Læknar geti ekki vottað um dagsflensu starfsmanna frekar en aðrir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. janúar 2023 17:08 Fjöldi fólks finnur sig knúinn til að sækja læknisvottorð þegar aðeins er um að ræða dagsflensu. Getty Læknar á heilsugæslustöðvum Höfuðborgarsvæðisins gáfu út tæplega 150 þúsund vottorð árið 2021. Læknar segja vinnumarkaðinn gera kröfu um afhendingu vottorðs um veikindi við of lítið tilefni og vottorðsútgáfur valda miklu óþörfu álagi. Tæplega hundrað og fimmtíu þúsund læknisvottorð voru gefin út af heimilislæknum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins árið 2021. Tæplega 39 þúsund þeirra voru vegna fjarvista frá vinnu, tæplega 32 þúsund beiðnir um sjúkraþjálfun og liðlega 20 þúsund almenn vottorð. Útgáfa vottorða hefur aukist nokkuð á undanförnum árum en frá árinu 2018 til 2021 fjölgaði þeim um 35 þúsund. Læknar segja talsverðan hluta vottorðanna vera óþarfan, til dæmis læknisvottorð vegna flensupestar, og eiga sinn þátt í manneklu og löngum biðtímum hjá heilsugæslunum. „Það dylst engum að það er gríðarlega mikið álag og mjög mikið af vottorðum sem verið er að gefa út, sem er oft ekki mikill grundvöllur fyrir. Oft verið að tikka í box svo fólk eigi réttindi hjá vinnuveitanda,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins, en hún situr jafnframt í starfshópi heilbrigðisráðherra um útgáfu vottorða. Starfshópurinn hefur skilað tillögum til ráðherra en Sigríður segir umræðuna þegar hafa borið árangur. „Þessi umræða hefur nú orðið til þess að Sjúkratryggingar eru byrjaðar á endurskoðun og lagfæringu á sínu laga- og reglugerðarumhverfi.“ Eitt af því sem verði að endurskoða sé krafa vinnuveitenda um læknisvottorð þegar starfsfólk er heima með flensu. „Samtal starfsmanna og vinnuveitenda ætti að vera öðruvísi heldur en að fólk þurfi að fá vottorð um að það hafi verið heima með pest einn dag, sem við getum auðvitað ekkert vottað um frekar en einhver annar.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Vinnumarkaður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Tæplega hundrað og fimmtíu þúsund læknisvottorð voru gefin út af heimilislæknum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins árið 2021. Tæplega 39 þúsund þeirra voru vegna fjarvista frá vinnu, tæplega 32 þúsund beiðnir um sjúkraþjálfun og liðlega 20 þúsund almenn vottorð. Útgáfa vottorða hefur aukist nokkuð á undanförnum árum en frá árinu 2018 til 2021 fjölgaði þeim um 35 þúsund. Læknar segja talsverðan hluta vottorðanna vera óþarfan, til dæmis læknisvottorð vegna flensupestar, og eiga sinn þátt í manneklu og löngum biðtímum hjá heilsugæslunum. „Það dylst engum að það er gríðarlega mikið álag og mjög mikið af vottorðum sem verið er að gefa út, sem er oft ekki mikill grundvöllur fyrir. Oft verið að tikka í box svo fólk eigi réttindi hjá vinnuveitanda,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins, en hún situr jafnframt í starfshópi heilbrigðisráðherra um útgáfu vottorða. Starfshópurinn hefur skilað tillögum til ráðherra en Sigríður segir umræðuna þegar hafa borið árangur. „Þessi umræða hefur nú orðið til þess að Sjúkratryggingar eru byrjaðar á endurskoðun og lagfæringu á sínu laga- og reglugerðarumhverfi.“ Eitt af því sem verði að endurskoða sé krafa vinnuveitenda um læknisvottorð þegar starfsfólk er heima með flensu. „Samtal starfsmanna og vinnuveitenda ætti að vera öðruvísi heldur en að fólk þurfi að fá vottorð um að það hafi verið heima með pest einn dag, sem við getum auðvitað ekkert vottað um frekar en einhver annar.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Vinnumarkaður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira