Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.

Efling boðar til ótímabundinna verkfalla hótelstarfsmanna eftir tvær vikur, samþykki þrjú hundruð félagsmenn að leggja niður störf. Formaður félagsins væntir þess að fleiri fari í verkfall fallist atvinnurekendur ekki á kröfur þeirra. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Alþingi kom saman á ný eftir jólafrí í dag. Það var mikill hitafundur enda umdeilt útlendingafrumvarp eitt á dagskrá. Við verðum í beinni útsendingu frá þinginu þar sem umræður standa enn yfir.

Mikið tjón varð þegar flugvél Icelandair rakst á landgang á Keflavíkurflugvelli í gær, en hann er hugsanlega ónýtur og vængur vélarinnar skemmdur. Við ræðum við fulltrúa Isavia sem segir veðurofsann hafa verið slíkan að hálkuvarnir fuku af vellinum.

Fimmtíu ár eru liðin frá upphafi eldgossins í Heimaey. Við heyrum í Eyjafólki sem man vel eftir því og verðum í beinni frá Landakirkju þar sem fólk er að safnast saman fyrir blysför í kvöld.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×