Hinn 22 ára gamli Kiwior hefur skrifað undir fjögurra og hálfs árs samning við Skytturnar með möguleika á árs framlengingu. Arsenal hefur sótt tvo leikmenn í janúarglugganum. Leandro Trossard kom frá Brighton & Hove Albion og nú er Kiwior mættur.
Jakub Kiwior The Arsenal
— Arsenal (@Arsenal) January 23, 2023
Í aðdraganda HM undir lok síðasta árs tók Vísir saman stjörnur hvers riðils fyrir sig og hvaða leikmenn væri vert að fylgjast með. Kiwior var á þeim lista. Umsögnin um hann sagði:
22 ára miðvörður og liðsfélagi Mikaels Egils Ellertssonar hjá Spezia á Ítalíu. Stóru liðin á Ítalíu eru farin að bera víurnar í Kiwior sem virðist á skömmum tíma hafa stimplað sig inn í byrjunarlið Póllands, þar sem hann leikur með mun reynslumeiri mönnum í hjarta pólsku varnarinnar.
Kiwior hefur leikið 9 A-landsleiki á ferli sínum. Áður en hann gekk í raðir Spezia árið 2021 lék hann með Žilina í Slóvakíu.