Vopnaframleiðandinn Rheinmetall vill senda skriðdreka til Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. janúar 2023 07:30 Rheinmetall er reiðubúið til að senda skriðdreka til Úkraínu. AP/Martin Meissner Þýska vopnaframleiðslufyrirtækið Rheinmetall getur séð Úkraínumönnum fyrir 139 Leopard skriðdrekum ef þörf krefur. Frá þessu greindi talsmaður Rheinmetall í samtali við fjölmiðlasamsteypuna RND. Talsmaður Rheinmetall segir fyrirtækið geta afhent 29 skriðdreka í apríl eða maí og 22 til viðbótar í lok árs eða ársbyrjun 2024. Stjórnvöld í Þýskalandi sæta nú miklum þrýstingi frá Úkraínu og öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins, til að mynda Póllandi, um að heimila útflutning Leopard skriðdreka til Úkraínu. Þjóðverjar hafa neitunarvald hvað þetta varðar, þar sem skriðdrekarnir eru framleiddir í Þýskalandi. Sérfræðingar áætla að þrettán ríki Evrópu eigi um það bil 2 þúsund Leopard skriðdreka, sem gætu nýst Úkraínumönnum. Ráðamenn í Þýskalandi hafa sagt ákvörðun yfirvofandi en enn sem komið er hefur Olaf Scholz kanslari ekki tekið í gikkinn, hvorki varðandi útflutning frá Þýskalandi né öðrum ríkjum. Þýsk stjórnvöld virðast veigra sér við því að taka skrefið ein og óstudd og hafa ýtt á að Bandaríkjamenn sendi þá einnig skriðdreka til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hins vegar sagt að hvert og eitt ríki verði að taka sjálfstæða ákvörðun um það hvernig það hagar stuðningi sínum. Tregðu Þjóðverja má rekja til mögulegra viðbragða Rússa, sem munu líklega líta á skriðdrekasendingarnar sem verulega stigmögnun. Þá myndu þær falla vel að áróðri Rússa um að stríðið í Úkraínu sé í raun stríð Nató við Rússa. Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Bandaríkin Hernaður Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Talsmaður Rheinmetall segir fyrirtækið geta afhent 29 skriðdreka í apríl eða maí og 22 til viðbótar í lok árs eða ársbyrjun 2024. Stjórnvöld í Þýskalandi sæta nú miklum þrýstingi frá Úkraínu og öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins, til að mynda Póllandi, um að heimila útflutning Leopard skriðdreka til Úkraínu. Þjóðverjar hafa neitunarvald hvað þetta varðar, þar sem skriðdrekarnir eru framleiddir í Þýskalandi. Sérfræðingar áætla að þrettán ríki Evrópu eigi um það bil 2 þúsund Leopard skriðdreka, sem gætu nýst Úkraínumönnum. Ráðamenn í Þýskalandi hafa sagt ákvörðun yfirvofandi en enn sem komið er hefur Olaf Scholz kanslari ekki tekið í gikkinn, hvorki varðandi útflutning frá Þýskalandi né öðrum ríkjum. Þýsk stjórnvöld virðast veigra sér við því að taka skrefið ein og óstudd og hafa ýtt á að Bandaríkjamenn sendi þá einnig skriðdreka til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hins vegar sagt að hvert og eitt ríki verði að taka sjálfstæða ákvörðun um það hvernig það hagar stuðningi sínum. Tregðu Þjóðverja má rekja til mögulegra viðbragða Rússa, sem munu líklega líta á skriðdrekasendingarnar sem verulega stigmögnun. Þá myndu þær falla vel að áróðri Rússa um að stríðið í Úkraínu sé í raun stríð Nató við Rússa.
Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Bandaríkin Hernaður Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira