Verkföll komi spánskt fyrir sjónir í ljósi góðra launa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. janúar 2023 22:51 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir að stemning fyrir verkföllum virðist vera lítil innan ferðaþjónustunnar. Rekstraraðilar hafa leitað til samtakanna vegna starfsfólks sem vilji skrá sig úr Eflingu. Atkvæðagreiðsla meðal tæplega 300 félagsmanna Eflingar sem starfa á sjö hótelum Íslandshótela og Fosshótel hófst á hádegi en ótímabundið verkfall hefst á hádegi sjöunda febrúar, eftir tvær vikur, verði það samþykkt. Atkvæðagreiðslu lýkur í næstu viku. Deiluaðilar funduðu sameiginlega í aðeins eina mínútu í dag og segist ríkissáttasemjari aldrei hafa kynnst deilu í öðrum eins hnút. „Það hefur komið okkur á óvart hvað það eru mikið af starfsfólki úr Eflingu sem hafa komið að máli við sína yfirmenn og rekstraraðila og eru að spyrjast fyrir um það hvort það geti sagt sig úr Eflingu eða skipt um stéttarfélag. Þetta er eitthvað sem ég verð að játa að kom mér mjög á óvart og við höfum ekki séð eða fundið fyrir áður,“ segir Jóhannes Þór sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir stöðuna innan ferðaþjónustunnar óþægilega, í ljósi þess að aðrir aðilar hafa samið um kjarasamninga og samþykkt með miklum meirihluta atkvæða félagsmanna. „Það væri óskandi að fólk fengi að kjósa bara um þennan samning sem hefur legið á borðinu, þá með þeirri aðlögun sem hægt er að gera fyrir starfsfólk hjá Eflingu.“ Hann segist hafa reynslu af verkfalli ásamt kennurum og segir reynsluna þá að verkföll séu ömurlegt hlutskipti fyrir alla sem eiga hlut að máli. Viðtalið við Jóhannes Þór má hlusta á í heild sinni hér að neðan: Launavísitala ferðaþjónustu hækkað mest „Maður finnur á síðustu vikum að stemningin fyrir verkfalli er ekki mikil. Sem er kannski ekki skrýtið þegar fólk sér að um 80 prósent á almenna vinnumarkaðnum hafa samþykkt þessa fyrri samninga,“ segir Jóhannes Þór. Hann kveðst leiður yfir því hvernig umræðan hafi verið að undanförnu. „Það sem maður heyrir stundum og maður sér í kommentabrjálæðinu á internetinu er að íslensk ferðaþjónusta eigi að borga mannsæmandi laun, svo er það ekkert útskýrt frekar,“ segir hann og svarar því þannig að íslensk hótel og veitingahús borgi starfsfólki hæstu laun á klukkustund í Evrópu. „Ef við tökum kaupmátt inn í það þá greiða íslensk hótel og veitingahús fimmtu hæstu laun í Evrópu. Þegar við horfum á síðasta launatímabil, í lífskjarasamningum, og horfum á það í hvaða atvinnugreinum launavísitala hefur hækkað mest, þá hefur hún hækkað mest í hótelum og veitingahúsum. Vísitalan hefur hækkað um 39 prósent þar en er undir 30 prósent í öðrum greinum.“ Því komi það spánskt fyrir sjónir að verið sé að boða verkföll nú „og að verið sé að halda því fram að þessi fyrirtæki séu á einhvern hátt ekki að standa sig hvorki í innlendum né erlendum samanburði.“ Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Reykjavík Tengdar fréttir Starfsfólk hafi verið illa upplýst og það valið af Eflingu Framkvæmdarstjóri Íslandshótela segir Eflingu hafa dregið upp mjög einsleita mynd af stöðunni fyrir starfsfólk sem því miður hafi verið illa upplýst. Hart sé að ráðast á eitt fyrirtæki en þau hafi verið valin til að ná þeirri niðurstöðu sem Efling óskar. Hann býst ekki við því að starfsfólk samþykki verkfall en ef af því verður þurfi að koma í ljós hvort loka þurfi hótelum. 24. janúar 2023 18:15 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Sjá meira
Atkvæðagreiðsla meðal tæplega 300 félagsmanna Eflingar sem starfa á sjö hótelum Íslandshótela og Fosshótel hófst á hádegi en ótímabundið verkfall hefst á hádegi sjöunda febrúar, eftir tvær vikur, verði það samþykkt. Atkvæðagreiðslu lýkur í næstu viku. Deiluaðilar funduðu sameiginlega í aðeins eina mínútu í dag og segist ríkissáttasemjari aldrei hafa kynnst deilu í öðrum eins hnút. „Það hefur komið okkur á óvart hvað það eru mikið af starfsfólki úr Eflingu sem hafa komið að máli við sína yfirmenn og rekstraraðila og eru að spyrjast fyrir um það hvort það geti sagt sig úr Eflingu eða skipt um stéttarfélag. Þetta er eitthvað sem ég verð að játa að kom mér mjög á óvart og við höfum ekki séð eða fundið fyrir áður,“ segir Jóhannes Þór sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir stöðuna innan ferðaþjónustunnar óþægilega, í ljósi þess að aðrir aðilar hafa samið um kjarasamninga og samþykkt með miklum meirihluta atkvæða félagsmanna. „Það væri óskandi að fólk fengi að kjósa bara um þennan samning sem hefur legið á borðinu, þá með þeirri aðlögun sem hægt er að gera fyrir starfsfólk hjá Eflingu.“ Hann segist hafa reynslu af verkfalli ásamt kennurum og segir reynsluna þá að verkföll séu ömurlegt hlutskipti fyrir alla sem eiga hlut að máli. Viðtalið við Jóhannes Þór má hlusta á í heild sinni hér að neðan: Launavísitala ferðaþjónustu hækkað mest „Maður finnur á síðustu vikum að stemningin fyrir verkfalli er ekki mikil. Sem er kannski ekki skrýtið þegar fólk sér að um 80 prósent á almenna vinnumarkaðnum hafa samþykkt þessa fyrri samninga,“ segir Jóhannes Þór. Hann kveðst leiður yfir því hvernig umræðan hafi verið að undanförnu. „Það sem maður heyrir stundum og maður sér í kommentabrjálæðinu á internetinu er að íslensk ferðaþjónusta eigi að borga mannsæmandi laun, svo er það ekkert útskýrt frekar,“ segir hann og svarar því þannig að íslensk hótel og veitingahús borgi starfsfólki hæstu laun á klukkustund í Evrópu. „Ef við tökum kaupmátt inn í það þá greiða íslensk hótel og veitingahús fimmtu hæstu laun í Evrópu. Þegar við horfum á síðasta launatímabil, í lífskjarasamningum, og horfum á það í hvaða atvinnugreinum launavísitala hefur hækkað mest, þá hefur hún hækkað mest í hótelum og veitingahúsum. Vísitalan hefur hækkað um 39 prósent þar en er undir 30 prósent í öðrum greinum.“ Því komi það spánskt fyrir sjónir að verið sé að boða verkföll nú „og að verið sé að halda því fram að þessi fyrirtæki séu á einhvern hátt ekki að standa sig hvorki í innlendum né erlendum samanburði.“
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Reykjavík Tengdar fréttir Starfsfólk hafi verið illa upplýst og það valið af Eflingu Framkvæmdarstjóri Íslandshótela segir Eflingu hafa dregið upp mjög einsleita mynd af stöðunni fyrir starfsfólk sem því miður hafi verið illa upplýst. Hart sé að ráðast á eitt fyrirtæki en þau hafi verið valin til að ná þeirri niðurstöðu sem Efling óskar. Hann býst ekki við því að starfsfólk samþykki verkfall en ef af því verður þurfi að koma í ljós hvort loka þurfi hótelum. 24. janúar 2023 18:15 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Sjá meira
Starfsfólk hafi verið illa upplýst og það valið af Eflingu Framkvæmdarstjóri Íslandshótela segir Eflingu hafa dregið upp mjög einsleita mynd af stöðunni fyrir starfsfólk sem því miður hafi verið illa upplýst. Hart sé að ráðast á eitt fyrirtæki en þau hafi verið valin til að ná þeirri niðurstöðu sem Efling óskar. Hann býst ekki við því að starfsfólk samþykki verkfall en ef af því verður þurfi að koma í ljós hvort loka þurfi hótelum. 24. janúar 2023 18:15