Ömurlegt að upplifa sig sem útlending á Íslandi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. janúar 2023 13:30 Layfey Lín segir að hún elski að vera á Íslandi og þá sérstaklega að semja tónlist og taka upp myndbönd. Á rúntinum „Það var ótrúlega gaman að sjá framan í fólkið, sem ég sé bara myndir af á netinu,“ segir Laufey Lín Jónsdóttir tónlistarkona. Hún var að ljúka sínu fyrsta „sóló“ tónleikaferðalagi. Laufey segir að erlendis sé hlustendahópur hennar yngri en á Íslandi. „Ég veit ekki hvort ég sé mjög fræg,“ segir Laufey, en þegar þetta er skrifað er hún með 460 þúsund fylgjendur á Instagram og milljónir hlustanir á Spotify mánaðarlega. Hún hefur komið fram í þáttum eins og spjallþætti Jimmy Kimmel, verið lofuð í Rolling Stone og átti eina vinsælustu plötu Bandaríkjanna á einum tímapunkti. „Ég held að það sé það skrítnasta og skemmtilegasta,“ segir Laufey um það þegar fólk þekkir hana úti á götu. Hún segir að það hafi líka verið upplifun að ferðast til nýrra borga og heyra að fólk kunni alla textana hennar á tónleikunum. „Það var fullt af fólki sem hafði ekkert betra að gera en að skrolla á Instagram og ég hafði ekkert betra að gera en að taka upp,“ segir Laufey um vinsældirnar á TikTok sem sprungu út í heimsfaraldrinum. Í fyrsta þætti í seríu þrjú af Á rúntinum heimsækir Bjarni Freyr tónlistarkonuna. Í þættinum ræða þau um fyrsta tónleikaferðalagið sem Laufey var að ljúka, lífið hennar í borginni. Einnig fóru þau yfir það hvernig það var fyrir hana að alast upp á Íslandi. Þau rúnta um Los Angeles og heimsækja sögufræga staði eins og Hollywood merkið og Griffith observatory sem spilar stórt hlutverk í kvikmyndinni La La land. Samrýmdar systur Laufey er tvíburi og þegar það var mikið að gera hjá henni, íhugaði hún að láta Júníu systur sína taka upp kynningar á lögum fyrir Spotify, Apple Music og fleiri staði til að vekja athygli á nýútgefnum lögum. „Hún spilar frekar oft með mér. Hún spilaði á fiðlu á túrnum í Evrópu.“ Laufey segir að það sé skemmtilegt að hafa hana með. „Hún er besta vinkona mín.“ Fylgir því líka mikil jarðtenging og öryggi að hafa tvíburasystur með sér á tónleikaferðalaginu. „Ég vissi að ég þyrfti á einhverjum að halda því þetta getur verið frekar mikið. Að fara upp á svið og syngja, fara að sofa, vakna og keyra í tíu klukkutíma og gera þetta allt aftur. Þrjátíu daga í röð. Það er alveg frekar mikið.“ Laufey flakkar mikið á milli Íslands og Bandaríkjanna.Á rúntinum Upplifði sig öðruvísi Laufey hélt stóra tónleika í Hörpu í vetur ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Voru þetta hennar stærstu tónleikar á ferlinum. „Ég var stressuð í smá stund og svo var það bara skemmtilegt.“ Hún nýtur þess samt almennt mjög vel að vera á sviðinu. Í dag býr hún í Bandaríkjunum og kann vel við það. „Þó að það séu mikið af vandamálum hér, þá er miklu meira af fólki sem er blandað, frá allskonar löndum. Á Íslandi, fann ég alveg fyrir því að ég var öðruvísi og líka ólst að hluta til upp í Bandaríkjunum. Ég upplifði mig frekar mikinn útlending á Íslandi sem var ömurleg tilfinning. Að vera hálf kínversk, ég fann að ég leit öðruvísi út.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Á rúntinum Hollywood Tónlist Laufey Lín Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Laufey segir að erlendis sé hlustendahópur hennar yngri en á Íslandi. „Ég veit ekki hvort ég sé mjög fræg,“ segir Laufey, en þegar þetta er skrifað er hún með 460 þúsund fylgjendur á Instagram og milljónir hlustanir á Spotify mánaðarlega. Hún hefur komið fram í þáttum eins og spjallþætti Jimmy Kimmel, verið lofuð í Rolling Stone og átti eina vinsælustu plötu Bandaríkjanna á einum tímapunkti. „Ég held að það sé það skrítnasta og skemmtilegasta,“ segir Laufey um það þegar fólk þekkir hana úti á götu. Hún segir að það hafi líka verið upplifun að ferðast til nýrra borga og heyra að fólk kunni alla textana hennar á tónleikunum. „Það var fullt af fólki sem hafði ekkert betra að gera en að skrolla á Instagram og ég hafði ekkert betra að gera en að taka upp,“ segir Laufey um vinsældirnar á TikTok sem sprungu út í heimsfaraldrinum. Í fyrsta þætti í seríu þrjú af Á rúntinum heimsækir Bjarni Freyr tónlistarkonuna. Í þættinum ræða þau um fyrsta tónleikaferðalagið sem Laufey var að ljúka, lífið hennar í borginni. Einnig fóru þau yfir það hvernig það var fyrir hana að alast upp á Íslandi. Þau rúnta um Los Angeles og heimsækja sögufræga staði eins og Hollywood merkið og Griffith observatory sem spilar stórt hlutverk í kvikmyndinni La La land. Samrýmdar systur Laufey er tvíburi og þegar það var mikið að gera hjá henni, íhugaði hún að láta Júníu systur sína taka upp kynningar á lögum fyrir Spotify, Apple Music og fleiri staði til að vekja athygli á nýútgefnum lögum. „Hún spilar frekar oft með mér. Hún spilaði á fiðlu á túrnum í Evrópu.“ Laufey segir að það sé skemmtilegt að hafa hana með. „Hún er besta vinkona mín.“ Fylgir því líka mikil jarðtenging og öryggi að hafa tvíburasystur með sér á tónleikaferðalaginu. „Ég vissi að ég þyrfti á einhverjum að halda því þetta getur verið frekar mikið. Að fara upp á svið og syngja, fara að sofa, vakna og keyra í tíu klukkutíma og gera þetta allt aftur. Þrjátíu daga í röð. Það er alveg frekar mikið.“ Laufey flakkar mikið á milli Íslands og Bandaríkjanna.Á rúntinum Upplifði sig öðruvísi Laufey hélt stóra tónleika í Hörpu í vetur ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Voru þetta hennar stærstu tónleikar á ferlinum. „Ég var stressuð í smá stund og svo var það bara skemmtilegt.“ Hún nýtur þess samt almennt mjög vel að vera á sviðinu. Í dag býr hún í Bandaríkjunum og kann vel við það. „Þó að það séu mikið af vandamálum hér, þá er miklu meira af fólki sem er blandað, frá allskonar löndum. Á Íslandi, fann ég alveg fyrir því að ég var öðruvísi og líka ólst að hluta til upp í Bandaríkjunum. Ég upplifði mig frekar mikinn útlending á Íslandi sem var ömurleg tilfinning. Að vera hálf kínversk, ég fann að ég leit öðruvísi út.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Á rúntinum Hollywood Tónlist Laufey Lín Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning