Játa aðild en segja þætti sína veigalitla í stóra kókaínmálinu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 26. janúar 2023 07:01 Páll Jónsson, með grímu fyrir andlitinu, var niðurlútur þegar hann gekk inn í dómssal í síðustu viku, þegar aðalmeðferð í stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar hófst. Vísir Tveir sakborningar í stóra kókaínmálinu játa aðkomu að málinu en segja sína þætti hafa verið veigalitla. Þeir segjast aðeins hafa haft afmörkuð hlutverk en ekki komið að skipulagningu málsins á neinn hátt. Um er að ræða Pál Jónsson, timbursala á sjötugsaldri, og Daða Björnsson, rúmlega þrítugan karlmann. Verjendur þeirra gagnrýna rannsókn lögreglu harðlega. Þeir telja að ráðist hafi verið í handtökur of snemma í ferlinu og mögulegir höfuðpaurar gangi þess vegna lausir. Daði og Páll eru meðal fjögurra sakborninga í málinu sem allir eiga yfir höfði sér þunga dóma, verði þeir fundnir sekir í umfangsmesta fíkniefnainnflutningi Íslandssögunnar. Auk Daða og Páls eru meðákærðu í málinu þeir Jóhannes Páll Durr og Birgir Pálsson sem báðir eru í kringum þrítugt. Mennirnir eru allir ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi og tilraun til stórfellds fíkniefnabrots, en þeir hugðust flytja inn hundrað kíló af kókaíni til landsins í viðardrumbum. Efnunum var komið fyrir í timburdrumbum í gámum í Brasilíu en sendingin fór fyrst til Hollands. Lögreglan á Íslandi komst á snoðir um smyglið vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi og lét tollverði í Rotterdam í Hollandi vita. Kókaíninu var skipt út fyrir gerviefni áður en gámurinn var sendur áfram til Íslands. Blátt bann við fjölmiðlaumfjöllun Aðalmeðferð málsins hófst í síðustu viku þegar ákærðu komu fyrir dóminn hver á fætur öðrum og gáfu skýrslur. Þá hafa nokkrir íslenskir lögreglumenn komið fyrir dóminn og fjallað um aðkomu þeirra að málinu. Aðalmeðferðinni verður framhaldið 9. febrúar þegar meðal annars verða teknar skýrslur af hollenskum tollvörðum og lögreglumönnum. Dómari fyrirskipaði algjört fjölmiðlabann varðandi það sem fram fór í vitnaleiðslum þar til öllum skýrslutökum er lokið. Það sem fram kemur í þessari grein er alfarið unnið upp úr greinargerðum verjanda Daða og Páls, sem fréttastofa hefur undir höndum. Vísir mun að sjálfsögðu fjalla ítarlega um það sem fram kom í vitnisburði mannanna og annarra vitna um leið og fjölmiðlabanni verður aflétt. Páll vissi af efnunum Aðkoma Páls Jónssonar að málinu hefur vakið talsverða eftirtekt. Páll er af annarri kynslóð en hinir þrír sem eru allir í kringum þrítugt. [Gervi]efnin voru flutt til landsins í gegnum fyrirtæki Páls, Hús og Harðvið. Páll viðurkenndi í skýrslutökum hjá lögreglu að hann hefði vitað af fíkniefni væru falin í timburdrubum. Það kemur sömuleiðis fram í greinargerð Unnsteins Arnars Elvarssonar, verjanda hans. Hann segist þó hafa talið að um mun minna magn væri að ræða eða sex til sjö kíló. Í greinargerðinni er því lýst að árið 2021 hafi einn af ákærðu í málinu leitað til hans og beðið hann að taka þátt í fíkniefnainnflutningi. Hann hafi, eins og því er lýst í greinargerðinni, „tekið þá afleitu ákvörðun að slá til og leyfa viðkomandi að notast við flutningsleið sína.“ Hér má sjá efnin sem um ræðir, hundrað kíló af kókaíni sem falin voru kirfilega inni í viðardrumbum. Fram kemur að ekkert hafi verið rætt um hvað Páll ætti að fá í sinn hlut fyrir þátttökuna, aðeins að það hafi átt að „gera vel við hann.“ Í skýrslutökum lögreglu sagði Páll að hann hafi átt að fá þrjátíu milljónir fyrir verkefnið. Á einum tímapunkti sagðist Páll hafa viljað hætta við en upplifði að það væri ekki mögulegt. Þá hafi verið búið að útvega efnin og koma þeim fyrir í staurunum sem þá voru á leið til landsins. Jóhannes virtist hafa lítið um svör Í greinargerðinni er skýrt frá því að Páll hafi ekki tekið neinar sjálfstæðar ákvarðanir í málinu. Hann hafi sífellt þurft að leita til annarra sakborninga varðandi hvernig hann ætti að bera sig að. „Það á við m.a um leigu á ökutæki til að ferja staurana sem efnið var í, hvert á að fara með efnið, hver tekur við því og þá þarf hann að leita til annarra sakborninga um fjármuni til þess að standa straum af kostnaði sem hann þurfti að bera,“ segir meðal annars. Samskiptum hans við Jóhannes, sem einnig er sakborningur í málinu, er lýst. Þar kemur fram að degi áður en fíkniefnin komu til landsins hafi þeir hist og Páll hafi spurt Jóhannes ýmissa spurninga. Ekki virðist hafa verið mikið um svör, önnur en þau að Jóhannes sagðist þurfa að spyrja „strákana.“ Tekið er fram að samskiptin beri með sér að hvorugir viti mikið um hvað gera skuli við staurana og hvað þá efnin, hvert eigi að fara með þau, hver taki við þeim eða hvert framhaldið sé. Þeir viti sitt hlutverk en annað ekki. Þetta atriði auk annarra telur verjandi Páls sanna að hann hafi ekki komið að skipulagningu og fjármögnun innflutningsins. Hans eina hlutverk hafi verið að sjá um að koma skipagámi fullum af timbri hingað til lands en annað ekki. „Hann hafi upplifað að tilteknir aðilar hafi notað stöðu sína gagnvart honum þar sem hann hafi búið yfir þekkingu til þess að flytja gáma frá Brasilíu og hann hafi þannig verið einskonar „burðardýr““, segir í greinargerðinni. Hafnar ákæru um peningaþvætti Páll er, líkt og aðrir sakborningar, einnig ákærður fyrir peningaþvætti. Honum er gefið að sök að hafa tekið við, geymt og umbreytt rúmum sextán milljónum króna. Hann krefst sýknu í þeim lið. „Það eina sem liggur fyrir í málinu er að ákærði Páll tók við reiðufé frá ótilgreindum aðilum sem hann taldi viðskiptavini sína,“ segir í greinargerðinni. Unnsteinn Örn Elvarsson, Arnar Kormákur Friðriksson og Almar Möller, verjendur sakborninga í málinu. Hafi verið „veikur fyrir“ Annar sakborningur í málinu er Daði Björnsson, þrítugur Reykvíkingur. Verjandi hans, Arnar Kormákur Friðriksson, skilaði einnig greinargerð í málinu. Daði er ákærður fyrir þátt í innflutningi á kókaíninu auk þess að vera ákærður fyrir kannabisræktun og vörslu á maríjúana. Í greinargerðinni segir að forsaga og aðdragandi þess að Daði blandist inn í málið sé að hann hafi um árabil verið í óreglu, neyslu á róandi lyfjum og kannabisi. Hann hafi því leiðst út í ræktun kannabisefna og verið „orðinn veikur fyrir“, líkt og það er orðað, þegar hann var beðinn um að koma að málinu. Daði Björnsson huldi andlit sitt með stílabók. Við hlið hans er Jóhannes Páll Durr, sem einnig er ákærður fyrir aðkomu að málinu.Vísir Í greinargerðinni er það rakið þegar Daði komst í kynni við mann sem bað hann að „vinna fyrir sig ákveðið verk tengt fíkniefnamáli.“ Sá er sagður hafa fengið Daða þau verkefni að leigja iðnaðarhúsnæði, taka á móti trjádrumbum, fjarlægja efnin úr þeim og afhenda öðrum manni. „Viljalaust verkfæri“ í höndum mannsins Fyrir þetta verkefni átti hann að fá greiddar fimm milljónir króna, sem samkvæmt verjanda hans endurspeglar ágætlega „hvaða hugmynd ákærði hafði um umfang og alvarleika málsins.“ Í skýrslutökum hjá lögreglu sagðist Daði hafa átt að fá tíu milljónir. Þetta misræmi skýrði hann með því að hann hafi skammast sín fyrir að hafa ætlað að taka þátt í brotinu fyrir svo lága upphæð þegar umfangið lá fyrir. Fram kemur að frá upphafi málsins hafi Daði aðeins átt í samskiptum við einn mann, fyrrnefndan mann Hann hafi hlýtt fyrirmælum hans í einu og öllu og raun verið orðið „viljalaust verkfæri í höndum mannsins,“ eins og það er orðað í greinargerðinni. Hann hafi upplifað sig fastan og þessum aðstæðum og ekki verið fær um að bakka út. Ekki er komið frekar inn á hver umræddur maður sé í greinargerðinni. Segir hinn raunverulega skipuleggjanda ófundinn Þá segir í greinargerðinni að samkvæmt gögnum málsins sé ljóst að Daði þekki enga af meðákærðu og hafi aldrei átt samskipti við þá, hvorki í tengslum við þetta mál né út af öðru. Verjandi gagnrýnir að því sé lýst í ákæru að Daði hafi sammælst um brot með meðákærðu eða að hann hafi staðið að innflutningi fíkniefna með þeim. Segir hann að ekki þýði að vísa í ákæru til „óþekkts aðila,“ sem lögregla virðist hafa takmarkaðan áhuga að hafa hendur í hárinu á. „Sú staðreynd að hinn raunverulegi skipuleggjandi og fjármögnunaraðili brotsins hafi ekki fundist og ekki hægt að ákæra hann, getur ekki réttlætt að ákærða sé gefið að sök að hafa skipulagt brot, innflutning, sem var hér um bil fullframinn þegar hann fékk fyrst óljósar fregnir af slíkt gæti mögulega staðið til í kringum 3. júlí 2022." „Einhver ljóshærður strákur“ Nafn Daða kom fyrst upp í rannsókn málsins á handtökudeginum 4. ágúst. Þá hafði hann sest inn í sendibíl sem Páll hafði skilið eftir við bensínstöð í Hafnarfirði. Í bílnum voru viðardrumbarnir með efnunum í. Páll og Daði höfðu ekki verið í neinum samskiptum. Í greinargerðinni kemur fram að Páll hafi við handtöku greint frá því að „einhver ljóshærður strákur“ hefði tekið bílinn. Daði fór með sendibílinn í iðnaðarhúsnæði í Gjáhellu sem hann hafði tekið á leigu. Lögreglan hefur undir höndum hljóðupptökur úr Gjáhellu þar sem, samkvæmt greinargerð, má meta sem svo að Daði fái fyrst þar vitneskju um hversu mikið magn fíkniefna væri að ræða. „Strax í upphafi upptökunnar má heyra að sá sem gefur ákærða fyrirmælin lætur hann í upphafi fá þær upplýsingar að þetta eigi að vera 98 og ákærði svarar „já ókei, 98 keys?“ Það liggur því fyrir að ákærði hafi fram að þeim tímapunkti engar upplýsingar um umfang málsins,“ segir í greinargerðinni. Gagnrýna lögreglu fyrir rannsókn málsins Eftir að Daði hafði fjarlægt efnin, sem síðar átti eftir að koma í ljós að voru gerviefni, úr viðardrumbunum, vigtað þau og skipt þeim upp tók hann þrjátíu og fimm kíló með sér en skildi restina eftir í Gjáhellu. Í greinargerðinni segir að hann hafi haft þessi þrjátíu og fimm kíló meðferðis „til að afhenda ótilgreindum manni samkvæmt fyrirmælum.“ Daði var handtekinn þegar hann var á leið úr Gjáhellu upp í Mosfellsbæ. Í greinargerðinni frá verjanda Daða er það gagnrýnt að lögregla hafi ekki fylgt fíkniefnasendingunni betur eftir áður en ráðist var í handtökur. Bent er á að það hafi legið fyrir að um gerviefni væri að ræða og sú aðgerð hefði því verið með öllu áhættulaus. „Ljóst er að sú rannsókn hefði leitt til þess að málið hefði verið betur upplýst," segir í greinargerðinni auk þess sem kemur fram að samskipti í gögnum bendi „sterklega til þess að þeir sem fylgdust með sendingunni hugðust nálgast það sem eftir var af efnunum um það leyti sem lögregla framkvæmdi handtökur." Játaði fíkniefnalagabrot en neitaði peningaþvætti Daði játaði fíkniefnalagabrot skýlaust í greinargerðinni en vildi þó benda á að aðeins hafi verið um tólf kannabisplöntur að ræða í ræktun á heimili sínu í Mosfellsbæ. Ræktunin geti því ekki talist „umfangsmikil." Auk þessara tólf plantna voru aðrar tólf til viðbótar sem „varla höfðu náð því stigi að vera græðlingar," segir í greinargerðinni. Varðandi peningaþvætti þá neitar Daði sök í þeim lið ákærunnar og telur verjandi hans ekki nægilega stoð fyrir þeim í gögnum málsins. Ekki sé hægt að útiloka að þeim sextán milljónum sem honum er gefið að sök að hafa tekið við, geymt og umbreytt með refsiverðum brotum, hafi verið aflað með lögmætum hætti. Meðal annars hafi barnsmóðir hans, meðleigjendur, vinir og aðrir lagt inn á bankareiknins hans og það eigi sér eðlilegar skýringar. Ætlar sér að snúa aftur sem betri maður Í greinagerðinni er greint frá því að Daði hafi umturnað lífi sínu á meðan gæsluvarðhald hans hefur staðið. Hann sé án fíkniefna, sinni námi af fullum krafti og ætli sér að snúa aftur út í samfélagið sem betri maður og faðir fyrir dóttur sína. Níutíu kíló af efnum brennd Í báðum greinargerðunum kemur fram gagnrýni á ýmsa þætti sem snúa að rannsókn málsins. Eðli og innihald sendinganna er dregið í efa hvað varðar þynd, gerð og styrkleika. Aðeins tæp tíu kíló hafi verið vigtuð af hollenskum tollvörðum og en restin af efnunum brennd. Hollenskir tollverðir skiptu efnunum út fyrir gerviefni. Tekin voru sýni úr tíu kílóum en restin var brennd. Gagnrýni verjendanna snýr meðal annars að því að brennsla á efninu hafi farið fram aðeins tíu klukkustundum eftir að aðgerðir hófust, án samráðs við íslensku lögregluna. Þá segir að hvergi liggi fyrir hvernig sýnin, sem ekki voru brennd, hafi verið varðveitt. „Verulegur vafi“ um hversu mikið magn af fíkniefnum í þurru, neysluhæfu formi hefði verið hægt að fá út úr sendingunni. Nánari umfjöllun um málið væntanleg á næstu vikum Verði mennirnir fundnir sekir má búast við að þeirra bíði löng fangelsisvist. Hámarksrefsing fyrir fíkniefnainnflutning er 12 ára fangelsi, en ofan á það gætu bæst dómar fyrir peningaþvætti. Fordæmi eru fyrir þungum dómum í umfangsmiklum fíkniefnamálum og ber þar helst að nefna 12 ára dóm sem tveir karlmenn hlutu í október á síðasta ári, í svokölluðu Saltdreifaramáli. Það eru þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamálum hér á landi. Aðalmeðferð málsins hófst sem áður sagði fimmtudaginn 19. janúar og verður framhaldið þann 9. febrúar. Málinu verður gerð ítarleg skil um leið og fjölmiðlabanni Héraðsdóms verður aflétt. Þá munu sjónarmið ákærðu Birgis og Jóhannesar koma skýrt fram. Verjendur þeirra hafa ekki skilað greinargerð í málinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Hafa allir svarað fyrir sig í stóra kókaínmálinu Fjórir karlmenn sem sæta ákæru í stóra kókaínmálinu svokallaða gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Óhætt er að segja að framburður ákærðu hafi verið um margt athyglisverður. Héraðsdómari tók skýrt fram við upphaf aðalmeðferðar í morgun að fjölmiðlar mættu ekki grein frá því sem fram kæmi fyrr en að lokinni aðalmeðferð. 19. janúar 2023 16:38 Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fer fram í dag Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða langstærsta kókaínmál sem komið hefur upp hér á landi. Fjórum sakborningum í málinu er gefið að sök að hafa flutt inn um hundrað kíló af kókaíni, sem falin voru í sjö trjádrumbum. Reikna má með þungum dómum verði mennirnir fundnir sekir. 19. janúar 2023 08:01 Sagðist í fyrstu skýrslutöku hafa átt að fá greiddar 30 milljónir Karlmaður á sjötugsaldri sem sætir ákæru í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar viðurkenndi í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði átt að fá þrjátíu milljónir króna fyrir sinn hlut í innflutningnum. Í næstu yfirheyrslum dró hann úr framburði sínum og sagði óljóst hve há greiðslan hefði átt að vera. 21. nóvember 2022 16:52 Stóra kókaínmálið: Liðsstjóri landsliðs og timbursali meðal sakborninga Enginn fjögurra sakborninga í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar á að baki sakaferil að ráði og í hópi þeirra eru timbursali og fyrrverandi liðsstjóri hjá íslensku landsliði í rafíþróttum. Málið verður þingfest á miðvikudag. 14. nóvember 2022 12:23 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Um er að ræða Pál Jónsson, timbursala á sjötugsaldri, og Daða Björnsson, rúmlega þrítugan karlmann. Verjendur þeirra gagnrýna rannsókn lögreglu harðlega. Þeir telja að ráðist hafi verið í handtökur of snemma í ferlinu og mögulegir höfuðpaurar gangi þess vegna lausir. Daði og Páll eru meðal fjögurra sakborninga í málinu sem allir eiga yfir höfði sér þunga dóma, verði þeir fundnir sekir í umfangsmesta fíkniefnainnflutningi Íslandssögunnar. Auk Daða og Páls eru meðákærðu í málinu þeir Jóhannes Páll Durr og Birgir Pálsson sem báðir eru í kringum þrítugt. Mennirnir eru allir ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi og tilraun til stórfellds fíkniefnabrots, en þeir hugðust flytja inn hundrað kíló af kókaíni til landsins í viðardrumbum. Efnunum var komið fyrir í timburdrumbum í gámum í Brasilíu en sendingin fór fyrst til Hollands. Lögreglan á Íslandi komst á snoðir um smyglið vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi og lét tollverði í Rotterdam í Hollandi vita. Kókaíninu var skipt út fyrir gerviefni áður en gámurinn var sendur áfram til Íslands. Blátt bann við fjölmiðlaumfjöllun Aðalmeðferð málsins hófst í síðustu viku þegar ákærðu komu fyrir dóminn hver á fætur öðrum og gáfu skýrslur. Þá hafa nokkrir íslenskir lögreglumenn komið fyrir dóminn og fjallað um aðkomu þeirra að málinu. Aðalmeðferðinni verður framhaldið 9. febrúar þegar meðal annars verða teknar skýrslur af hollenskum tollvörðum og lögreglumönnum. Dómari fyrirskipaði algjört fjölmiðlabann varðandi það sem fram fór í vitnaleiðslum þar til öllum skýrslutökum er lokið. Það sem fram kemur í þessari grein er alfarið unnið upp úr greinargerðum verjanda Daða og Páls, sem fréttastofa hefur undir höndum. Vísir mun að sjálfsögðu fjalla ítarlega um það sem fram kom í vitnisburði mannanna og annarra vitna um leið og fjölmiðlabanni verður aflétt. Páll vissi af efnunum Aðkoma Páls Jónssonar að málinu hefur vakið talsverða eftirtekt. Páll er af annarri kynslóð en hinir þrír sem eru allir í kringum þrítugt. [Gervi]efnin voru flutt til landsins í gegnum fyrirtæki Páls, Hús og Harðvið. Páll viðurkenndi í skýrslutökum hjá lögreglu að hann hefði vitað af fíkniefni væru falin í timburdrubum. Það kemur sömuleiðis fram í greinargerð Unnsteins Arnars Elvarssonar, verjanda hans. Hann segist þó hafa talið að um mun minna magn væri að ræða eða sex til sjö kíló. Í greinargerðinni er því lýst að árið 2021 hafi einn af ákærðu í málinu leitað til hans og beðið hann að taka þátt í fíkniefnainnflutningi. Hann hafi, eins og því er lýst í greinargerðinni, „tekið þá afleitu ákvörðun að slá til og leyfa viðkomandi að notast við flutningsleið sína.“ Hér má sjá efnin sem um ræðir, hundrað kíló af kókaíni sem falin voru kirfilega inni í viðardrumbum. Fram kemur að ekkert hafi verið rætt um hvað Páll ætti að fá í sinn hlut fyrir þátttökuna, aðeins að það hafi átt að „gera vel við hann.“ Í skýrslutökum lögreglu sagði Páll að hann hafi átt að fá þrjátíu milljónir fyrir verkefnið. Á einum tímapunkti sagðist Páll hafa viljað hætta við en upplifði að það væri ekki mögulegt. Þá hafi verið búið að útvega efnin og koma þeim fyrir í staurunum sem þá voru á leið til landsins. Jóhannes virtist hafa lítið um svör Í greinargerðinni er skýrt frá því að Páll hafi ekki tekið neinar sjálfstæðar ákvarðanir í málinu. Hann hafi sífellt þurft að leita til annarra sakborninga varðandi hvernig hann ætti að bera sig að. „Það á við m.a um leigu á ökutæki til að ferja staurana sem efnið var í, hvert á að fara með efnið, hver tekur við því og þá þarf hann að leita til annarra sakborninga um fjármuni til þess að standa straum af kostnaði sem hann þurfti að bera,“ segir meðal annars. Samskiptum hans við Jóhannes, sem einnig er sakborningur í málinu, er lýst. Þar kemur fram að degi áður en fíkniefnin komu til landsins hafi þeir hist og Páll hafi spurt Jóhannes ýmissa spurninga. Ekki virðist hafa verið mikið um svör, önnur en þau að Jóhannes sagðist þurfa að spyrja „strákana.“ Tekið er fram að samskiptin beri með sér að hvorugir viti mikið um hvað gera skuli við staurana og hvað þá efnin, hvert eigi að fara með þau, hver taki við þeim eða hvert framhaldið sé. Þeir viti sitt hlutverk en annað ekki. Þetta atriði auk annarra telur verjandi Páls sanna að hann hafi ekki komið að skipulagningu og fjármögnun innflutningsins. Hans eina hlutverk hafi verið að sjá um að koma skipagámi fullum af timbri hingað til lands en annað ekki. „Hann hafi upplifað að tilteknir aðilar hafi notað stöðu sína gagnvart honum þar sem hann hafi búið yfir þekkingu til þess að flytja gáma frá Brasilíu og hann hafi þannig verið einskonar „burðardýr““, segir í greinargerðinni. Hafnar ákæru um peningaþvætti Páll er, líkt og aðrir sakborningar, einnig ákærður fyrir peningaþvætti. Honum er gefið að sök að hafa tekið við, geymt og umbreytt rúmum sextán milljónum króna. Hann krefst sýknu í þeim lið. „Það eina sem liggur fyrir í málinu er að ákærði Páll tók við reiðufé frá ótilgreindum aðilum sem hann taldi viðskiptavini sína,“ segir í greinargerðinni. Unnsteinn Örn Elvarsson, Arnar Kormákur Friðriksson og Almar Möller, verjendur sakborninga í málinu. Hafi verið „veikur fyrir“ Annar sakborningur í málinu er Daði Björnsson, þrítugur Reykvíkingur. Verjandi hans, Arnar Kormákur Friðriksson, skilaði einnig greinargerð í málinu. Daði er ákærður fyrir þátt í innflutningi á kókaíninu auk þess að vera ákærður fyrir kannabisræktun og vörslu á maríjúana. Í greinargerðinni segir að forsaga og aðdragandi þess að Daði blandist inn í málið sé að hann hafi um árabil verið í óreglu, neyslu á róandi lyfjum og kannabisi. Hann hafi því leiðst út í ræktun kannabisefna og verið „orðinn veikur fyrir“, líkt og það er orðað, þegar hann var beðinn um að koma að málinu. Daði Björnsson huldi andlit sitt með stílabók. Við hlið hans er Jóhannes Páll Durr, sem einnig er ákærður fyrir aðkomu að málinu.Vísir Í greinargerðinni er það rakið þegar Daði komst í kynni við mann sem bað hann að „vinna fyrir sig ákveðið verk tengt fíkniefnamáli.“ Sá er sagður hafa fengið Daða þau verkefni að leigja iðnaðarhúsnæði, taka á móti trjádrumbum, fjarlægja efnin úr þeim og afhenda öðrum manni. „Viljalaust verkfæri“ í höndum mannsins Fyrir þetta verkefni átti hann að fá greiddar fimm milljónir króna, sem samkvæmt verjanda hans endurspeglar ágætlega „hvaða hugmynd ákærði hafði um umfang og alvarleika málsins.“ Í skýrslutökum hjá lögreglu sagðist Daði hafa átt að fá tíu milljónir. Þetta misræmi skýrði hann með því að hann hafi skammast sín fyrir að hafa ætlað að taka þátt í brotinu fyrir svo lága upphæð þegar umfangið lá fyrir. Fram kemur að frá upphafi málsins hafi Daði aðeins átt í samskiptum við einn mann, fyrrnefndan mann Hann hafi hlýtt fyrirmælum hans í einu og öllu og raun verið orðið „viljalaust verkfæri í höndum mannsins,“ eins og það er orðað í greinargerðinni. Hann hafi upplifað sig fastan og þessum aðstæðum og ekki verið fær um að bakka út. Ekki er komið frekar inn á hver umræddur maður sé í greinargerðinni. Segir hinn raunverulega skipuleggjanda ófundinn Þá segir í greinargerðinni að samkvæmt gögnum málsins sé ljóst að Daði þekki enga af meðákærðu og hafi aldrei átt samskipti við þá, hvorki í tengslum við þetta mál né út af öðru. Verjandi gagnrýnir að því sé lýst í ákæru að Daði hafi sammælst um brot með meðákærðu eða að hann hafi staðið að innflutningi fíkniefna með þeim. Segir hann að ekki þýði að vísa í ákæru til „óþekkts aðila,“ sem lögregla virðist hafa takmarkaðan áhuga að hafa hendur í hárinu á. „Sú staðreynd að hinn raunverulegi skipuleggjandi og fjármögnunaraðili brotsins hafi ekki fundist og ekki hægt að ákæra hann, getur ekki réttlætt að ákærða sé gefið að sök að hafa skipulagt brot, innflutning, sem var hér um bil fullframinn þegar hann fékk fyrst óljósar fregnir af slíkt gæti mögulega staðið til í kringum 3. júlí 2022." „Einhver ljóshærður strákur“ Nafn Daða kom fyrst upp í rannsókn málsins á handtökudeginum 4. ágúst. Þá hafði hann sest inn í sendibíl sem Páll hafði skilið eftir við bensínstöð í Hafnarfirði. Í bílnum voru viðardrumbarnir með efnunum í. Páll og Daði höfðu ekki verið í neinum samskiptum. Í greinargerðinni kemur fram að Páll hafi við handtöku greint frá því að „einhver ljóshærður strákur“ hefði tekið bílinn. Daði fór með sendibílinn í iðnaðarhúsnæði í Gjáhellu sem hann hafði tekið á leigu. Lögreglan hefur undir höndum hljóðupptökur úr Gjáhellu þar sem, samkvæmt greinargerð, má meta sem svo að Daði fái fyrst þar vitneskju um hversu mikið magn fíkniefna væri að ræða. „Strax í upphafi upptökunnar má heyra að sá sem gefur ákærða fyrirmælin lætur hann í upphafi fá þær upplýsingar að þetta eigi að vera 98 og ákærði svarar „já ókei, 98 keys?“ Það liggur því fyrir að ákærði hafi fram að þeim tímapunkti engar upplýsingar um umfang málsins,“ segir í greinargerðinni. Gagnrýna lögreglu fyrir rannsókn málsins Eftir að Daði hafði fjarlægt efnin, sem síðar átti eftir að koma í ljós að voru gerviefni, úr viðardrumbunum, vigtað þau og skipt þeim upp tók hann þrjátíu og fimm kíló með sér en skildi restina eftir í Gjáhellu. Í greinargerðinni segir að hann hafi haft þessi þrjátíu og fimm kíló meðferðis „til að afhenda ótilgreindum manni samkvæmt fyrirmælum.“ Daði var handtekinn þegar hann var á leið úr Gjáhellu upp í Mosfellsbæ. Í greinargerðinni frá verjanda Daða er það gagnrýnt að lögregla hafi ekki fylgt fíkniefnasendingunni betur eftir áður en ráðist var í handtökur. Bent er á að það hafi legið fyrir að um gerviefni væri að ræða og sú aðgerð hefði því verið með öllu áhættulaus. „Ljóst er að sú rannsókn hefði leitt til þess að málið hefði verið betur upplýst," segir í greinargerðinni auk þess sem kemur fram að samskipti í gögnum bendi „sterklega til þess að þeir sem fylgdust með sendingunni hugðust nálgast það sem eftir var af efnunum um það leyti sem lögregla framkvæmdi handtökur." Játaði fíkniefnalagabrot en neitaði peningaþvætti Daði játaði fíkniefnalagabrot skýlaust í greinargerðinni en vildi þó benda á að aðeins hafi verið um tólf kannabisplöntur að ræða í ræktun á heimili sínu í Mosfellsbæ. Ræktunin geti því ekki talist „umfangsmikil." Auk þessara tólf plantna voru aðrar tólf til viðbótar sem „varla höfðu náð því stigi að vera græðlingar," segir í greinargerðinni. Varðandi peningaþvætti þá neitar Daði sök í þeim lið ákærunnar og telur verjandi hans ekki nægilega stoð fyrir þeim í gögnum málsins. Ekki sé hægt að útiloka að þeim sextán milljónum sem honum er gefið að sök að hafa tekið við, geymt og umbreytt með refsiverðum brotum, hafi verið aflað með lögmætum hætti. Meðal annars hafi barnsmóðir hans, meðleigjendur, vinir og aðrir lagt inn á bankareiknins hans og það eigi sér eðlilegar skýringar. Ætlar sér að snúa aftur sem betri maður Í greinagerðinni er greint frá því að Daði hafi umturnað lífi sínu á meðan gæsluvarðhald hans hefur staðið. Hann sé án fíkniefna, sinni námi af fullum krafti og ætli sér að snúa aftur út í samfélagið sem betri maður og faðir fyrir dóttur sína. Níutíu kíló af efnum brennd Í báðum greinargerðunum kemur fram gagnrýni á ýmsa þætti sem snúa að rannsókn málsins. Eðli og innihald sendinganna er dregið í efa hvað varðar þynd, gerð og styrkleika. Aðeins tæp tíu kíló hafi verið vigtuð af hollenskum tollvörðum og en restin af efnunum brennd. Hollenskir tollverðir skiptu efnunum út fyrir gerviefni. Tekin voru sýni úr tíu kílóum en restin var brennd. Gagnrýni verjendanna snýr meðal annars að því að brennsla á efninu hafi farið fram aðeins tíu klukkustundum eftir að aðgerðir hófust, án samráðs við íslensku lögregluna. Þá segir að hvergi liggi fyrir hvernig sýnin, sem ekki voru brennd, hafi verið varðveitt. „Verulegur vafi“ um hversu mikið magn af fíkniefnum í þurru, neysluhæfu formi hefði verið hægt að fá út úr sendingunni. Nánari umfjöllun um málið væntanleg á næstu vikum Verði mennirnir fundnir sekir má búast við að þeirra bíði löng fangelsisvist. Hámarksrefsing fyrir fíkniefnainnflutning er 12 ára fangelsi, en ofan á það gætu bæst dómar fyrir peningaþvætti. Fordæmi eru fyrir þungum dómum í umfangsmiklum fíkniefnamálum og ber þar helst að nefna 12 ára dóm sem tveir karlmenn hlutu í október á síðasta ári, í svokölluðu Saltdreifaramáli. Það eru þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamálum hér á landi. Aðalmeðferð málsins hófst sem áður sagði fimmtudaginn 19. janúar og verður framhaldið þann 9. febrúar. Málinu verður gerð ítarleg skil um leið og fjölmiðlabanni Héraðsdóms verður aflétt. Þá munu sjónarmið ákærðu Birgis og Jóhannesar koma skýrt fram. Verjendur þeirra hafa ekki skilað greinargerð í málinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Hafa allir svarað fyrir sig í stóra kókaínmálinu Fjórir karlmenn sem sæta ákæru í stóra kókaínmálinu svokallaða gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Óhætt er að segja að framburður ákærðu hafi verið um margt athyglisverður. Héraðsdómari tók skýrt fram við upphaf aðalmeðferðar í morgun að fjölmiðlar mættu ekki grein frá því sem fram kæmi fyrr en að lokinni aðalmeðferð. 19. janúar 2023 16:38 Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fer fram í dag Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða langstærsta kókaínmál sem komið hefur upp hér á landi. Fjórum sakborningum í málinu er gefið að sök að hafa flutt inn um hundrað kíló af kókaíni, sem falin voru í sjö trjádrumbum. Reikna má með þungum dómum verði mennirnir fundnir sekir. 19. janúar 2023 08:01 Sagðist í fyrstu skýrslutöku hafa átt að fá greiddar 30 milljónir Karlmaður á sjötugsaldri sem sætir ákæru í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar viðurkenndi í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði átt að fá þrjátíu milljónir króna fyrir sinn hlut í innflutningnum. Í næstu yfirheyrslum dró hann úr framburði sínum og sagði óljóst hve há greiðslan hefði átt að vera. 21. nóvember 2022 16:52 Stóra kókaínmálið: Liðsstjóri landsliðs og timbursali meðal sakborninga Enginn fjögurra sakborninga í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar á að baki sakaferil að ráði og í hópi þeirra eru timbursali og fyrrverandi liðsstjóri hjá íslensku landsliði í rafíþróttum. Málið verður þingfest á miðvikudag. 14. nóvember 2022 12:23 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Hafa allir svarað fyrir sig í stóra kókaínmálinu Fjórir karlmenn sem sæta ákæru í stóra kókaínmálinu svokallaða gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Óhætt er að segja að framburður ákærðu hafi verið um margt athyglisverður. Héraðsdómari tók skýrt fram við upphaf aðalmeðferðar í morgun að fjölmiðlar mættu ekki grein frá því sem fram kæmi fyrr en að lokinni aðalmeðferð. 19. janúar 2023 16:38
Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fer fram í dag Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða langstærsta kókaínmál sem komið hefur upp hér á landi. Fjórum sakborningum í málinu er gefið að sök að hafa flutt inn um hundrað kíló af kókaíni, sem falin voru í sjö trjádrumbum. Reikna má með þungum dómum verði mennirnir fundnir sekir. 19. janúar 2023 08:01
Sagðist í fyrstu skýrslutöku hafa átt að fá greiddar 30 milljónir Karlmaður á sjötugsaldri sem sætir ákæru í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar viðurkenndi í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði átt að fá þrjátíu milljónir króna fyrir sinn hlut í innflutningnum. Í næstu yfirheyrslum dró hann úr framburði sínum og sagði óljóst hve há greiðslan hefði átt að vera. 21. nóvember 2022 16:52
Stóra kókaínmálið: Liðsstjóri landsliðs og timbursali meðal sakborninga Enginn fjögurra sakborninga í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar á að baki sakaferil að ráði og í hópi þeirra eru timbursali og fyrrverandi liðsstjóri hjá íslensku landsliði í rafíþróttum. Málið verður þingfest á miðvikudag. 14. nóvember 2022 12:23
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent