Skiljanlegt í ljósi sögunnar að Þjóðverjar hafi tekið sinn tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2023 16:42 Frá fundi þeirra í dag. Getty/Abdulhamid Hosbas Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skiljanlegt í ljósi sögunnar að Þjóðverjar hafi tekið sér tíma í að ákveða að senda Úkraínumönnum þungavopn. Hún átti fund með Olaf Scholz kanslara í Berlín í dag skömmu eftir að hann greindi þýska þinginu frá ákvörðunum sinni um að senda Leopard skriðdreka til Úkraínu og heimila öðrum þjóðum að gera það einnig. Á sameiginlegum fréttamannafundi Olafs og Katrínar var hún spurð hvort hún óttaðist að þessi ákvörðun Þjóðverja myndi stigmagna stríðið í Úkraínu. „Auðvitað erum við öll með áhyggjur af því hvert framhaldið er í þessu stríði. Það er engin friðsamleg lausn í sjónmáli. Það eru engir slíkir kostir á borðinu sem er auðvitað mjög dapurlegt, og nú hefur stríðið staðið í nærri því ár. Ég tók það líka fram að þessi ákvörðun er tekin að ígrunduðu ráði hjá Þjóðverjum og í nánu samráði við þeirra bandalagsþjóðir, okkar bandalagsþjóðir. Ég skildi það vel að þeir hefðu gefið sér þennan tíma í þessa ákvörðun, því hún er fyrir Þýskaland töluvert stór,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Olaf Scholz staðfesti á fréttamannafundinum að hann myndi sækja heim leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí. Fundurinn væri að hans mati mjög mikilvægur. Þá var Katrín spurð að því á fundinum hvort Ísland hygðist ganga í Evrópusambandið. Katrín sagði það ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar en ítrekaði mikilvægi sambands Íslands við ríki Evrópu sem hún liti á sem nánustu vini Íslendinga. Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Hún átti fund með Olaf Scholz kanslara í Berlín í dag skömmu eftir að hann greindi þýska þinginu frá ákvörðunum sinni um að senda Leopard skriðdreka til Úkraínu og heimila öðrum þjóðum að gera það einnig. Á sameiginlegum fréttamannafundi Olafs og Katrínar var hún spurð hvort hún óttaðist að þessi ákvörðun Þjóðverja myndi stigmagna stríðið í Úkraínu. „Auðvitað erum við öll með áhyggjur af því hvert framhaldið er í þessu stríði. Það er engin friðsamleg lausn í sjónmáli. Það eru engir slíkir kostir á borðinu sem er auðvitað mjög dapurlegt, og nú hefur stríðið staðið í nærri því ár. Ég tók það líka fram að þessi ákvörðun er tekin að ígrunduðu ráði hjá Þjóðverjum og í nánu samráði við þeirra bandalagsþjóðir, okkar bandalagsþjóðir. Ég skildi það vel að þeir hefðu gefið sér þennan tíma í þessa ákvörðun, því hún er fyrir Þýskaland töluvert stór,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Olaf Scholz staðfesti á fréttamannafundinum að hann myndi sækja heim leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí. Fundurinn væri að hans mati mjög mikilvægur. Þá var Katrín spurð að því á fundinum hvort Ísland hygðist ganga í Evrópusambandið. Katrín sagði það ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar en ítrekaði mikilvægi sambands Íslands við ríki Evrópu sem hún liti á sem nánustu vini Íslendinga.
Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira