Augljóst að verið sé að hræða starfsfólkið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. janúar 2023 18:11 Formaður Eflingar segir reynt að hræða starfsfólk Íslandshótela frá því að fara í verkfall sem hún hafi fulla trú á að félagsmenn samþykki. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að afturvirkar launahækkanir standi starfsfólki Eflingar til boða þar til verkfall skelli á. Atkvæðagreiðsla hátt í þrjú hundruð starfsmanna Íslandshótela um boðaðar verkfallsaðgerðir hófst í gær. Atkvæðagreiðslunni lýkur á mánudaginn og þá verður ljóst hvort að félagsmenn vilji fara í verkfall. Stjórn Samtaka atvinnulífsins ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að styðja við Íslandshótel fjárhagslega ef til verkfalls kemur. „Það þýðir að vinnudeilusjóður Samtaka atvinnulífsins mun bæta Íslandshótelum upp það tjón sem hlýst af ef boðuð verkföll koma til framkvæmda,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir ljóst að Samtök atvinnulífsins séu tilbúin til að gera margt annað en að semja við Eflingu. Sjá má viðtalið við Sólveigu Önnu í heild sinni hér að neðan: „Það er auðvitað áhugavert fyrir okkur að sjá að menn eru bókstaflega tilbúnir til þess að gera hvað sem er annað en að semja við Eflingu á þeim forsendum sem að við förum fram á. Bókstaflega tilbúið til að gera allt annað en að viðurkenna að hér stritar fólk baki brotnu en nær samt aldrei endum saman en á þessum tímapunkti verð ég bara að segja að það er ekkert lengur sem að kemur okkur á óvart. Menn eru tilbúnir til þess að leggjast ansi lágt í stað þess að verða við bara sjálfsögðum og eðlilegum kröfum um örlítið meiri sanngirni.“ Framkvæmdastjóri Íslandshótela sagði í fréttum okkar í gær að Efling hafi dregið upp mjög einsleita mynd af stöðunni fyrir starfsfólkið og að hann búist ekki við því að verkfall verði samþykkt. „Við skynjum mikinn og raunverulegan vilja til þess að berjast fyrir betri kjörum. Það er alþekkt í baráttu sem snýst um það að brjóta niður verkalýðsbaráttu að grípa til ráða eins og þeir hafa gert að safna fólki saman, halda fundi sem fólk verður að mæta á á vinnutíma til þess að hræða það. Til þess að dæla í það einmitt röngum upplýsingum,“ segir Sólveig. Hún sé á því að forsvarsmenn Íslandshótela hafi verið að hræða starfsfólk sitt. „Ég held að það hljóti allir sem að eru færir um að lesa fréttir og fylgjast með þeim að geta komist að þeirri niðurstöðu það er augljóst.“ Sólveig á von á að samþykkt verði að fara í verkfall. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir afturvirkar launahækkanir enn í boði fyrir Eflingu. Sjá má viðtalið við Halldór Benjamín í heild sinni hér að neðan: „Afturvirkni fellur niður þegar að verkfall kemur til framkvæmda. Það er alveg skýrt,“ segir Halldór. Sólveig sér ekki fyrir sér að sest verði við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara á næstunni. „Embætti ríkissáttasemjara virðist ekki hafa nein tól til þess einmitt að leysa deilu sem að snýst um alvarleg stéttaátök og embætti ríkissáttasemjara ber einmitt ábyrgð á því að hafa einmitt látið það gerast að menn lokuðu sig inni á maraþonfundum og virðast á þeim maraþonfundum hafa komist að þeirri niðurstöðu að það væri þeirra að svipta Eflingu sjálfstæðu samningsumboði.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Atkvæðagreiðsla hátt í þrjú hundruð starfsmanna Íslandshótela um boðaðar verkfallsaðgerðir hófst í gær. Atkvæðagreiðslunni lýkur á mánudaginn og þá verður ljóst hvort að félagsmenn vilji fara í verkfall. Stjórn Samtaka atvinnulífsins ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að styðja við Íslandshótel fjárhagslega ef til verkfalls kemur. „Það þýðir að vinnudeilusjóður Samtaka atvinnulífsins mun bæta Íslandshótelum upp það tjón sem hlýst af ef boðuð verkföll koma til framkvæmda,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir ljóst að Samtök atvinnulífsins séu tilbúin til að gera margt annað en að semja við Eflingu. Sjá má viðtalið við Sólveigu Önnu í heild sinni hér að neðan: „Það er auðvitað áhugavert fyrir okkur að sjá að menn eru bókstaflega tilbúnir til þess að gera hvað sem er annað en að semja við Eflingu á þeim forsendum sem að við förum fram á. Bókstaflega tilbúið til að gera allt annað en að viðurkenna að hér stritar fólk baki brotnu en nær samt aldrei endum saman en á þessum tímapunkti verð ég bara að segja að það er ekkert lengur sem að kemur okkur á óvart. Menn eru tilbúnir til þess að leggjast ansi lágt í stað þess að verða við bara sjálfsögðum og eðlilegum kröfum um örlítið meiri sanngirni.“ Framkvæmdastjóri Íslandshótela sagði í fréttum okkar í gær að Efling hafi dregið upp mjög einsleita mynd af stöðunni fyrir starfsfólkið og að hann búist ekki við því að verkfall verði samþykkt. „Við skynjum mikinn og raunverulegan vilja til þess að berjast fyrir betri kjörum. Það er alþekkt í baráttu sem snýst um það að brjóta niður verkalýðsbaráttu að grípa til ráða eins og þeir hafa gert að safna fólki saman, halda fundi sem fólk verður að mæta á á vinnutíma til þess að hræða það. Til þess að dæla í það einmitt röngum upplýsingum,“ segir Sólveig. Hún sé á því að forsvarsmenn Íslandshótela hafi verið að hræða starfsfólk sitt. „Ég held að það hljóti allir sem að eru færir um að lesa fréttir og fylgjast með þeim að geta komist að þeirri niðurstöðu það er augljóst.“ Sólveig á von á að samþykkt verði að fara í verkfall. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir afturvirkar launahækkanir enn í boði fyrir Eflingu. Sjá má viðtalið við Halldór Benjamín í heild sinni hér að neðan: „Afturvirkni fellur niður þegar að verkfall kemur til framkvæmda. Það er alveg skýrt,“ segir Halldór. Sólveig sér ekki fyrir sér að sest verði við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara á næstunni. „Embætti ríkissáttasemjara virðist ekki hafa nein tól til þess einmitt að leysa deilu sem að snýst um alvarleg stéttaátök og embætti ríkissáttasemjara ber einmitt ábyrgð á því að hafa einmitt látið það gerast að menn lokuðu sig inni á maraþonfundum og virðast á þeim maraþonfundum hafa komist að þeirri niðurstöðu að það væri þeirra að svipta Eflingu sjálfstæðu samningsumboði.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira