Augljóst að verið sé að hræða starfsfólkið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. janúar 2023 18:11 Formaður Eflingar segir reynt að hræða starfsfólk Íslandshótela frá því að fara í verkfall sem hún hafi fulla trú á að félagsmenn samþykki. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að afturvirkar launahækkanir standi starfsfólki Eflingar til boða þar til verkfall skelli á. Atkvæðagreiðsla hátt í þrjú hundruð starfsmanna Íslandshótela um boðaðar verkfallsaðgerðir hófst í gær. Atkvæðagreiðslunni lýkur á mánudaginn og þá verður ljóst hvort að félagsmenn vilji fara í verkfall. Stjórn Samtaka atvinnulífsins ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að styðja við Íslandshótel fjárhagslega ef til verkfalls kemur. „Það þýðir að vinnudeilusjóður Samtaka atvinnulífsins mun bæta Íslandshótelum upp það tjón sem hlýst af ef boðuð verkföll koma til framkvæmda,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir ljóst að Samtök atvinnulífsins séu tilbúin til að gera margt annað en að semja við Eflingu. Sjá má viðtalið við Sólveigu Önnu í heild sinni hér að neðan: „Það er auðvitað áhugavert fyrir okkur að sjá að menn eru bókstaflega tilbúnir til þess að gera hvað sem er annað en að semja við Eflingu á þeim forsendum sem að við förum fram á. Bókstaflega tilbúið til að gera allt annað en að viðurkenna að hér stritar fólk baki brotnu en nær samt aldrei endum saman en á þessum tímapunkti verð ég bara að segja að það er ekkert lengur sem að kemur okkur á óvart. Menn eru tilbúnir til þess að leggjast ansi lágt í stað þess að verða við bara sjálfsögðum og eðlilegum kröfum um örlítið meiri sanngirni.“ Framkvæmdastjóri Íslandshótela sagði í fréttum okkar í gær að Efling hafi dregið upp mjög einsleita mynd af stöðunni fyrir starfsfólkið og að hann búist ekki við því að verkfall verði samþykkt. „Við skynjum mikinn og raunverulegan vilja til þess að berjast fyrir betri kjörum. Það er alþekkt í baráttu sem snýst um það að brjóta niður verkalýðsbaráttu að grípa til ráða eins og þeir hafa gert að safna fólki saman, halda fundi sem fólk verður að mæta á á vinnutíma til þess að hræða það. Til þess að dæla í það einmitt röngum upplýsingum,“ segir Sólveig. Hún sé á því að forsvarsmenn Íslandshótela hafi verið að hræða starfsfólk sitt. „Ég held að það hljóti allir sem að eru færir um að lesa fréttir og fylgjast með þeim að geta komist að þeirri niðurstöðu það er augljóst.“ Sólveig á von á að samþykkt verði að fara í verkfall. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir afturvirkar launahækkanir enn í boði fyrir Eflingu. Sjá má viðtalið við Halldór Benjamín í heild sinni hér að neðan: „Afturvirkni fellur niður þegar að verkfall kemur til framkvæmda. Það er alveg skýrt,“ segir Halldór. Sólveig sér ekki fyrir sér að sest verði við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara á næstunni. „Embætti ríkissáttasemjara virðist ekki hafa nein tól til þess einmitt að leysa deilu sem að snýst um alvarleg stéttaátök og embætti ríkissáttasemjara ber einmitt ábyrgð á því að hafa einmitt látið það gerast að menn lokuðu sig inni á maraþonfundum og virðast á þeim maraþonfundum hafa komist að þeirri niðurstöðu að það væri þeirra að svipta Eflingu sjálfstæðu samningsumboði.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Atkvæðagreiðsla hátt í þrjú hundruð starfsmanna Íslandshótela um boðaðar verkfallsaðgerðir hófst í gær. Atkvæðagreiðslunni lýkur á mánudaginn og þá verður ljóst hvort að félagsmenn vilji fara í verkfall. Stjórn Samtaka atvinnulífsins ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að styðja við Íslandshótel fjárhagslega ef til verkfalls kemur. „Það þýðir að vinnudeilusjóður Samtaka atvinnulífsins mun bæta Íslandshótelum upp það tjón sem hlýst af ef boðuð verkföll koma til framkvæmda,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir ljóst að Samtök atvinnulífsins séu tilbúin til að gera margt annað en að semja við Eflingu. Sjá má viðtalið við Sólveigu Önnu í heild sinni hér að neðan: „Það er auðvitað áhugavert fyrir okkur að sjá að menn eru bókstaflega tilbúnir til þess að gera hvað sem er annað en að semja við Eflingu á þeim forsendum sem að við förum fram á. Bókstaflega tilbúið til að gera allt annað en að viðurkenna að hér stritar fólk baki brotnu en nær samt aldrei endum saman en á þessum tímapunkti verð ég bara að segja að það er ekkert lengur sem að kemur okkur á óvart. Menn eru tilbúnir til þess að leggjast ansi lágt í stað þess að verða við bara sjálfsögðum og eðlilegum kröfum um örlítið meiri sanngirni.“ Framkvæmdastjóri Íslandshótela sagði í fréttum okkar í gær að Efling hafi dregið upp mjög einsleita mynd af stöðunni fyrir starfsfólkið og að hann búist ekki við því að verkfall verði samþykkt. „Við skynjum mikinn og raunverulegan vilja til þess að berjast fyrir betri kjörum. Það er alþekkt í baráttu sem snýst um það að brjóta niður verkalýðsbaráttu að grípa til ráða eins og þeir hafa gert að safna fólki saman, halda fundi sem fólk verður að mæta á á vinnutíma til þess að hræða það. Til þess að dæla í það einmitt röngum upplýsingum,“ segir Sólveig. Hún sé á því að forsvarsmenn Íslandshótela hafi verið að hræða starfsfólk sitt. „Ég held að það hljóti allir sem að eru færir um að lesa fréttir og fylgjast með þeim að geta komist að þeirri niðurstöðu það er augljóst.“ Sólveig á von á að samþykkt verði að fara í verkfall. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir afturvirkar launahækkanir enn í boði fyrir Eflingu. Sjá má viðtalið við Halldór Benjamín í heild sinni hér að neðan: „Afturvirkni fellur niður þegar að verkfall kemur til framkvæmda. Það er alveg skýrt,“ segir Halldór. Sólveig sér ekki fyrir sér að sest verði við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara á næstunni. „Embætti ríkissáttasemjara virðist ekki hafa nein tól til þess einmitt að leysa deilu sem að snýst um alvarleg stéttaátök og embætti ríkissáttasemjara ber einmitt ábyrgð á því að hafa einmitt látið það gerast að menn lokuðu sig inni á maraþonfundum og virðast á þeim maraþonfundum hafa komist að þeirri niðurstöðu að það væri þeirra að svipta Eflingu sjálfstæðu samningsumboði.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira