„Hættulegt fordæmi til framtíðar“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 26. janúar 2023 12:34 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir miðlunartillögu ríkissáttasemjara vera vonbrigði. Vísir/Egill Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir miðlunartillögu ríkissáttasemjara vera vonbrigði. Halldór segist óttast að þetta gefi slæmt fordæmi til framtíðar. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. Halldór segir þetta mikil vonbrigði og segir samtökin hafa talað gegn inngripum ríkisvaldsins. „Já, við erum svo sem bara að meta stöðuna og átta okkur á hvað þetta þýðir. Þetta eru náttúrulega vonbrigði fyrst og fremst og þýðir að báðum aðilum hefur mistekist. Miðlunartillaga er ekkert annað en skipbrot samtalsins. Hingað til höfum við talað gegn inngripum ríkisvaldsins í kjaradeilur. Við viljum semja við okkar viðsemjendur. Þessi deila var auðvitað komin í mjög harðan hnút og ég var að horfa á fréttamannafundinn líka þar sem ríkissáttasemjari er að tala um afturvirknina. Við hefðum viljað geta tekist á við Eflingu eftir þeim leiðum sem vinnulöggjöfin leyfir. Við vorum tilbúin að fylgja því eftir.“ Hefði kosið aðra leið Halldór hefði frekar kosið að forysta Eflingar hefði sjálf sett samningstilboðið í atkvæðagreiðslu. „Já, en við þurfum að semja aftur við Eflingu og öll önnur stéttarfélög landsins. Ég hefði kosið að forysta Eflingar hefði sett þennan kjarasamning sjálf í atkvæðagreiðslu. Það hefði verið eðlileg framvinda að sjá og kanna hug síns félagsfólks. Það var ekkert að fara að gerast í þessu tilviki eins og ég met stöðuna. En núna þurfum við bara að fara yfir þetta. Á endanum er þetta atkvæðagreiðsla bæði okkar megin og Eflingarmegin. Við munum nýta daginn í það.“ Óttast fordæmið Halldór segir samtökin munu funda með sínum félagsmönnum í dag en óttast fordæmið. „Ég óttast það að þetta gefi slæmt fordæmi til framtíðar. Það er þannig að samningar á vinnumarkaði eru þannig að það er alltaf samningur sem tekur við af samningi. Við þurfum að semja aftur við þessi verkalýðsfélög og get tekir undir það að ég óttast það fordæmi sem verið er að setja hér.“ Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Efling hafnar lögmæti miðlunartillögunnar Efling hafnar lögmæti þeirrar miðlunartillögu sem ríkisáttasemjari hefur lagt fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stéttarfélagið telur miðlunartillöguna fela það í sér að afstöðu SA sé þröngvað upp á Eflingu. 26. janúar 2023 11:58 Setur miðlunartillögu í atkvæðagreiðslu Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur lagt fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. 26. janúar 2023 11:25 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. Halldór segir þetta mikil vonbrigði og segir samtökin hafa talað gegn inngripum ríkisvaldsins. „Já, við erum svo sem bara að meta stöðuna og átta okkur á hvað þetta þýðir. Þetta eru náttúrulega vonbrigði fyrst og fremst og þýðir að báðum aðilum hefur mistekist. Miðlunartillaga er ekkert annað en skipbrot samtalsins. Hingað til höfum við talað gegn inngripum ríkisvaldsins í kjaradeilur. Við viljum semja við okkar viðsemjendur. Þessi deila var auðvitað komin í mjög harðan hnút og ég var að horfa á fréttamannafundinn líka þar sem ríkissáttasemjari er að tala um afturvirknina. Við hefðum viljað geta tekist á við Eflingu eftir þeim leiðum sem vinnulöggjöfin leyfir. Við vorum tilbúin að fylgja því eftir.“ Hefði kosið aðra leið Halldór hefði frekar kosið að forysta Eflingar hefði sjálf sett samningstilboðið í atkvæðagreiðslu. „Já, en við þurfum að semja aftur við Eflingu og öll önnur stéttarfélög landsins. Ég hefði kosið að forysta Eflingar hefði sett þennan kjarasamning sjálf í atkvæðagreiðslu. Það hefði verið eðlileg framvinda að sjá og kanna hug síns félagsfólks. Það var ekkert að fara að gerast í þessu tilviki eins og ég met stöðuna. En núna þurfum við bara að fara yfir þetta. Á endanum er þetta atkvæðagreiðsla bæði okkar megin og Eflingarmegin. Við munum nýta daginn í það.“ Óttast fordæmið Halldór segir samtökin munu funda með sínum félagsmönnum í dag en óttast fordæmið. „Ég óttast það að þetta gefi slæmt fordæmi til framtíðar. Það er þannig að samningar á vinnumarkaði eru þannig að það er alltaf samningur sem tekur við af samningi. Við þurfum að semja aftur við þessi verkalýðsfélög og get tekir undir það að ég óttast það fordæmi sem verið er að setja hér.“
Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Efling hafnar lögmæti miðlunartillögunnar Efling hafnar lögmæti þeirrar miðlunartillögu sem ríkisáttasemjari hefur lagt fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stéttarfélagið telur miðlunartillöguna fela það í sér að afstöðu SA sé þröngvað upp á Eflingu. 26. janúar 2023 11:58 Setur miðlunartillögu í atkvæðagreiðslu Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur lagt fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. 26. janúar 2023 11:25 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Efling hafnar lögmæti miðlunartillögunnar Efling hafnar lögmæti þeirrar miðlunartillögu sem ríkisáttasemjari hefur lagt fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stéttarfélagið telur miðlunartillöguna fela það í sér að afstöðu SA sé þröngvað upp á Eflingu. 26. janúar 2023 11:58
Setur miðlunartillögu í atkvæðagreiðslu Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur lagt fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. 26. janúar 2023 11:25