Finnst þér þú eiga rétt á að skoða rafræn samskipti maka? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 28. janúar 2023 07:00 Hafa rafræn samskipti þín eða makans valdið einhvers konar vandamálum í sambandinu? Getty Íslenska kvikmyndin Villibráð hefur hlotið mikla athygli eftir að hún var frumsýnd þann 6. janúar og hefur verið vinsælasta myndin í bíóhúsum síðustu þrjár vikur. Inntakið, svik í samböndum sem komast upp í ansi djörfum samkvæmisleik vinahóps í vesturbæ Reykjavíkur, virðist ýta hressilega við áhorfendum þegar ævintýraleg atburðarásin byrjar taktískt að kitla allar taugarnar. Hlátur, stress, vændræðalegheit, sorg, spenna, sannleikur og svik. Taugatrekkjandi tilfinningakokteill sem virðist samt sem áður fullkomin pörun við átta rétta mislukkaðan matseðil kvöldsins. Án þess að rýna í söguþráð myndarinnar er óhætt að segja að rafræn samskipti og óvænt opinberun þeirra sé kjarninn og það sem fær líklega flesta áhorfendur til að hugsa, líta sér nær, já eða jafnvel fjær. Einkasamtöl, einkamál? Hvenær eru rafræn samskipti svik og hvenær eru þau einfaldlega bara sár eða óheppileg fyrir þann sem sér þau og á ekki að sjá þau? Ekki eru öll samtöl eða samskipti sem við eigum ætluð allra eyrum eða augum, án þess að þau séu á einhvern hátt svik eða feluleikur. Það telst eðlilegt að flestir vilji eiga sín einkasamtöl, sín einkamál. Geta rætt við trúnaðarvini um sambandið, fjármálin eða fjölskylduna og svo fram eftir götunum. Svo er það hin hlið peningsins. Samtölin og samskiptin sem eru hreinlega svik. Framhjáhald, feluleikir eða fals. Ástarsambönd geta verið æði ólík, af öllum toga og misjafnt hvað einstaklingum eða pörum finnst viðeigandi og hvað ekki. En hvar liggja mörkin þegar kemur að rafrænum samskiptum, spjalli eða hegðun á samfélagsmiðlum? Á meðan einhver pör eru nokkuð samstíga þegar kemur að þessum málum eru önnur sem eru það alls ekki. Í þeim samböndum geta samskipti eða hegðun á samfélagsmiðlum valdið mikilli spennu eða vandræðum í sambandinu, jafnvel sambandsslitum. Spurning vikunnar er að þessu sinni sprottin út frá þessum hugleiðingum og beint til allra þeirra sem eru í ástarsambandi. Könnuninn er kynjaskipt og fólk beðið að svara þeirri könnun sem á við. Finnst þér þú eiga rétt á að skoða rafræn samskipti maka? Konur svara hér: Karlar svara hér: Kvár svara hér: Þeir sem hafa áhuga á því að deila sinni upplifun/sögu tengdri rafrænum samskiptum í ástarsamböndum er bent á netfangið: makamal@syn.is. Fullum trúnaði heitið. Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Bakaríið Bylgjan Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Hlátur, stress, vændræðalegheit, sorg, spenna, sannleikur og svik. Taugatrekkjandi tilfinningakokteill sem virðist samt sem áður fullkomin pörun við átta rétta mislukkaðan matseðil kvöldsins. Án þess að rýna í söguþráð myndarinnar er óhætt að segja að rafræn samskipti og óvænt opinberun þeirra sé kjarninn og það sem fær líklega flesta áhorfendur til að hugsa, líta sér nær, já eða jafnvel fjær. Einkasamtöl, einkamál? Hvenær eru rafræn samskipti svik og hvenær eru þau einfaldlega bara sár eða óheppileg fyrir þann sem sér þau og á ekki að sjá þau? Ekki eru öll samtöl eða samskipti sem við eigum ætluð allra eyrum eða augum, án þess að þau séu á einhvern hátt svik eða feluleikur. Það telst eðlilegt að flestir vilji eiga sín einkasamtöl, sín einkamál. Geta rætt við trúnaðarvini um sambandið, fjármálin eða fjölskylduna og svo fram eftir götunum. Svo er það hin hlið peningsins. Samtölin og samskiptin sem eru hreinlega svik. Framhjáhald, feluleikir eða fals. Ástarsambönd geta verið æði ólík, af öllum toga og misjafnt hvað einstaklingum eða pörum finnst viðeigandi og hvað ekki. En hvar liggja mörkin þegar kemur að rafrænum samskiptum, spjalli eða hegðun á samfélagsmiðlum? Á meðan einhver pör eru nokkuð samstíga þegar kemur að þessum málum eru önnur sem eru það alls ekki. Í þeim samböndum geta samskipti eða hegðun á samfélagsmiðlum valdið mikilli spennu eða vandræðum í sambandinu, jafnvel sambandsslitum. Spurning vikunnar er að þessu sinni sprottin út frá þessum hugleiðingum og beint til allra þeirra sem eru í ástarsambandi. Könnuninn er kynjaskipt og fólk beðið að svara þeirri könnun sem á við. Finnst þér þú eiga rétt á að skoða rafræn samskipti maka? Konur svara hér: Karlar svara hér: Kvár svara hér: Þeir sem hafa áhuga á því að deila sinni upplifun/sögu tengdri rafrænum samskiptum í ástarsamböndum er bent á netfangið: makamal@syn.is. Fullum trúnaði heitið.
Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Bakaríið Bylgjan Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira