Annar Þjóðverji handtekinn vegna njósna fyrir Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2023 16:38 Maðurinn sem handtekinn var í dag er sagður heita Arthur E. og er hann grunaður um að hafa fært rússneskum yfirvöldum leynilegar upplýsingar, sem starfsmaður þýsku leyniþjónustunnar BND lak til hans. Getty/Christophe Gateau Lögreglan í Þýskalandi handtók á sunnudaginn annan mann vegna umfangsmikils og vandræðalegs njósnamáls. Í desember var starfsmaður BND, leyniþjónustu Þýskalands, handtekinn og er sá grunaður um að hafa njósnað fyrir Rússa. Maðurinn sem handtekinn var í dag er sagður heita Arthur E. og er hann þýskur ríkisborgari. Hann var handtekinn er hann kom til Þýskalands frá Bandaríkjunum á sunnudaginn en handtakan var ekki opinberuð fyrr en í dag. Arthur er grunaður um að hafa fært rússneskum yfirvöldum leynilegar upplýsingar sem Carsten L., áðurnefndur starfsmaður BND, stal frá leyniþjónustunni, samkvæmt frétt DW. Arthur er ekki starfsmaður BND en Carsten var handtekinn í desember. Lögreglan í Þýskalandi naut aðstoðar Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Fyrrverandi yfirmaður í þýska hernum, sem starfaði enn í varalið hersins, var dæmdur í nóvember í fyrra fyrir að leka upplýsingum til rússneskra njósnara. Þá var yfirmaður netvarna Þýskalands rekinn í október eftir að þýskir fjölmiðlar bentu á að hann tengdist fólki sem vinnur í rússneskum leyniþjónustum. Árið 2021 var starfsmaður þýska þingsins ákærður fyrir að hafa lekið teikningum og öðrum gögnum um þinghúsið til starfsmanns sendiráðs Rússlands í Berlín. Sjá einnig: Sendi teikningar af þinghúsi Þýskalands til rússnesks njósnara Síðast þegar mál sem þetta kom upp var árið 2016 þegar fyrrverandi starfsmaður BND var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að leka leynilegum upplýsingum til Bandaríkjanna. Innrás Rússa í Úkraínu hefur leitt til aukinna áhyggja af njósnum þeirra á meginlandi Evrópu. Mörg ríki heimsálfunnar hafa vísað fjölmörgum rússneskum erindrekum og meintum njósnurum úr landi. Þýskaland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vann fyrir rússneskan auðjöfur sem hann átti að rannsaka Saksóknarar ákærðu í gær mann sem var einn af æðstu starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna í New York. Charles McGonigal er sakaður um að hafa unnið fyrir rússneskan auðjöfur sem hann var með til rannsóknar. 24. janúar 2023 10:06 Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að njósna um Svía fyrir Rússa Dómstóll í Stokkhólmi hefur dæmt tvo bræður í fangelsi fyrir njósnir en þeir voru sagðir hafa veitt Rússum upplýsingar sem gætu skaðað þjóðaröryggi Svía. Eldri bróðirinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi en sá yngri fékk tæplega tíu ára dóm. Sérfræðingur segir brot af þessari stærðargráðu sjaldgæf í Svíþjóð. 19. janúar 2023 12:50 Njósnari Breta tekinn af lífi í Íran Bresk-íranski maðurinn Alireza Akbari var tekinn af lífi í Íran eftir að hafa verið sakaður um njósnir fyrir Bretland. Aftakan hefur verið fordæmd bæði í Bretlandi og í Íran. 14. janúar 2023 12:05 Falsa ásakanir gegn eigin njósnara Þegar 36 ára gamall maður undir nafninu Victor Muller Ferreira lenti á flugvelli í Sao Paulo í apríl var hann fljótt handtekinn. Yfirvöld í Brasilíu höfðu verið vöruð við því að maðurinn héti í raun Sergey Cherkasov og væri rússneskur njósnari sem hefði skömmu áður reynt að verða starfsnemi hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Hag. 29. nóvember 2022 13:12 Njósnararnir í Stokkhólmi eru rússnesk hjón á sjötugsaldri Lögregluþjónar og hermenn handtóku í morgun rússnesk hjón í úthverfi Stokkhólms í Svíþjóð. Klukkan sex að staðartíma í morgun var tveimur herþyrlum flogið að heimili hjónanna og út streymdu menn sem handtóku þau en hjónin eru grunuð um njósnir í Svíþjóð og öðru ríki í um tíu ár. 22. nóvember 2022 15:29 Njósnarinn í Tromsö sagður vera ofursti í GRU Yfirvöld í Noregi hafa nafngreint rússneskan njósnara sem handtekinn var nýverið í Tromsö. Sá heitir Mikhail Valerievich Mikushin og er fæddur árið 1978 í Rússlandi. Hann er talinn vera ofursti í GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. 28. október 2022 15:40 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
Maðurinn sem handtekinn var í dag er sagður heita Arthur E. og er hann þýskur ríkisborgari. Hann var handtekinn er hann kom til Þýskalands frá Bandaríkjunum á sunnudaginn en handtakan var ekki opinberuð fyrr en í dag. Arthur er grunaður um að hafa fært rússneskum yfirvöldum leynilegar upplýsingar sem Carsten L., áðurnefndur starfsmaður BND, stal frá leyniþjónustunni, samkvæmt frétt DW. Arthur er ekki starfsmaður BND en Carsten var handtekinn í desember. Lögreglan í Þýskalandi naut aðstoðar Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Fyrrverandi yfirmaður í þýska hernum, sem starfaði enn í varalið hersins, var dæmdur í nóvember í fyrra fyrir að leka upplýsingum til rússneskra njósnara. Þá var yfirmaður netvarna Þýskalands rekinn í október eftir að þýskir fjölmiðlar bentu á að hann tengdist fólki sem vinnur í rússneskum leyniþjónustum. Árið 2021 var starfsmaður þýska þingsins ákærður fyrir að hafa lekið teikningum og öðrum gögnum um þinghúsið til starfsmanns sendiráðs Rússlands í Berlín. Sjá einnig: Sendi teikningar af þinghúsi Þýskalands til rússnesks njósnara Síðast þegar mál sem þetta kom upp var árið 2016 þegar fyrrverandi starfsmaður BND var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að leka leynilegum upplýsingum til Bandaríkjanna. Innrás Rússa í Úkraínu hefur leitt til aukinna áhyggja af njósnum þeirra á meginlandi Evrópu. Mörg ríki heimsálfunnar hafa vísað fjölmörgum rússneskum erindrekum og meintum njósnurum úr landi.
Þýskaland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vann fyrir rússneskan auðjöfur sem hann átti að rannsaka Saksóknarar ákærðu í gær mann sem var einn af æðstu starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna í New York. Charles McGonigal er sakaður um að hafa unnið fyrir rússneskan auðjöfur sem hann var með til rannsóknar. 24. janúar 2023 10:06 Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að njósna um Svía fyrir Rússa Dómstóll í Stokkhólmi hefur dæmt tvo bræður í fangelsi fyrir njósnir en þeir voru sagðir hafa veitt Rússum upplýsingar sem gætu skaðað þjóðaröryggi Svía. Eldri bróðirinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi en sá yngri fékk tæplega tíu ára dóm. Sérfræðingur segir brot af þessari stærðargráðu sjaldgæf í Svíþjóð. 19. janúar 2023 12:50 Njósnari Breta tekinn af lífi í Íran Bresk-íranski maðurinn Alireza Akbari var tekinn af lífi í Íran eftir að hafa verið sakaður um njósnir fyrir Bretland. Aftakan hefur verið fordæmd bæði í Bretlandi og í Íran. 14. janúar 2023 12:05 Falsa ásakanir gegn eigin njósnara Þegar 36 ára gamall maður undir nafninu Victor Muller Ferreira lenti á flugvelli í Sao Paulo í apríl var hann fljótt handtekinn. Yfirvöld í Brasilíu höfðu verið vöruð við því að maðurinn héti í raun Sergey Cherkasov og væri rússneskur njósnari sem hefði skömmu áður reynt að verða starfsnemi hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Hag. 29. nóvember 2022 13:12 Njósnararnir í Stokkhólmi eru rússnesk hjón á sjötugsaldri Lögregluþjónar og hermenn handtóku í morgun rússnesk hjón í úthverfi Stokkhólms í Svíþjóð. Klukkan sex að staðartíma í morgun var tveimur herþyrlum flogið að heimili hjónanna og út streymdu menn sem handtóku þau en hjónin eru grunuð um njósnir í Svíþjóð og öðru ríki í um tíu ár. 22. nóvember 2022 15:29 Njósnarinn í Tromsö sagður vera ofursti í GRU Yfirvöld í Noregi hafa nafngreint rússneskan njósnara sem handtekinn var nýverið í Tromsö. Sá heitir Mikhail Valerievich Mikushin og er fæddur árið 1978 í Rússlandi. Hann er talinn vera ofursti í GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. 28. október 2022 15:40 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
Vann fyrir rússneskan auðjöfur sem hann átti að rannsaka Saksóknarar ákærðu í gær mann sem var einn af æðstu starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna í New York. Charles McGonigal er sakaður um að hafa unnið fyrir rússneskan auðjöfur sem hann var með til rannsóknar. 24. janúar 2023 10:06
Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að njósna um Svía fyrir Rússa Dómstóll í Stokkhólmi hefur dæmt tvo bræður í fangelsi fyrir njósnir en þeir voru sagðir hafa veitt Rússum upplýsingar sem gætu skaðað þjóðaröryggi Svía. Eldri bróðirinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi en sá yngri fékk tæplega tíu ára dóm. Sérfræðingur segir brot af þessari stærðargráðu sjaldgæf í Svíþjóð. 19. janúar 2023 12:50
Njósnari Breta tekinn af lífi í Íran Bresk-íranski maðurinn Alireza Akbari var tekinn af lífi í Íran eftir að hafa verið sakaður um njósnir fyrir Bretland. Aftakan hefur verið fordæmd bæði í Bretlandi og í Íran. 14. janúar 2023 12:05
Falsa ásakanir gegn eigin njósnara Þegar 36 ára gamall maður undir nafninu Victor Muller Ferreira lenti á flugvelli í Sao Paulo í apríl var hann fljótt handtekinn. Yfirvöld í Brasilíu höfðu verið vöruð við því að maðurinn héti í raun Sergey Cherkasov og væri rússneskur njósnari sem hefði skömmu áður reynt að verða starfsnemi hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Hag. 29. nóvember 2022 13:12
Njósnararnir í Stokkhólmi eru rússnesk hjón á sjötugsaldri Lögregluþjónar og hermenn handtóku í morgun rússnesk hjón í úthverfi Stokkhólms í Svíþjóð. Klukkan sex að staðartíma í morgun var tveimur herþyrlum flogið að heimili hjónanna og út streymdu menn sem handtóku þau en hjónin eru grunuð um njósnir í Svíþjóð og öðru ríki í um tíu ár. 22. nóvember 2022 15:29
Njósnarinn í Tromsö sagður vera ofursti í GRU Yfirvöld í Noregi hafa nafngreint rússneskan njósnara sem handtekinn var nýverið í Tromsö. Sá heitir Mikhail Valerievich Mikushin og er fæddur árið 1978 í Rússlandi. Hann er talinn vera ofursti í GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. 28. október 2022 15:40