HSÍ fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ Smári Jökull Jónsson skrifar 26. janúar 2023 18:00 Handknattleikslandslið karla tók nýverið þátt á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. HSÍ fær mest allra úr Afrekssjóði ÍSÍ. Vísir/Vilhelm Handknattleikssamband Íslands fær hæstu upphæðina úr Afrekssjóði ÍSÍ en tilkynnt var um úthlutun sjóðsins í dag. Alls úthlutar Afrekssjóðurinn meira en 500 milljónum til sérsambanda fyrir árið 2023. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu nú síðdegis þar sem sagt var frá úthlutun úr Afrekssjóði sambandsins fyrir árið 2023. Alls fá þrjátíu og tvö sérsambönd styrk úr sjóðnum af þeim þrjátíu og fimm sem sóttu um styrk. Styrkurinn nemur samtals rúmlega 535 milljónum og er hann tvískiptur, á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ í lok desember var úthlutað 205 milljónum og á fundi í janúar rúmlega 330 milljónum. Ríkið leggur til tæplega 400 milljónir í sjóðinn en það framlag hefur haldist óbreytt síðustu ár. Í tilkynningunni er sagt að Afrekssjóður ÍSÍ sé að öðru leyti fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá. Handknattleikssamband Íslands fær mestu úthlutað, eða rúmum 82 milljónum, sem þó er fjórum milljónum minna en á síðasta ári. Þá fær Fimleikasamband Íslands tæpar 55 milljónir, Sundsamband Íslands, Frjálsíþróttasamband Íslands og Golfsamband Íslands fá öll tæpar 40 milljónir og Körfuknattleikssamband Íslands fær rúmar 35 milljónir. Sérsambönd ÍSÍ eru flokkuð í þrjá afreksflokka; A (Afrekssérsambönd), B (Alþjóðleg sérsambönd) og C (Þróunarsérsambönd). Heildarkostnaður afreksíþróttastarfs sem sótti um styrk hjá Afrekssjóði ÍSÍ er rúmir þrír milljarðar og stuðningurinn nemendur því um 17,5% af heildarkostnaði sérsambandanna. Það er örlítið lægra en á síðasta ári. A-flokkur (Afrekssérsambönd) HSÍ - Handknattleikssamband Íslands 82.600.000 FSÍ - Fimleikasamband Íslands 54.700.000 SSÍ - Sundsamband Íslands 39.850.000 FRÍ - Frjálsíþróttasamband Íslands 39.550.000 GSÍ - Golfsamband Íslands 39.400.000 SKÍ - Skíðasamband Íslands 36.500.000 ÍF - Íþróttasamband fatlaðra 29.375.000 B-flokkur (Alþjóðleg sérsambönd) KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands 35.800.000 KRA - Kraftlyftingasamband Íslands 18.225.000 LH - Landssamband hestamannafélaga 12.450.000 BFSÍ - Bogfimisamband Íslands 12.150.000 KLÍ - Keilusamband Íslands 12.050.000 LSÍ - Lyftingasamband Íslands 11.850.000 ÍHÍ - Íshokkísamband Íslands 11.800.000 STÍ - Skotíþróttasamband Íslands 11.550.000 SKY - Skylmingasamband Íslands 11.450.000 BSÍ - Badmintonsamband Íslands 11.400.000 DSÍ - Dansíþróttasamband Íslands 11.350.000 JSÍ - Júdósamband Íslands 11.250.000 KAÍ - Karatesamband Íslands 9.475.000 BLÍ - Blaksamband Íslands 9.100.000 C-flokkur (Þróunar sérsambönd) ÞRÍ - Þríþrautarsamband Íslands 4.300.000 HRÍ - Hjólreiðasamband Íslands 3.300.000 TSÍ - Tennissamband Íslands 2.300.000 ÍSS - Skautasamband Íslands 2.300.000 TKÍ - Taekwondósamband Íslands 2.200.000 HNÍ - Hnefaleikasamband Íslands 1.950.000 KÍ - Klifursamband Íslands 1.925.000 BTÍ - Borðtennissamband Íslands 1.890.000 MSÍ - Mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands 1.575.000 SÍL - Siglingasamband Íslands 1.162.500 AKÍS - Akstursíþróttasamband Íslands 787.500 Nánari útlistun á áhersluþáttum sjóðsins og hvernig einstaka þættir eru styrktir má sjá í tilkynningu á heimasíðu ÍSÍ. ÍSÍ Handbolti Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu nú síðdegis þar sem sagt var frá úthlutun úr Afrekssjóði sambandsins fyrir árið 2023. Alls fá þrjátíu og tvö sérsambönd styrk úr sjóðnum af þeim þrjátíu og fimm sem sóttu um styrk. Styrkurinn nemur samtals rúmlega 535 milljónum og er hann tvískiptur, á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ í lok desember var úthlutað 205 milljónum og á fundi í janúar rúmlega 330 milljónum. Ríkið leggur til tæplega 400 milljónir í sjóðinn en það framlag hefur haldist óbreytt síðustu ár. Í tilkynningunni er sagt að Afrekssjóður ÍSÍ sé að öðru leyti fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá. Handknattleikssamband Íslands fær mestu úthlutað, eða rúmum 82 milljónum, sem þó er fjórum milljónum minna en á síðasta ári. Þá fær Fimleikasamband Íslands tæpar 55 milljónir, Sundsamband Íslands, Frjálsíþróttasamband Íslands og Golfsamband Íslands fá öll tæpar 40 milljónir og Körfuknattleikssamband Íslands fær rúmar 35 milljónir. Sérsambönd ÍSÍ eru flokkuð í þrjá afreksflokka; A (Afrekssérsambönd), B (Alþjóðleg sérsambönd) og C (Þróunarsérsambönd). Heildarkostnaður afreksíþróttastarfs sem sótti um styrk hjá Afrekssjóði ÍSÍ er rúmir þrír milljarðar og stuðningurinn nemendur því um 17,5% af heildarkostnaði sérsambandanna. Það er örlítið lægra en á síðasta ári. A-flokkur (Afrekssérsambönd) HSÍ - Handknattleikssamband Íslands 82.600.000 FSÍ - Fimleikasamband Íslands 54.700.000 SSÍ - Sundsamband Íslands 39.850.000 FRÍ - Frjálsíþróttasamband Íslands 39.550.000 GSÍ - Golfsamband Íslands 39.400.000 SKÍ - Skíðasamband Íslands 36.500.000 ÍF - Íþróttasamband fatlaðra 29.375.000 B-flokkur (Alþjóðleg sérsambönd) KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands 35.800.000 KRA - Kraftlyftingasamband Íslands 18.225.000 LH - Landssamband hestamannafélaga 12.450.000 BFSÍ - Bogfimisamband Íslands 12.150.000 KLÍ - Keilusamband Íslands 12.050.000 LSÍ - Lyftingasamband Íslands 11.850.000 ÍHÍ - Íshokkísamband Íslands 11.800.000 STÍ - Skotíþróttasamband Íslands 11.550.000 SKY - Skylmingasamband Íslands 11.450.000 BSÍ - Badmintonsamband Íslands 11.400.000 DSÍ - Dansíþróttasamband Íslands 11.350.000 JSÍ - Júdósamband Íslands 11.250.000 KAÍ - Karatesamband Íslands 9.475.000 BLÍ - Blaksamband Íslands 9.100.000 C-flokkur (Þróunar sérsambönd) ÞRÍ - Þríþrautarsamband Íslands 4.300.000 HRÍ - Hjólreiðasamband Íslands 3.300.000 TSÍ - Tennissamband Íslands 2.300.000 ÍSS - Skautasamband Íslands 2.300.000 TKÍ - Taekwondósamband Íslands 2.200.000 HNÍ - Hnefaleikasamband Íslands 1.950.000 KÍ - Klifursamband Íslands 1.925.000 BTÍ - Borðtennissamband Íslands 1.890.000 MSÍ - Mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands 1.575.000 SÍL - Siglingasamband Íslands 1.162.500 AKÍS - Akstursíþróttasamband Íslands 787.500 Nánari útlistun á áhersluþáttum sjóðsins og hvernig einstaka þættir eru styrktir má sjá í tilkynningu á heimasíðu ÍSÍ.
A-flokkur (Afrekssérsambönd) HSÍ - Handknattleikssamband Íslands 82.600.000 FSÍ - Fimleikasamband Íslands 54.700.000 SSÍ - Sundsamband Íslands 39.850.000 FRÍ - Frjálsíþróttasamband Íslands 39.550.000 GSÍ - Golfsamband Íslands 39.400.000 SKÍ - Skíðasamband Íslands 36.500.000 ÍF - Íþróttasamband fatlaðra 29.375.000 B-flokkur (Alþjóðleg sérsambönd) KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands 35.800.000 KRA - Kraftlyftingasamband Íslands 18.225.000 LH - Landssamband hestamannafélaga 12.450.000 BFSÍ - Bogfimisamband Íslands 12.150.000 KLÍ - Keilusamband Íslands 12.050.000 LSÍ - Lyftingasamband Íslands 11.850.000 ÍHÍ - Íshokkísamband Íslands 11.800.000 STÍ - Skotíþróttasamband Íslands 11.550.000 SKY - Skylmingasamband Íslands 11.450.000 BSÍ - Badmintonsamband Íslands 11.400.000 DSÍ - Dansíþróttasamband Íslands 11.350.000 JSÍ - Júdósamband Íslands 11.250.000 KAÍ - Karatesamband Íslands 9.475.000 BLÍ - Blaksamband Íslands 9.100.000 C-flokkur (Þróunar sérsambönd) ÞRÍ - Þríþrautarsamband Íslands 4.300.000 HRÍ - Hjólreiðasamband Íslands 3.300.000 TSÍ - Tennissamband Íslands 2.300.000 ÍSS - Skautasamband Íslands 2.300.000 TKÍ - Taekwondósamband Íslands 2.200.000 HNÍ - Hnefaleikasamband Íslands 1.950.000 KÍ - Klifursamband Íslands 1.925.000 BTÍ - Borðtennissamband Íslands 1.890.000 MSÍ - Mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands 1.575.000 SÍL - Siglingasamband Íslands 1.162.500 AKÍS - Akstursíþróttasamband Íslands 787.500
ÍSÍ Handbolti Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Sjá meira