Ákvörðun ríkissáttasemjara geti haft alvarlegar afleiðingar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. janúar 2023 18:12 Drífa Snædal er ekki sátt með nýjustu vendingar í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Vísir/vilhelm Drífa Snædal, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, segir ríkissáttasemjara setja stórhættulegt fordæmi með miðlunartillögu sinni í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hún segir ákvörðunina geta haft alvarlegar afleiðingar á samskipti á vinnumarkaði til lengri tíma. „Nánast ómögulegt“ sé fyrir félagsmenn að fella slíka tillögu. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, lagði í dag fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, sem felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. Hann vísaði til þess að deilan væri í algjörum hnút og sá þennan kost einan í stöðunni. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar hefur þegar hafnað lögmæti miðlunartillögunnar og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA segir tillöguna setja hættulegt fordæmi til framtíðar. Mun meiri kosningaþátttöku þurfi „Með ákvörðun sinni að leggja fram miðlunartillögu er ríkissáttasemjari heldur betur að teygja á heimildum sínum. Það er véfengjanlegt að hann hafi þessar heimildir án samráðs við deiluaðila en heimildir Eflingar til að semja fyrir sitt fólk og undirbúa verkfallsaðgerðir eru óvéfengdar,“ skrifar Drífa á Facebook og segir að þegar einu sinni sé búið að taka slíka ákvörðun um hætt við að hún verði tekin aftur og aftur og aftur. Þá sé það nánast ómögulegt fyrir félagsmenn að fella slíka tillögu ríkissáttasemjara. Samkvæmt lögum sem gilda um embætti ríkissáttasemjara telst slík miðlunartillaga felld ef meira en helmingur greiddra atkvæða er á móti henni og ef mótatkvæði eru fleiri en fjórðungur atkvæða samkvæmt atkvæða- eða félagaskrá. Drífa bendir á að töluvert meiri kosningaþátttöku þurfi til að fella tillöguna en náðst hefur hingað til í almennum atkvæðagreiðslum. Traust á ríkissáttasemjara minnki „Ef þetta er það sem koma skal á íslenskum vinnumarkaði er verið að draga úr möguleikum og heimildum einstakra stéttarfélaga til að ráða sínum málum sjálf og beita því eina vopni sem launafólk býr yfir - að leggja niður störf.“ Drífa segir hætt við að með þessu fari deilan í enn meiri hnút og að traust til embættis ríkissáttasemjara minnki. Hennar skoðun er hins vegar að félagar í Eflingu hafi átt að fá að greiða atkvæði um það tilboð sem lá á borðinu en það hafi átt að gerast á félagslegum grunni en ekki með valdboði ríkissáttasemjara. „Það er ljóst að stjórnvöld og atvinnurekendur hafa látið sig dreyma um auknar valdheimildir ríkissáttasemjara en það hefur verið í andstöðu við verkalýðshreyfinguna. Að ríkissáttasemjari taki sér þetta vald núna verður varla til að efla samtal um bætt vinnubrögð í samningagerð og getur haft alvarlegar afleiðingar á samskipti á vinnumarkaði til lengri tíma.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður ASÍ Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, lagði í dag fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, sem felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. Hann vísaði til þess að deilan væri í algjörum hnút og sá þennan kost einan í stöðunni. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar hefur þegar hafnað lögmæti miðlunartillögunnar og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA segir tillöguna setja hættulegt fordæmi til framtíðar. Mun meiri kosningaþátttöku þurfi „Með ákvörðun sinni að leggja fram miðlunartillögu er ríkissáttasemjari heldur betur að teygja á heimildum sínum. Það er véfengjanlegt að hann hafi þessar heimildir án samráðs við deiluaðila en heimildir Eflingar til að semja fyrir sitt fólk og undirbúa verkfallsaðgerðir eru óvéfengdar,“ skrifar Drífa á Facebook og segir að þegar einu sinni sé búið að taka slíka ákvörðun um hætt við að hún verði tekin aftur og aftur og aftur. Þá sé það nánast ómögulegt fyrir félagsmenn að fella slíka tillögu ríkissáttasemjara. Samkvæmt lögum sem gilda um embætti ríkissáttasemjara telst slík miðlunartillaga felld ef meira en helmingur greiddra atkvæða er á móti henni og ef mótatkvæði eru fleiri en fjórðungur atkvæða samkvæmt atkvæða- eða félagaskrá. Drífa bendir á að töluvert meiri kosningaþátttöku þurfi til að fella tillöguna en náðst hefur hingað til í almennum atkvæðagreiðslum. Traust á ríkissáttasemjara minnki „Ef þetta er það sem koma skal á íslenskum vinnumarkaði er verið að draga úr möguleikum og heimildum einstakra stéttarfélaga til að ráða sínum málum sjálf og beita því eina vopni sem launafólk býr yfir - að leggja niður störf.“ Drífa segir hætt við að með þessu fari deilan í enn meiri hnút og að traust til embættis ríkissáttasemjara minnki. Hennar skoðun er hins vegar að félagar í Eflingu hafi átt að fá að greiða atkvæði um það tilboð sem lá á borðinu en það hafi átt að gerast á félagslegum grunni en ekki með valdboði ríkissáttasemjara. „Það er ljóst að stjórnvöld og atvinnurekendur hafa látið sig dreyma um auknar valdheimildir ríkissáttasemjara en það hefur verið í andstöðu við verkalýðshreyfinguna. Að ríkissáttasemjari taki sér þetta vald núna verður varla til að efla samtal um bætt vinnubrögð í samningagerð og getur haft alvarlegar afleiðingar á samskipti á vinnumarkaði til lengri tíma.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður ASÍ Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira