Ekki á þeim buxunum að afhenda félagatalið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. janúar 2023 09:28 Sólveig Anna Jónsdóttir og liðsmenn Eflingar í Karphúsinu. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn stéttarfélagsins Eflingar telja nauðsynlegt að dómstólar leysi úr lögmæti ákvörðunar ríkisáttasemjara um að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins. Félagið virðist ekki á þeim buxunum að afhenda embættinu félagatal sitt svo halda megi rafræna kosningu um miðlunartillögu. Líkt og fram kom í fréttum í gær lagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari fram miðlunartillögu í kjaradeilunni. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar muni kjósa um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. Efling hefur gagnrýnt ákvörðun ríkissáttasemjara harðlega og meðal annars ekki orðið við ósk embættisins um að afhenda félagatal Eflingar, svo halda megi rafræna kosningu frá og með hádegi á morgun. Á vef Eflingar eru birt tvö bréf sem Sólveig Anna Jónsdóttur, formaður félagsins, sendi ríkissáttasemjara í gær. Þar kemur fram að félagið telji að miðlunartillaga ríkissáttasemjara sé ekki lögmæt. Það sama eigi við um hina fyrirhuguðu atkvæðagreiðslu. „Efling-stéttarfélag telur því nauðsynlegt að dómstólar leysi úr lögmæti aðgerða ríkissáttasemjara,“ kemur fram í öðru bréfinu. Þar er þess einnig krafist að félagið fái afhent allar fyrirliggjandi upplýsingar um öll samskipti sem ríkissáttasemjari og starfsmenn embættisins hafi átt við deiluaðila, sem og aðra, í aðdraganda þess að ákvörðun var tekin um að leggja fram miðlunartillöguna. Efast um hlutverk embættisins í að halda atkvæðagreiðslu Í öðru bréfi, sem send var til ríkissáttasemjara í morgun er sú afstaða Eflingar að miðlunartillagan og fyrirhuguðu atkvæðagreiðsla séu „ólögmæt og markleysa“, ítrekuð Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari sagði í gær að deilan væri í algjörum hnút, því hafi miðlunartillagan verið lögð fram.Stöð 2/Ívar Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, sagði í gær að verði miðlunartillagan samþykkt þá væri hún ígildi kjarasamnings sem gengi þar með framar verkfalli sem fyrirhugað er hjá hótelstarfsmönnum og félagsmönnum Eflingar. Forsenda þess er að hin rafræna atkvæðagreiðsla fari fram, en hún er á vegum embættisins og framkvæmd af Advania. Hefur embættið því farið fram á að fá afhent rafrænt félagatal Eflingar, svo halda megi kosninguna. Efling bendir hins vegar á í bréfi til ríkissáttasemjara í morgun að um viðkvæmar persónuupplýsingar félagsmanna Eflingar sé að ræða. Ekki hafi komið fram hvernig séð verði til þess að vinnsla þeirri upplýsinga uppfylli skilyrði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Þá efast Efling um að það sé hlutverk ríkissáttasemjara að framkvæma umræddar kosningar. „Þá felst ekki í tilvitnuðum ákvæðum nein skylda stéttarfélags til að afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt. Ríkissáttasemjari hefur þannig ekki bent á lagaheimild fyrir því fyrirkomulagi kosninga sem hann tilkynnti fyrirvaralaust í gærmorgun og er tilefni beiðni embættisins um afhendingu félagatals stéttarfélagsins. Hvorki liggur þannig fyrir að beiðnin sé sett fram af lögmætu tilefni né að fullnægjandi lagaheimild standi til hennar,“ segir í bréfi Eflingar. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ákvörðun ríkissátttasemjara geti haft alvarlegar afleiðingar Drífa Snædal, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, segir ríkissáttasemjara setja stórhættulegt fordæmi með miðlunartillögu sinni í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hún segir ákvörðunina geta haft alvarlegar afleiðingar á samskipti á vinnumarkaði til lengri tíma. „Nánast ómögulegt“ sé fyrir félagsmenn að fella slíka tillögu. 26. janúar 2023 18:12 Efling hafnar lögmæti miðlunartillögunnar Efling hafnar lögmæti þeirrar miðlunartillögu sem ríkisáttasemjari hefur lagt fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stéttarfélagið telur miðlunartillöguna fela það í sér að afstöðu SA sé þröngvað upp á Eflingu. 26. janúar 2023 11:58 Setur miðlunartillögu í atkvæðagreiðslu Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur lagt fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. 26. janúar 2023 11:25 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Líkt og fram kom í fréttum í gær lagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari fram miðlunartillögu í kjaradeilunni. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar muni kjósa um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. Efling hefur gagnrýnt ákvörðun ríkissáttasemjara harðlega og meðal annars ekki orðið við ósk embættisins um að afhenda félagatal Eflingar, svo halda megi rafræna kosningu frá og með hádegi á morgun. Á vef Eflingar eru birt tvö bréf sem Sólveig Anna Jónsdóttur, formaður félagsins, sendi ríkissáttasemjara í gær. Þar kemur fram að félagið telji að miðlunartillaga ríkissáttasemjara sé ekki lögmæt. Það sama eigi við um hina fyrirhuguðu atkvæðagreiðslu. „Efling-stéttarfélag telur því nauðsynlegt að dómstólar leysi úr lögmæti aðgerða ríkissáttasemjara,“ kemur fram í öðru bréfinu. Þar er þess einnig krafist að félagið fái afhent allar fyrirliggjandi upplýsingar um öll samskipti sem ríkissáttasemjari og starfsmenn embættisins hafi átt við deiluaðila, sem og aðra, í aðdraganda þess að ákvörðun var tekin um að leggja fram miðlunartillöguna. Efast um hlutverk embættisins í að halda atkvæðagreiðslu Í öðru bréfi, sem send var til ríkissáttasemjara í morgun er sú afstaða Eflingar að miðlunartillagan og fyrirhuguðu atkvæðagreiðsla séu „ólögmæt og markleysa“, ítrekuð Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari sagði í gær að deilan væri í algjörum hnút, því hafi miðlunartillagan verið lögð fram.Stöð 2/Ívar Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, sagði í gær að verði miðlunartillagan samþykkt þá væri hún ígildi kjarasamnings sem gengi þar með framar verkfalli sem fyrirhugað er hjá hótelstarfsmönnum og félagsmönnum Eflingar. Forsenda þess er að hin rafræna atkvæðagreiðsla fari fram, en hún er á vegum embættisins og framkvæmd af Advania. Hefur embættið því farið fram á að fá afhent rafrænt félagatal Eflingar, svo halda megi kosninguna. Efling bendir hins vegar á í bréfi til ríkissáttasemjara í morgun að um viðkvæmar persónuupplýsingar félagsmanna Eflingar sé að ræða. Ekki hafi komið fram hvernig séð verði til þess að vinnsla þeirri upplýsinga uppfylli skilyrði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Þá efast Efling um að það sé hlutverk ríkissáttasemjara að framkvæma umræddar kosningar. „Þá felst ekki í tilvitnuðum ákvæðum nein skylda stéttarfélags til að afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt. Ríkissáttasemjari hefur þannig ekki bent á lagaheimild fyrir því fyrirkomulagi kosninga sem hann tilkynnti fyrirvaralaust í gærmorgun og er tilefni beiðni embættisins um afhendingu félagatals stéttarfélagsins. Hvorki liggur þannig fyrir að beiðnin sé sett fram af lögmætu tilefni né að fullnægjandi lagaheimild standi til hennar,“ segir í bréfi Eflingar.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ákvörðun ríkissátttasemjara geti haft alvarlegar afleiðingar Drífa Snædal, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, segir ríkissáttasemjara setja stórhættulegt fordæmi með miðlunartillögu sinni í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hún segir ákvörðunina geta haft alvarlegar afleiðingar á samskipti á vinnumarkaði til lengri tíma. „Nánast ómögulegt“ sé fyrir félagsmenn að fella slíka tillögu. 26. janúar 2023 18:12 Efling hafnar lögmæti miðlunartillögunnar Efling hafnar lögmæti þeirrar miðlunartillögu sem ríkisáttasemjari hefur lagt fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stéttarfélagið telur miðlunartillöguna fela það í sér að afstöðu SA sé þröngvað upp á Eflingu. 26. janúar 2023 11:58 Setur miðlunartillögu í atkvæðagreiðslu Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur lagt fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. 26. janúar 2023 11:25 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Ákvörðun ríkissátttasemjara geti haft alvarlegar afleiðingar Drífa Snædal, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, segir ríkissáttasemjara setja stórhættulegt fordæmi með miðlunartillögu sinni í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hún segir ákvörðunina geta haft alvarlegar afleiðingar á samskipti á vinnumarkaði til lengri tíma. „Nánast ómögulegt“ sé fyrir félagsmenn að fella slíka tillögu. 26. janúar 2023 18:12
Efling hafnar lögmæti miðlunartillögunnar Efling hafnar lögmæti þeirrar miðlunartillögu sem ríkisáttasemjari hefur lagt fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stéttarfélagið telur miðlunartillöguna fela það í sér að afstöðu SA sé þröngvað upp á Eflingu. 26. janúar 2023 11:58
Setur miðlunartillögu í atkvæðagreiðslu Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur lagt fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. 26. janúar 2023 11:25