Fólk forðist smálán eins og heitan eldinn: „Ekki er allt gull sem glóir“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. janúar 2023 12:31 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir umrætt fyrirtæki áður hafa auglýst verðlaun fyrir notendur með þessum hætti. Vísir/Samsett Ákvörðun smálánafyrirtækis um að bjóða verðlaun fyrir þá sem taka lán hefur vakið furðu meðal netverja. Formaður Neytendasamtakanna segir athæfið ekki ólöglegt en bendir á að kostnaður geti verið mun hærri en mögulegur ávinningur. Ekki sé allt gull sem glóir og fólk hvatt til að forðast smálán eins og heitan eldinn. Í pósti sem smálánafyrirtækið Núnú sendi notendum á dögunum kom fram að allir þeir sem tækju lán frá miðnætti 27. janúar til miðnættis 29. janúar færu í pott og hefðu möguleika á að vinna áskrift að Síminn Premium með enska boltanum en fimm yrðu dregnir út. Þetta er svo ógeðslega siðlaust. Bara what the fuck. Taktu endilega lán sem ættu að vera ólögleg til fá vinning??? pic.twitter.com/Lm7f5Mbozl— Elísabet Ýr (@elisabetyr203) January 26, 2023 Pósturinn vakti athygli á samfélagsmiðlum þar sem einhverjir lýstu yfir undrun og gagnrýndu fyrirtækið harðlega. Svipuð dæmi hafa sést áður að sögn Breka Karlssonar, formanns Neytendasamtakanna. „Þetta fyrirtæki hefur gert þetta áður, reynt að lokka til sín viðskiptavini á þennan hátt og veita einhver smá verðlaun. En kostnaðurinn við svona lán er mun hærri en sem nemur mögulegum vinningi,“ segir Breki. „Við getum ekki séð að það sé neitt ólöglegt við þetta en að okkar mati er aldrei góð hugmynd að taka smálán,“ segir hann enn fremur. Lánin geti verið mjög dýr, sérstaklega ef þau fara í innheimtu en svo virðist sem að fyrirtækin hafi breytt um viðskiptamódel. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Núnú er hægt að sækja um tólf til 24 þúsund króna lán með 11,27 prósent breytilegum vöxtum. Skjáskot „Þessi fyrirtæki og fyrirrennarar þess eru að veita lán sem eru innan ramma laganna hvað varðar lántökukostnað og árlega hlutfallstölu kostnaðar. En viðskiptamódelið byggist, að því er okkur virðist, á því að leggja á innheimtukostnað. Lánum sé til að mynda skipt upp í hluta til að hámarka kostnaðinn. Til dæmis ef um væri að ræða 60 þúsund króna lán þá yrði því skipt í fimm tólf þúsund króna lán, með tilheyrandi innheimtukostnaði. „Því miður höfum við ekki fylgt nágrannalöndunum okkar sem hafa sett hámark á innheimtukostnað slíkra lána og við höfum séð svona lán tugfaldast í kostnaði á einungis örfáum vikum,“ segir Breki. Fólk er hvatt til að forðast gylliboð og eru skilaboð Neytendasamtakanna skýr. „Ekki er allt gull sem glóir og við hvetjum öll til þess að forðast smálán eins og heitan eldinn,“ segir Breki. Smálán Neytendur Tengdar fréttir „Mikill fjöldi er að taka smálán“ Töluvert fleiri hafa sótt um jólaaðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar nú fyrir jólin en undanfarin ár. Félagsráðgjafi segir neyðina mikla og erfiða stöðu á húsnæðismarkaði hafa mikið að segja. Þá leiti nú fjölmargir skjólstæðingar hjálparstarfsins í smálán til að reyna að bjarga sér. 14. desember 2022 18:40 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Sjá meira
Í pósti sem smálánafyrirtækið Núnú sendi notendum á dögunum kom fram að allir þeir sem tækju lán frá miðnætti 27. janúar til miðnættis 29. janúar færu í pott og hefðu möguleika á að vinna áskrift að Síminn Premium með enska boltanum en fimm yrðu dregnir út. Þetta er svo ógeðslega siðlaust. Bara what the fuck. Taktu endilega lán sem ættu að vera ólögleg til fá vinning??? pic.twitter.com/Lm7f5Mbozl— Elísabet Ýr (@elisabetyr203) January 26, 2023 Pósturinn vakti athygli á samfélagsmiðlum þar sem einhverjir lýstu yfir undrun og gagnrýndu fyrirtækið harðlega. Svipuð dæmi hafa sést áður að sögn Breka Karlssonar, formanns Neytendasamtakanna. „Þetta fyrirtæki hefur gert þetta áður, reynt að lokka til sín viðskiptavini á þennan hátt og veita einhver smá verðlaun. En kostnaðurinn við svona lán er mun hærri en sem nemur mögulegum vinningi,“ segir Breki. „Við getum ekki séð að það sé neitt ólöglegt við þetta en að okkar mati er aldrei góð hugmynd að taka smálán,“ segir hann enn fremur. Lánin geti verið mjög dýr, sérstaklega ef þau fara í innheimtu en svo virðist sem að fyrirtækin hafi breytt um viðskiptamódel. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Núnú er hægt að sækja um tólf til 24 þúsund króna lán með 11,27 prósent breytilegum vöxtum. Skjáskot „Þessi fyrirtæki og fyrirrennarar þess eru að veita lán sem eru innan ramma laganna hvað varðar lántökukostnað og árlega hlutfallstölu kostnaðar. En viðskiptamódelið byggist, að því er okkur virðist, á því að leggja á innheimtukostnað. Lánum sé til að mynda skipt upp í hluta til að hámarka kostnaðinn. Til dæmis ef um væri að ræða 60 þúsund króna lán þá yrði því skipt í fimm tólf þúsund króna lán, með tilheyrandi innheimtukostnaði. „Því miður höfum við ekki fylgt nágrannalöndunum okkar sem hafa sett hámark á innheimtukostnað slíkra lána og við höfum séð svona lán tugfaldast í kostnaði á einungis örfáum vikum,“ segir Breki. Fólk er hvatt til að forðast gylliboð og eru skilaboð Neytendasamtakanna skýr. „Ekki er allt gull sem glóir og við hvetjum öll til þess að forðast smálán eins og heitan eldinn,“ segir Breki.
Smálán Neytendur Tengdar fréttir „Mikill fjöldi er að taka smálán“ Töluvert fleiri hafa sótt um jólaaðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar nú fyrir jólin en undanfarin ár. Félagsráðgjafi segir neyðina mikla og erfiða stöðu á húsnæðismarkaði hafa mikið að segja. Þá leiti nú fjölmargir skjólstæðingar hjálparstarfsins í smálán til að reyna að bjarga sér. 14. desember 2022 18:40 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Sjá meira
„Mikill fjöldi er að taka smálán“ Töluvert fleiri hafa sótt um jólaaðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar nú fyrir jólin en undanfarin ár. Félagsráðgjafi segir neyðina mikla og erfiða stöðu á húsnæðismarkaði hafa mikið að segja. Þá leiti nú fjölmargir skjólstæðingar hjálparstarfsins í smálán til að reyna að bjarga sér. 14. desember 2022 18:40