Í tilkynningu kemur fram að Davíð hafi áður starfað sem viðskiptastjóri í Einkabankaþjónustu Arion banka.
„Hann hefur lokið B.Sc gráðu í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík, MM í markaðsfræði og MCF í fjármálum. Einnig hefur Davíð lokið prófi í verðbréfaviðskiptum,“ segir í tilkynningunni.
Akta sjóðir hf. er sjóðastýringarfyrirtæki sem annast rekstur og stýringu sjóða um sameiginlega fjárfestingu fyrir hönd viðskiptavina sinna.