Mótmæltu eftir grimmilegt morð á sex lögregluþjónum Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2023 16:08 Vopnaðir lögregluþjónar á mótmælum í gær. AP/Odelyn Joseph Rúmlega hundrað núverandi og fyrrverandi lögregluþjónar mótmæltu á götum Port-au-Prince, höfuðborgar Haítí, í gær. Þeir lokuðu götum, skutu út í loftið og brutu sér leið inn í flugvöll borgarinnar og heimili forsætisráðherra landsins til að mótmæla því hve margir lögregluþjónar hafa verið skotnir til bana af meðlimum glæpagengja að undanförnu. Minnst tíu lögregluþjónar hafa verið skotnir til bana á undanfarinni viku samkvæmt upplýsingum sem AP fréttaveitan fékk hjá lögreglunni. Einn til viðbótar er alvarlega særður og annars er saknað. Myndbönd hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum á Haítí sem sýna nakin lík sex lögregluþjóna sem skotnir voru af glæpamönnum. Annað myndband sýnir tvo grímuklædda menn reykja sígarettur með afskornum höndum og fótum mannanna. Líkin eru enn í höndum meðlima gengisins Gan Grif. Óreiða hefur lengi einkennt Haítí en hún hefur náð nýjum hæðum frá því Jovenelle Moise, forseti landsins, var myrtur á heimili sínu árið 2021. Sjá einnig: Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Ariel Henry, sem leiðir núverandi ríkisstjórn Haítí, hefur kallað eftir því að á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að hermenn verði sendir til eyríkisins til að koma þar á lög og reglu. Hingað til hefur enginn verið tilbúinn til þess. Sendiherra Haítí gagnvart Sameinuðu þjóðunum kallaði síðast eftir aðstoð í dag en verið er að ræða mögulegt inngrip á Haítí. #BREAKING #CBSAlert #Haiti "The situation is grave." "We cannot wait. The security situation could worsen any day, and worsen the fate of the people who are already suffering terribly."@CBSNews | UnitedNations @HaitiMissionONU @USUN @BobRae48 @POTUS @JustinTrudeau pic.twitter.com/iGOh09pEV4— Pamela Falk CBS News Correspondent United Nations (@PamelaFalk) January 27, 2023 Henry var aldrei kjörinn í embætti en kosningar hafa ekki verið haldnar á Haítí um langt skeið. Til stóð að halda kosningar í nóvember en Henry rak alla meðlimi ráð sem skipuleggur kosningar landsins. Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða hann í fyrra þegar verið var að halda upp á viðburð til að marka sjálfstæði ríkisins. Glæpagengi Haítí eru nánast hömlulaus og skipta Port-au-Prince og stórum hlutum landsins sín á milli. Í fyrra var talið að um það bil níu þúsund lögregluþjónar hafi starfað á Haítí, sem er hlutfallslega mjög lítið miðað við að íbúar landsins eru rúmlega ellefu milljónir. Eins og lögregluþjónarnir, krefjast glæpamenn þess einnig að Henry segi af sér. Glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Stjórnmálamenn hafa í gegnum árin dælt peningum í mismunandi gengi og beitt þeim gegn pólitískum andstæðingum sínum. Haítí Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sjá meira
Minnst tíu lögregluþjónar hafa verið skotnir til bana á undanfarinni viku samkvæmt upplýsingum sem AP fréttaveitan fékk hjá lögreglunni. Einn til viðbótar er alvarlega særður og annars er saknað. Myndbönd hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum á Haítí sem sýna nakin lík sex lögregluþjóna sem skotnir voru af glæpamönnum. Annað myndband sýnir tvo grímuklædda menn reykja sígarettur með afskornum höndum og fótum mannanna. Líkin eru enn í höndum meðlima gengisins Gan Grif. Óreiða hefur lengi einkennt Haítí en hún hefur náð nýjum hæðum frá því Jovenelle Moise, forseti landsins, var myrtur á heimili sínu árið 2021. Sjá einnig: Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Ariel Henry, sem leiðir núverandi ríkisstjórn Haítí, hefur kallað eftir því að á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að hermenn verði sendir til eyríkisins til að koma þar á lög og reglu. Hingað til hefur enginn verið tilbúinn til þess. Sendiherra Haítí gagnvart Sameinuðu þjóðunum kallaði síðast eftir aðstoð í dag en verið er að ræða mögulegt inngrip á Haítí. #BREAKING #CBSAlert #Haiti "The situation is grave." "We cannot wait. The security situation could worsen any day, and worsen the fate of the people who are already suffering terribly."@CBSNews | UnitedNations @HaitiMissionONU @USUN @BobRae48 @POTUS @JustinTrudeau pic.twitter.com/iGOh09pEV4— Pamela Falk CBS News Correspondent United Nations (@PamelaFalk) January 27, 2023 Henry var aldrei kjörinn í embætti en kosningar hafa ekki verið haldnar á Haítí um langt skeið. Til stóð að halda kosningar í nóvember en Henry rak alla meðlimi ráð sem skipuleggur kosningar landsins. Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða hann í fyrra þegar verið var að halda upp á viðburð til að marka sjálfstæði ríkisins. Glæpagengi Haítí eru nánast hömlulaus og skipta Port-au-Prince og stórum hlutum landsins sín á milli. Í fyrra var talið að um það bil níu þúsund lögregluþjónar hafi starfað á Haítí, sem er hlutfallslega mjög lítið miðað við að íbúar landsins eru rúmlega ellefu milljónir. Eins og lögregluþjónarnir, krefjast glæpamenn þess einnig að Henry segi af sér. Glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Stjórnmálamenn hafa í gegnum árin dælt peningum í mismunandi gengi og beitt þeim gegn pólitískum andstæðingum sínum.
Haítí Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sjá meira