Dómari útskýrir gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Tate-bræðrum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2023 23:19 Andrew Tate og bróðir hans, Tristan Tate, eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um mansal og nauðgun. EPA/CRISTEL Dómstóll í Búkarest segir í yfirlýsingu að áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Andrew Tate og Tristan Tate hafi verið nauðsynlegt til að tryggja almannahagsmuni. Dómari telur hættu stafa af bræðrunum og segir þá hafa sérstakt lag á því að beita sálrænni misneytingu. Í einhverjum tilvikum hafi verið gripið til líkamlegs ofbeldis. Dómstóllinn birti greinargerð í máli sakborninganna í dag þar sem raktar voru ástæður fyrir gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Bræðurnir eru taldir sérstaklega hættulegir og eru sagðir hafa einbeitt sér að fórnarlömbum, konum, í viðkvæmri stöðu. Þær hafi verið neyddar til að vinna sleitulaust í tólf klukkustundir í senn og í besta falli fengið fimm mínútna pásu. Sjá einnig: Gæsluvarðhald Andrew Tate framlengt um þrjátíu daga Þá hafi einnig verið nauðsynlegt að tryggja áframhaldandi gæsluvarðhald með tilliti til almannahagsmuna og almenningsálits. Þeir þurfa því að sitja í gæsluvarðhaldi þar til 27. febrúar næstkomandi en gert er ráð fyrir því að áfrýjun verði tekin fyrir í næstu viku. Bræðurnir eru í haldi ásamt tveimur rúmenskum konum. Fjórmenningarnir eru taldir hafa neytt konur til að framleiða klám á netinu, sem deilt var á síðum á borð við OnlyFans og TikTok. Hafi sálræn misneyting ekki gengið eftir, segir dómarinn að gripið hafi verið til líkamlegs ofbeldis. Dómari segir bræðurna hafa beitt sérstakri aðferð (e. loverboy-method) sem jafnan hefur verið beitt gegn mansalsfórnarlömbum. Bræðurnir hafi talið konunum trú um að þeir hefðu áhuga á ástarsambandi við þær og lokkað þær til sín á fölskum forsendum. Tate hefur neitað ásökununum og segir saksóknara í Rúmeníu ekkert hafa í höndunum. Hann segir engin sönnunargögn hafa fundist og eina ástæðan fyrir fangelsisvistinni væri að yfirvöld í Rúmeníu ætluðu að stela bílunum hans og peningum. Mál Andrew Tate Rúmenía Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir stúlkurnar hafa viljað verða eiginkonur Andrew Tate Öryggisvörður samfélagsmiðlastjörnunnar Andrew Tate segir að einhverjar af þeim konum sem Tate er grunaður um að hafa haldið gegn þeirra vilja hafi viljað verða eiginkonur hans. Hann telur konurnar hafa misskilið raunverulegt samband þeirra og segir yfirmann sinn aldrei hafa sýnt af sér árásargjarna hegðun líka þeirri sem hann er sakaður um. 16. janúar 2023 23:14 Lúxuskerrur Tate gerðar upptækar Yfirvöld í Rúmeníu hafa gert fjölda lúxusbíla Andrew Tate upptæka. Hann var handtekinn í landinu rétt fyrir áramót og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. 14. janúar 2023 22:02 Holdgervingur eitraðrar karlmennsku slær í gegn á TikTok Fyrrum bardagakappinn Andrew Tate hefur slegið í gegn á TikTok síðustu vikur, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Ummæli Tate verður þó að flokka oft á tíðum sem afar umdeild en hann talar oftar en ekki niður til kvenna og ýtir undir eitraða karlmennsku. Fleiri og fleiri ungir karlmenn fylgjast með Tate á hverjum einasta degi. 8. ágúst 2022 23:45 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Dómstóllinn birti greinargerð í máli sakborninganna í dag þar sem raktar voru ástæður fyrir gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Bræðurnir eru taldir sérstaklega hættulegir og eru sagðir hafa einbeitt sér að fórnarlömbum, konum, í viðkvæmri stöðu. Þær hafi verið neyddar til að vinna sleitulaust í tólf klukkustundir í senn og í besta falli fengið fimm mínútna pásu. Sjá einnig: Gæsluvarðhald Andrew Tate framlengt um þrjátíu daga Þá hafi einnig verið nauðsynlegt að tryggja áframhaldandi gæsluvarðhald með tilliti til almannahagsmuna og almenningsálits. Þeir þurfa því að sitja í gæsluvarðhaldi þar til 27. febrúar næstkomandi en gert er ráð fyrir því að áfrýjun verði tekin fyrir í næstu viku. Bræðurnir eru í haldi ásamt tveimur rúmenskum konum. Fjórmenningarnir eru taldir hafa neytt konur til að framleiða klám á netinu, sem deilt var á síðum á borð við OnlyFans og TikTok. Hafi sálræn misneyting ekki gengið eftir, segir dómarinn að gripið hafi verið til líkamlegs ofbeldis. Dómari segir bræðurna hafa beitt sérstakri aðferð (e. loverboy-method) sem jafnan hefur verið beitt gegn mansalsfórnarlömbum. Bræðurnir hafi talið konunum trú um að þeir hefðu áhuga á ástarsambandi við þær og lokkað þær til sín á fölskum forsendum. Tate hefur neitað ásökununum og segir saksóknara í Rúmeníu ekkert hafa í höndunum. Hann segir engin sönnunargögn hafa fundist og eina ástæðan fyrir fangelsisvistinni væri að yfirvöld í Rúmeníu ætluðu að stela bílunum hans og peningum.
Mál Andrew Tate Rúmenía Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir stúlkurnar hafa viljað verða eiginkonur Andrew Tate Öryggisvörður samfélagsmiðlastjörnunnar Andrew Tate segir að einhverjar af þeim konum sem Tate er grunaður um að hafa haldið gegn þeirra vilja hafi viljað verða eiginkonur hans. Hann telur konurnar hafa misskilið raunverulegt samband þeirra og segir yfirmann sinn aldrei hafa sýnt af sér árásargjarna hegðun líka þeirri sem hann er sakaður um. 16. janúar 2023 23:14 Lúxuskerrur Tate gerðar upptækar Yfirvöld í Rúmeníu hafa gert fjölda lúxusbíla Andrew Tate upptæka. Hann var handtekinn í landinu rétt fyrir áramót og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. 14. janúar 2023 22:02 Holdgervingur eitraðrar karlmennsku slær í gegn á TikTok Fyrrum bardagakappinn Andrew Tate hefur slegið í gegn á TikTok síðustu vikur, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Ummæli Tate verður þó að flokka oft á tíðum sem afar umdeild en hann talar oftar en ekki niður til kvenna og ýtir undir eitraða karlmennsku. Fleiri og fleiri ungir karlmenn fylgjast með Tate á hverjum einasta degi. 8. ágúst 2022 23:45 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Segir stúlkurnar hafa viljað verða eiginkonur Andrew Tate Öryggisvörður samfélagsmiðlastjörnunnar Andrew Tate segir að einhverjar af þeim konum sem Tate er grunaður um að hafa haldið gegn þeirra vilja hafi viljað verða eiginkonur hans. Hann telur konurnar hafa misskilið raunverulegt samband þeirra og segir yfirmann sinn aldrei hafa sýnt af sér árásargjarna hegðun líka þeirri sem hann er sakaður um. 16. janúar 2023 23:14
Lúxuskerrur Tate gerðar upptækar Yfirvöld í Rúmeníu hafa gert fjölda lúxusbíla Andrew Tate upptæka. Hann var handtekinn í landinu rétt fyrir áramót og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. 14. janúar 2023 22:02
Holdgervingur eitraðrar karlmennsku slær í gegn á TikTok Fyrrum bardagakappinn Andrew Tate hefur slegið í gegn á TikTok síðustu vikur, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Ummæli Tate verður þó að flokka oft á tíðum sem afar umdeild en hann talar oftar en ekki niður til kvenna og ýtir undir eitraða karlmennsku. Fleiri og fleiri ungir karlmenn fylgjast með Tate á hverjum einasta degi. 8. ágúst 2022 23:45