Fyrsta þriggja stiga skot Ragnars flaug ofan í: „Bara flipp“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2023 09:00 Ragnar Ágúst er maður orða sinna. Skjáskot/Björgvin Rúnar Landsliðsmaðurinn Ragnar Ágúst Nathanaelsson gerði nokkuð á föstudag sem hann hafði aldrei gert áður á 16 ára meistaraflokksferli sínum, hann tók sitt fyrsta þriggja stiga skot. Ragnar Ágúst spilar með uppeldisfélagi sínu Hamri í dag en hann hefur einnig leikið með Þór Þorlákshöfn, Njarðvík, Val, Haukum og Stjörnunni hér á landi ásamt því að spila sem í Svíþjóð og á Spáni. Þá á hann að baki 49 A-landsleiki. Miðherjinn hefur því áorkað margt á ferli sínum en eitt hefur hann látið vera til þessa; að reyna skot fyrir utan þriggja stiga línuna. Það breyttist á föstudaginn var. Nokkrum dögum áður, miðvikudaginn 25. janúar, gaf hinn 31 árs gamli miðherji út yfirlýsingu. Hún var svo hljóðandi: „Kæru Hvergerðingar, stuðningsmenn Hamars og íþróttaunnendur. Eftir langan feril í meistaraflokki [16 ár] er loksins komið að því. Næst komandi föstudag, klukkan 19:15 í Frystikistunni í Hveragerði, mun ég taka mitt fyrsta þriggja stiga skot í leik. Engin vill missa af þessu!“ Í kjölfarið birti hann myndband af sér á æfingu með myllumerkinu „Trust the process“ en í myndbandinu – sem sjá má hér að neðan – sést hann smella þriggja stiga skoti niður. Ragnar er svo sannarlega maður orða sinna en eftir leikinn gegn Ármanni birti hann annað myndband. Að þessu sinni af honum að skora fyrstu körfu leiksins, með þriggja stiga skoti. Aðspurður hvort það væri saga á bakvið ástæðu þess að hann ákvað að taka sitt fyrsta þriggja stiga skot á ferlinum sagði Ragnar einfaldlega: „Engin saga bakvið þetta svo sem, bara flipp.“ pic.twitter.com/jZ2flNUme9— Ragnar Nathanaelsson (@RaggiNaT) January 28, 2023 Á endanum vann Hamar öruggan 15 stiga sigur á Ármanni, Ragnar Ágúst skoraði 18 stig, tók 14 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hamar er eftir sigurinn í 2. sæti 1. deildarinnar með 28 stig, tveimur minna en topplið Álftaness. Að endingu var Ragnar spurður hvort hann myndi taka fleiri þriggja stiga skot, mögulega ef Hamar kæmist upp í Subway deild karla. „Það er stóra spurningin, hvort maður eigi ekki bara að halda sér í 100 prósent út ferilinn.“ Körfubolti Hamar Hveragerði Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
Ragnar Ágúst spilar með uppeldisfélagi sínu Hamri í dag en hann hefur einnig leikið með Þór Þorlákshöfn, Njarðvík, Val, Haukum og Stjörnunni hér á landi ásamt því að spila sem í Svíþjóð og á Spáni. Þá á hann að baki 49 A-landsleiki. Miðherjinn hefur því áorkað margt á ferli sínum en eitt hefur hann látið vera til þessa; að reyna skot fyrir utan þriggja stiga línuna. Það breyttist á föstudaginn var. Nokkrum dögum áður, miðvikudaginn 25. janúar, gaf hinn 31 árs gamli miðherji út yfirlýsingu. Hún var svo hljóðandi: „Kæru Hvergerðingar, stuðningsmenn Hamars og íþróttaunnendur. Eftir langan feril í meistaraflokki [16 ár] er loksins komið að því. Næst komandi föstudag, klukkan 19:15 í Frystikistunni í Hveragerði, mun ég taka mitt fyrsta þriggja stiga skot í leik. Engin vill missa af þessu!“ Í kjölfarið birti hann myndband af sér á æfingu með myllumerkinu „Trust the process“ en í myndbandinu – sem sjá má hér að neðan – sést hann smella þriggja stiga skoti niður. Ragnar er svo sannarlega maður orða sinna en eftir leikinn gegn Ármanni birti hann annað myndband. Að þessu sinni af honum að skora fyrstu körfu leiksins, með þriggja stiga skoti. Aðspurður hvort það væri saga á bakvið ástæðu þess að hann ákvað að taka sitt fyrsta þriggja stiga skot á ferlinum sagði Ragnar einfaldlega: „Engin saga bakvið þetta svo sem, bara flipp.“ pic.twitter.com/jZ2flNUme9— Ragnar Nathanaelsson (@RaggiNaT) January 28, 2023 Á endanum vann Hamar öruggan 15 stiga sigur á Ármanni, Ragnar Ágúst skoraði 18 stig, tók 14 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hamar er eftir sigurinn í 2. sæti 1. deildarinnar með 28 stig, tveimur minna en topplið Álftaness. Að endingu var Ragnar spurður hvort hann myndi taka fleiri þriggja stiga skot, mögulega ef Hamar kæmist upp í Subway deild karla. „Það er stóra spurningin, hvort maður eigi ekki bara að halda sér í 100 prósent út ferilinn.“
Körfubolti Hamar Hveragerði Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira