Leikið var á heimavelli meistaranna í París og var fyrri hálfleikur markalaus.
Brasilíumaðurinn Neymar náði forystunni fyrir heimamenn snemma leiks í síðari hálfleik eða á 51.mínútu en nokkrum mínútum síðar fékk Marco Verratti, miðjumaður PSG, að líta rauða spjaldið.
Gestirnir frá Reims börðust til enda og náðu inn jöfnunarmarki þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma þar sem Folarin Balogun, lánsmaður frá Arsenal, var á skotskónum.
Lokatölur 1-1 og PSG nú með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar.