Er siðferði heilbrigðisstétta geðþóttarákvörðun hverju sinni? Málfríður Þórðardóttir, Gyða Ölvisdóttir og Ásta Kristín Andrésdóttir skrifa 30. janúar 2023 14:00 Á undanförnum misserum hafa ýmis erfið mál komið upp innan heilbrigðiskerfisins sem fær fólk til að staldra við og velta fyrir sér siðferðilegum spurningum um gildi, ábyrgð og trúverðugleika innan heilbrigðiskerfisins. Almennt séð snýst siðfræði um manneskjuna, veruleikann sem hún býr við, reglur um það hvernig við tengjum saman athafnir, tökum afstöðu til annarra og metum sjálf okkur og umhverfi okkar. Í þessu samhengi má sjá að siðfræðinni, sem ætti að öllu jöfnu að vera hornsteinn í íslensku heilbrigðiskerfi, er mjög ábótavant. Siðfræði í heilbrigðiskerfinu Ef við skoðum aðeins betur um hvað siðfræðin snýst, þá ætti það að vera grunnkrafa okkar til að geta átt gott mannúðlegt samfélagað kunna að beita henni í okkar daglegu samskiptum. Í heilbrigðiskerfinu standa stjórnendur stöðugt frammi fyrir samstarfsfólki, nemendum, sjúklingum, aðstandendum, rannsóknum, kennslu og upplýsingum, þar sem er um siðferðilegar spurningar er að ræða. Það eru ekki einungis spurningar um líf eða dauða, heldur líka spurningar eins og: Hvernig er ábyrgð mín gagnvart náunga mínum? Hvernig get ég aðstoðað þessa manneskju og sett þarfir hennar í það ferli að hún nái sem bestri líðan og heilbrigði? Hvað um opinber skrif, skjöl og pappíra sem eru gerðir, hvaða afleiðingar hafa þeir fyrir viðkomandi manneskju? Umfjöllun í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum Eins og við höfum orðið svo oft vitni að hafa siðferðileg gildi ekki alltaf verið höfð í heiðri. Þar má til dæmis nefna umfjöllun um skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins. Stjórnendur heilbrigðisstofnana hafa á undanförnum árum oft fríað sig ábyrgð til að taka á þeim málum sem brýnt hefur verið að taka á. Heilbrigðisstarfsmenn, sjúklingar og aðstandendur hafa því miður oft orðið fyrir óvæginni árás og ósanngjarnri umræðu þar sem siðfræðin hefur vikið fyrir óvönduðum vinnubrögðum og „gaslýsingu“.Yfirmenn halda oft hlífðarskildi yfir hvor öðrum. Þeir vilja ekki falla í ónáð innan stjórnskipulagsins en þeir sem vinna á gólfinu og hafa sett fram gagnrýni verða oft það mein sem er fjarlægt. Skortur á gagnrýnum umræðum þar sem siðfræðinni er beitt er ein af mjög veikum stöðum í heilbrigðisþjónustunni, samt er mikið rætt að rýna til gagns. Stikkorð eins og margar heilbrigðisstofnanir nota s.s. virðing, samvinna, fagmenska, gæðastefna, öryggi, tímanleiki, skilvirk þjónusta, jafnræði, notendamiðuð þjónusta, árangursrík þjónusta, hljómar allt vel, en þegar á reynir virðist þessi stikkorð eiga sér lítið gildi. Því má segja að þetta séu innantóm hugtök sem vantar að leggja áherslu á til að byggja upp góða og árangursríka þjónustu og mannlegt starfsumhverfi. Til hvers er siðfræði í heilbrigðisgeiranum? Góð mannbætandi siðfræði felst í því að fylgja reglum, góðum gildum og lögum og geta í hvívetna sýnt virðingu, kærleika og samkennd í persónulegri nálgun. Siðferðilegar meginreglur og viðmið gefa okkur leiðsögn til að taka á vandamálum sem eru stöðugt á vegi okkar og þurfa úrlausnar við. Allir sjúklingar eiga rétt til mannhelgi lögum samkvæmt og í heilbrigðisstefnunni til ársins 2030 sem samþykkt hefur verið að starfa eftir þar er skýrt tekið fram að standa skulu vörð um mikilvægustu siðferðilegu verðmætin og þau eigi að vera sá grunnur sem heilbrigðisþjónustan byggist á. Þar er viðmiðið um mannhelgi sett framar en um samstöðu og skilvirkni. Af þessum ríku ástæðum er það ljóst að allir heilbrigðisstarfsmenn og stofnanir verða að vanda umfjöllun sína í samræmi við gildandi lög um réttindi sjúklinga. Höfundar eru í stjórn Heilsuhags-hagsmuna samtök í heilbrigðisþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Sjá meira
Á undanförnum misserum hafa ýmis erfið mál komið upp innan heilbrigðiskerfisins sem fær fólk til að staldra við og velta fyrir sér siðferðilegum spurningum um gildi, ábyrgð og trúverðugleika innan heilbrigðiskerfisins. Almennt séð snýst siðfræði um manneskjuna, veruleikann sem hún býr við, reglur um það hvernig við tengjum saman athafnir, tökum afstöðu til annarra og metum sjálf okkur og umhverfi okkar. Í þessu samhengi má sjá að siðfræðinni, sem ætti að öllu jöfnu að vera hornsteinn í íslensku heilbrigðiskerfi, er mjög ábótavant. Siðfræði í heilbrigðiskerfinu Ef við skoðum aðeins betur um hvað siðfræðin snýst, þá ætti það að vera grunnkrafa okkar til að geta átt gott mannúðlegt samfélagað kunna að beita henni í okkar daglegu samskiptum. Í heilbrigðiskerfinu standa stjórnendur stöðugt frammi fyrir samstarfsfólki, nemendum, sjúklingum, aðstandendum, rannsóknum, kennslu og upplýsingum, þar sem er um siðferðilegar spurningar er að ræða. Það eru ekki einungis spurningar um líf eða dauða, heldur líka spurningar eins og: Hvernig er ábyrgð mín gagnvart náunga mínum? Hvernig get ég aðstoðað þessa manneskju og sett þarfir hennar í það ferli að hún nái sem bestri líðan og heilbrigði? Hvað um opinber skrif, skjöl og pappíra sem eru gerðir, hvaða afleiðingar hafa þeir fyrir viðkomandi manneskju? Umfjöllun í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum Eins og við höfum orðið svo oft vitni að hafa siðferðileg gildi ekki alltaf verið höfð í heiðri. Þar má til dæmis nefna umfjöllun um skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins. Stjórnendur heilbrigðisstofnana hafa á undanförnum árum oft fríað sig ábyrgð til að taka á þeim málum sem brýnt hefur verið að taka á. Heilbrigðisstarfsmenn, sjúklingar og aðstandendur hafa því miður oft orðið fyrir óvæginni árás og ósanngjarnri umræðu þar sem siðfræðin hefur vikið fyrir óvönduðum vinnubrögðum og „gaslýsingu“.Yfirmenn halda oft hlífðarskildi yfir hvor öðrum. Þeir vilja ekki falla í ónáð innan stjórnskipulagsins en þeir sem vinna á gólfinu og hafa sett fram gagnrýni verða oft það mein sem er fjarlægt. Skortur á gagnrýnum umræðum þar sem siðfræðinni er beitt er ein af mjög veikum stöðum í heilbrigðisþjónustunni, samt er mikið rætt að rýna til gagns. Stikkorð eins og margar heilbrigðisstofnanir nota s.s. virðing, samvinna, fagmenska, gæðastefna, öryggi, tímanleiki, skilvirk þjónusta, jafnræði, notendamiðuð þjónusta, árangursrík þjónusta, hljómar allt vel, en þegar á reynir virðist þessi stikkorð eiga sér lítið gildi. Því má segja að þetta séu innantóm hugtök sem vantar að leggja áherslu á til að byggja upp góða og árangursríka þjónustu og mannlegt starfsumhverfi. Til hvers er siðfræði í heilbrigðisgeiranum? Góð mannbætandi siðfræði felst í því að fylgja reglum, góðum gildum og lögum og geta í hvívetna sýnt virðingu, kærleika og samkennd í persónulegri nálgun. Siðferðilegar meginreglur og viðmið gefa okkur leiðsögn til að taka á vandamálum sem eru stöðugt á vegi okkar og þurfa úrlausnar við. Allir sjúklingar eiga rétt til mannhelgi lögum samkvæmt og í heilbrigðisstefnunni til ársins 2030 sem samþykkt hefur verið að starfa eftir þar er skýrt tekið fram að standa skulu vörð um mikilvægustu siðferðilegu verðmætin og þau eigi að vera sá grunnur sem heilbrigðisþjónustan byggist á. Þar er viðmiðið um mannhelgi sett framar en um samstöðu og skilvirkni. Af þessum ríku ástæðum er það ljóst að allir heilbrigðisstarfsmenn og stofnanir verða að vanda umfjöllun sína í samræmi við gildandi lög um réttindi sjúklinga. Höfundar eru í stjórn Heilsuhags-hagsmuna samtök í heilbrigðisþjónustu.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar