Víðtækari aðgerðir Eflingar munu hafa lamandi áhrif Heimir Már Pétursson skrifar 31. janúar 2023 19:55 Forráðamenn Samskipa undrast að verkfallsaðgerðir Eflingar beinist einungis að þeirra félagi en ekki öðrum flutningsaðilum einnig en vona að ekki komi til verkfalls. Stöð 2/Sigurjón Víðtækar aðgerðir sem Efling boðaði til í dag munu lama starfsemi flestra stærstu hótela borgarinnar, dreifingu eldsneytis um landið og hafa mikil áhrif á dreifingu Samskipa á vörum. Félagsdómur tók fyrir í dag stefnu Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu vegna boðun verkfalla sem eiga að hefjast á þriðjudag. Eflingarfélagar á sjö hótelum Íslandshótela hafa samþykkt í atkvæðagreiðslu að hefja ótímabundið verkfall á sjö hótelum Íslandshótela frá hádegi næsta þriðjudag. Samtök atvinnulífsins stefndu síðan Eflingu fyrir Félagsdóm í dag vegna þessa og telja boðunina ólöglega. Klippa: Víðtækari aðgerðir Eflingar munu hafa lamandi áhrif Í dag boðaði Efling síðan atkvæðagreiðslu meðal 500 starfsmanna á öllum Berjaya hótelunum, eða gömlu Icelandair hótelunum í Reykjavík, Edition hótelinu og um 70 bílstjórum hjá Samskipum, Olíudreifingu og Skeljungi. Á föstudag á Efling að skila inn greinargerð til Héraðsdóms Reykjavíkur vegna kröfu ríkissáttasemjara um aðgang að kjörskrá félagsins, þann dag hefst síðan atkvæðagreiðsla um aðgerðirnar sem boðaðar voru í dag. Á þriðjudag í næstu viku hefst að óbreyttu verkfall á sjö hótelum Íslandshótela og atkvæðagreiðslu um nýjar aðgerðir lýkur. Verði þær samþykktar hefjast þau verkföll hinn 15. febrúar. Samskip undrast það í yfirlýsingu í dag að aðgerðir Eflingar beinist einungis gegn einum flutningsaðila en vonast jafnframt til að ekki komi til verkfalls. Sólveig Anna Jónsdóttir segir kröfur Eflingar einfaldr, sanngjarnar og skýrar og snúast um að fólk nái endum saman.Stöð 2/Sigurjón Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið tilbúið til að ganga langt til að ná ásættanlegum samningum. „Þegar ég er spurð að þessu hversu langt við séum tilbúin að ganga, vil ég spyrja til baka; hversu langt eru Samtök atvinnulífsins tilbúin að ganga til að koma sér hjá því að gera einfaldlega eflingarsamning við eflingarfólk. Aftur, það er ekki eins og kröfur okkar séu yfirgengilegar eða út úr öllu korti,“ segir Sólveig Anna. Þetta væru einfaldar og sanngjarnar kröfur um að eflingarfólk eigi meiri möguleika að ná endum saman. „Ég vona að staðfesta samninganefndar Eflingar og eflingarfólks verði til þess að kippa mönnum loksins niður á jörðina. Það hefur ávallt verið mín von í allri þessari deilu og hún er enn til staðar,“ segir formaður Eflingar. Saka Eflingu um að virða ekki reglur réttarríkisins Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekki hægt að boða til verkfalls á sama tíma og miðlingartillaga liggi frammi frá ríkissáttasemjara. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA óttast að vinndeilan geti orðið mjög löng.Stöð 2/Sigurjón „En jafnvel þótt við höfum okkar skoðanir á miðlunartillögunni þá teljum við að við búum í réttarríki. Við eigum að hlýta þeim leikreglum sem við búum við á vinnumarkaði. Að því leytinu til er komin upp fordæmalaus staða,“ segir Halldór Benjamín. Þá geri Samtök atvinnulífsins athugasemdir við framkvæmd atkvæðagreiðslunnar sem lauk um helgina hjá Eflingu. „Núll komma sex prósent af félagsmönnum eru í raun að binda hendur allra félagsmanna sem starfa á kjarasamningnum sem eru 21 þúsund manns. Mér finnst ekki góður bragur á því,“ segir Halldór Benjamín. Formaður Eflingar reiknar með svipaðri niðurstöðu eða enn betri í atkvæðagreiðslum um víðtækari aðgerðir. Enda eigi margir ekkert eftir af launum sínum eftir að hafa greitt húsaleigu. „Þetta er hópur fólks sem eins og ég sagði áðan knýr áfram hjól atvinnulífsins en á samt aldrei neitt fyrir sjálft sig,“ segir Sólveig Anna. Samningsaðilar ræðast ekki við og Halldór Benjamín segir Eflingu hafa slegið á útrétta sáttahönd og sett deiluna í átakagír. „Og langlundargeð atvinnurekenda gagnvart málflutningi Eflingar er ekki mikið um þessar stundir. Þess vegna óttast ég að þetta geti orðið mjög langvinnar vinnudeilur,“ segir framkvæmdastjóri SA. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Eflingarfélagar á sjö hótelum Íslandshótela hafa samþykkt í atkvæðagreiðslu að hefja ótímabundið verkfall á sjö hótelum Íslandshótela frá hádegi næsta þriðjudag. Samtök atvinnulífsins stefndu síðan Eflingu fyrir Félagsdóm í dag vegna þessa og telja boðunina ólöglega. Klippa: Víðtækari aðgerðir Eflingar munu hafa lamandi áhrif Í dag boðaði Efling síðan atkvæðagreiðslu meðal 500 starfsmanna á öllum Berjaya hótelunum, eða gömlu Icelandair hótelunum í Reykjavík, Edition hótelinu og um 70 bílstjórum hjá Samskipum, Olíudreifingu og Skeljungi. Á föstudag á Efling að skila inn greinargerð til Héraðsdóms Reykjavíkur vegna kröfu ríkissáttasemjara um aðgang að kjörskrá félagsins, þann dag hefst síðan atkvæðagreiðsla um aðgerðirnar sem boðaðar voru í dag. Á þriðjudag í næstu viku hefst að óbreyttu verkfall á sjö hótelum Íslandshótela og atkvæðagreiðslu um nýjar aðgerðir lýkur. Verði þær samþykktar hefjast þau verkföll hinn 15. febrúar. Samskip undrast það í yfirlýsingu í dag að aðgerðir Eflingar beinist einungis gegn einum flutningsaðila en vonast jafnframt til að ekki komi til verkfalls. Sólveig Anna Jónsdóttir segir kröfur Eflingar einfaldr, sanngjarnar og skýrar og snúast um að fólk nái endum saman.Stöð 2/Sigurjón Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið tilbúið til að ganga langt til að ná ásættanlegum samningum. „Þegar ég er spurð að þessu hversu langt við séum tilbúin að ganga, vil ég spyrja til baka; hversu langt eru Samtök atvinnulífsins tilbúin að ganga til að koma sér hjá því að gera einfaldlega eflingarsamning við eflingarfólk. Aftur, það er ekki eins og kröfur okkar séu yfirgengilegar eða út úr öllu korti,“ segir Sólveig Anna. Þetta væru einfaldar og sanngjarnar kröfur um að eflingarfólk eigi meiri möguleika að ná endum saman. „Ég vona að staðfesta samninganefndar Eflingar og eflingarfólks verði til þess að kippa mönnum loksins niður á jörðina. Það hefur ávallt verið mín von í allri þessari deilu og hún er enn til staðar,“ segir formaður Eflingar. Saka Eflingu um að virða ekki reglur réttarríkisins Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekki hægt að boða til verkfalls á sama tíma og miðlingartillaga liggi frammi frá ríkissáttasemjara. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA óttast að vinndeilan geti orðið mjög löng.Stöð 2/Sigurjón „En jafnvel þótt við höfum okkar skoðanir á miðlunartillögunni þá teljum við að við búum í réttarríki. Við eigum að hlýta þeim leikreglum sem við búum við á vinnumarkaði. Að því leytinu til er komin upp fordæmalaus staða,“ segir Halldór Benjamín. Þá geri Samtök atvinnulífsins athugasemdir við framkvæmd atkvæðagreiðslunnar sem lauk um helgina hjá Eflingu. „Núll komma sex prósent af félagsmönnum eru í raun að binda hendur allra félagsmanna sem starfa á kjarasamningnum sem eru 21 þúsund manns. Mér finnst ekki góður bragur á því,“ segir Halldór Benjamín. Formaður Eflingar reiknar með svipaðri niðurstöðu eða enn betri í atkvæðagreiðslum um víðtækari aðgerðir. Enda eigi margir ekkert eftir af launum sínum eftir að hafa greitt húsaleigu. „Þetta er hópur fólks sem eins og ég sagði áðan knýr áfram hjól atvinnulífsins en á samt aldrei neitt fyrir sjálft sig,“ segir Sólveig Anna. Samningsaðilar ræðast ekki við og Halldór Benjamín segir Eflingu hafa slegið á útrétta sáttahönd og sett deiluna í átakagír. „Og langlundargeð atvinnurekenda gagnvart málflutningi Eflingar er ekki mikið um þessar stundir. Þess vegna óttast ég að þetta geti orðið mjög langvinnar vinnudeilur,“ segir framkvæmdastjóri SA.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira