Víðtækari aðgerðir Eflingar munu hafa lamandi áhrif Heimir Már Pétursson skrifar 31. janúar 2023 19:55 Forráðamenn Samskipa undrast að verkfallsaðgerðir Eflingar beinist einungis að þeirra félagi en ekki öðrum flutningsaðilum einnig en vona að ekki komi til verkfalls. Stöð 2/Sigurjón Víðtækar aðgerðir sem Efling boðaði til í dag munu lama starfsemi flestra stærstu hótela borgarinnar, dreifingu eldsneytis um landið og hafa mikil áhrif á dreifingu Samskipa á vörum. Félagsdómur tók fyrir í dag stefnu Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu vegna boðun verkfalla sem eiga að hefjast á þriðjudag. Eflingarfélagar á sjö hótelum Íslandshótela hafa samþykkt í atkvæðagreiðslu að hefja ótímabundið verkfall á sjö hótelum Íslandshótela frá hádegi næsta þriðjudag. Samtök atvinnulífsins stefndu síðan Eflingu fyrir Félagsdóm í dag vegna þessa og telja boðunina ólöglega. Klippa: Víðtækari aðgerðir Eflingar munu hafa lamandi áhrif Í dag boðaði Efling síðan atkvæðagreiðslu meðal 500 starfsmanna á öllum Berjaya hótelunum, eða gömlu Icelandair hótelunum í Reykjavík, Edition hótelinu og um 70 bílstjórum hjá Samskipum, Olíudreifingu og Skeljungi. Á föstudag á Efling að skila inn greinargerð til Héraðsdóms Reykjavíkur vegna kröfu ríkissáttasemjara um aðgang að kjörskrá félagsins, þann dag hefst síðan atkvæðagreiðsla um aðgerðirnar sem boðaðar voru í dag. Á þriðjudag í næstu viku hefst að óbreyttu verkfall á sjö hótelum Íslandshótela og atkvæðagreiðslu um nýjar aðgerðir lýkur. Verði þær samþykktar hefjast þau verkföll hinn 15. febrúar. Samskip undrast það í yfirlýsingu í dag að aðgerðir Eflingar beinist einungis gegn einum flutningsaðila en vonast jafnframt til að ekki komi til verkfalls. Sólveig Anna Jónsdóttir segir kröfur Eflingar einfaldr, sanngjarnar og skýrar og snúast um að fólk nái endum saman.Stöð 2/Sigurjón Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið tilbúið til að ganga langt til að ná ásættanlegum samningum. „Þegar ég er spurð að þessu hversu langt við séum tilbúin að ganga, vil ég spyrja til baka; hversu langt eru Samtök atvinnulífsins tilbúin að ganga til að koma sér hjá því að gera einfaldlega eflingarsamning við eflingarfólk. Aftur, það er ekki eins og kröfur okkar séu yfirgengilegar eða út úr öllu korti,“ segir Sólveig Anna. Þetta væru einfaldar og sanngjarnar kröfur um að eflingarfólk eigi meiri möguleika að ná endum saman. „Ég vona að staðfesta samninganefndar Eflingar og eflingarfólks verði til þess að kippa mönnum loksins niður á jörðina. Það hefur ávallt verið mín von í allri þessari deilu og hún er enn til staðar,“ segir formaður Eflingar. Saka Eflingu um að virða ekki reglur réttarríkisins Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekki hægt að boða til verkfalls á sama tíma og miðlingartillaga liggi frammi frá ríkissáttasemjara. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA óttast að vinndeilan geti orðið mjög löng.Stöð 2/Sigurjón „En jafnvel þótt við höfum okkar skoðanir á miðlunartillögunni þá teljum við að við búum í réttarríki. Við eigum að hlýta þeim leikreglum sem við búum við á vinnumarkaði. Að því leytinu til er komin upp fordæmalaus staða,“ segir Halldór Benjamín. Þá geri Samtök atvinnulífsins athugasemdir við framkvæmd atkvæðagreiðslunnar sem lauk um helgina hjá Eflingu. „Núll komma sex prósent af félagsmönnum eru í raun að binda hendur allra félagsmanna sem starfa á kjarasamningnum sem eru 21 þúsund manns. Mér finnst ekki góður bragur á því,“ segir Halldór Benjamín. Formaður Eflingar reiknar með svipaðri niðurstöðu eða enn betri í atkvæðagreiðslum um víðtækari aðgerðir. Enda eigi margir ekkert eftir af launum sínum eftir að hafa greitt húsaleigu. „Þetta er hópur fólks sem eins og ég sagði áðan knýr áfram hjól atvinnulífsins en á samt aldrei neitt fyrir sjálft sig,“ segir Sólveig Anna. Samningsaðilar ræðast ekki við og Halldór Benjamín segir Eflingu hafa slegið á útrétta sáttahönd og sett deiluna í átakagír. „Og langlundargeð atvinnurekenda gagnvart málflutningi Eflingar er ekki mikið um þessar stundir. Þess vegna óttast ég að þetta geti orðið mjög langvinnar vinnudeilur,“ segir framkvæmdastjóri SA. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Eflingarfélagar á sjö hótelum Íslandshótela hafa samþykkt í atkvæðagreiðslu að hefja ótímabundið verkfall á sjö hótelum Íslandshótela frá hádegi næsta þriðjudag. Samtök atvinnulífsins stefndu síðan Eflingu fyrir Félagsdóm í dag vegna þessa og telja boðunina ólöglega. Klippa: Víðtækari aðgerðir Eflingar munu hafa lamandi áhrif Í dag boðaði Efling síðan atkvæðagreiðslu meðal 500 starfsmanna á öllum Berjaya hótelunum, eða gömlu Icelandair hótelunum í Reykjavík, Edition hótelinu og um 70 bílstjórum hjá Samskipum, Olíudreifingu og Skeljungi. Á föstudag á Efling að skila inn greinargerð til Héraðsdóms Reykjavíkur vegna kröfu ríkissáttasemjara um aðgang að kjörskrá félagsins, þann dag hefst síðan atkvæðagreiðsla um aðgerðirnar sem boðaðar voru í dag. Á þriðjudag í næstu viku hefst að óbreyttu verkfall á sjö hótelum Íslandshótela og atkvæðagreiðslu um nýjar aðgerðir lýkur. Verði þær samþykktar hefjast þau verkföll hinn 15. febrúar. Samskip undrast það í yfirlýsingu í dag að aðgerðir Eflingar beinist einungis gegn einum flutningsaðila en vonast jafnframt til að ekki komi til verkfalls. Sólveig Anna Jónsdóttir segir kröfur Eflingar einfaldr, sanngjarnar og skýrar og snúast um að fólk nái endum saman.Stöð 2/Sigurjón Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið tilbúið til að ganga langt til að ná ásættanlegum samningum. „Þegar ég er spurð að þessu hversu langt við séum tilbúin að ganga, vil ég spyrja til baka; hversu langt eru Samtök atvinnulífsins tilbúin að ganga til að koma sér hjá því að gera einfaldlega eflingarsamning við eflingarfólk. Aftur, það er ekki eins og kröfur okkar séu yfirgengilegar eða út úr öllu korti,“ segir Sólveig Anna. Þetta væru einfaldar og sanngjarnar kröfur um að eflingarfólk eigi meiri möguleika að ná endum saman. „Ég vona að staðfesta samninganefndar Eflingar og eflingarfólks verði til þess að kippa mönnum loksins niður á jörðina. Það hefur ávallt verið mín von í allri þessari deilu og hún er enn til staðar,“ segir formaður Eflingar. Saka Eflingu um að virða ekki reglur réttarríkisins Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekki hægt að boða til verkfalls á sama tíma og miðlingartillaga liggi frammi frá ríkissáttasemjara. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA óttast að vinndeilan geti orðið mjög löng.Stöð 2/Sigurjón „En jafnvel þótt við höfum okkar skoðanir á miðlunartillögunni þá teljum við að við búum í réttarríki. Við eigum að hlýta þeim leikreglum sem við búum við á vinnumarkaði. Að því leytinu til er komin upp fordæmalaus staða,“ segir Halldór Benjamín. Þá geri Samtök atvinnulífsins athugasemdir við framkvæmd atkvæðagreiðslunnar sem lauk um helgina hjá Eflingu. „Núll komma sex prósent af félagsmönnum eru í raun að binda hendur allra félagsmanna sem starfa á kjarasamningnum sem eru 21 þúsund manns. Mér finnst ekki góður bragur á því,“ segir Halldór Benjamín. Formaður Eflingar reiknar með svipaðri niðurstöðu eða enn betri í atkvæðagreiðslum um víðtækari aðgerðir. Enda eigi margir ekkert eftir af launum sínum eftir að hafa greitt húsaleigu. „Þetta er hópur fólks sem eins og ég sagði áðan knýr áfram hjól atvinnulífsins en á samt aldrei neitt fyrir sjálft sig,“ segir Sólveig Anna. Samningsaðilar ræðast ekki við og Halldór Benjamín segir Eflingu hafa slegið á útrétta sáttahönd og sett deiluna í átakagír. „Og langlundargeð atvinnurekenda gagnvart málflutningi Eflingar er ekki mikið um þessar stundir. Þess vegna óttast ég að þetta geti orðið mjög langvinnar vinnudeilur,“ segir framkvæmdastjóri SA.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira