„Ég hélt bara að klakastykkin ætluðu í gegnum bílinn” Máni Snær Þorláksson skrifar 1. febrúar 2023 15:16 Þorkell bjóst við að skemmdirnar yrðu meiri en það sér þó á bílnum. Þorkell Þorkelsson Þorkell Þorkelsson var að keyra á Suðurlandsvegi klukkan rétt rúmlega 16 í gær þegar hann mætti stærðarinnar snjóruðningstæki sem var að keyra á hinni akreininni. Bíll Þorkels varð fyrir skemmdum og hann leitar nú að ökumanni tækisins. „Hann er að keyra þarna á móti mér á töluverðri ferð og nær að ausa svona gjörsamlega yfir okkur,” segir Þorkell í samtali við Vísi um málið. „Strókurinn stóð örugglega í svona fimm, sex, sjö metrum. Bíllinn sem var svona sex, sjö metrum fyrir framan mig – hann hvarf bara í klakaregni, bókstaflega, svörtu klakaregni. Ég reyni eitthvað að hægja á mér en maður er náttúrulega bara að keyra þarna, hvað á maður að gera?” Þrátt fyrir að Þorkell hafi reynt að hægja á sér þá náði hann ekki að forðast klakaregnið. Taldi sig hafa sloppið með skrekkinn „Ég fæ þetta yfir allan bílinn og ég hélt bara að klakastykkin ætluðu í gegnum bílinn,” segir hann. Klakinn fór þó ekki í gegnum bílinn og því hélt Þorkell að hann hefði sloppið með skrekkinn. Þegar á leiðarenda var komið var honum þó ljóst að svo var ekki alveg. „Stuðarinn brotnaði að framan og annað framljósið. Annað hef ég ekki séð ennþá en ég efast ekki um að það sjáist meira á bílnum þegar ég fer að þrífa hann,” segir hann. „Það er eiginlega magnað hvað í rauninni skemmdist lítið, miðað við lætin. Ég hélt að framrúðan ætlaði hreinlega niður úr.” Enginn haft samband Þorkell óskaði eftir aðstoð vegna málsins í færslu sem hann birti á Facebook. Hann leitar nú að ökumanni snjóruðningstækisins. „Shit happens eins og maðurinn sagði en þætti vænt um ef ökumaður snjóruðningstækisins gæti gefið sig fram,” segir hann í færslunni. Þá hefur hann haft samband bæði við Reykjavíkurborg og Vegagerðina vegna málsins en hann hefur enn ekki fengið nein svör. „Það hefur enginn haft samband við mig ennþá” segir hann í samtali við blaðamann. „Ég fékk Árekstur.is til þess að koma og taka tjónaskýrslu og allt svoleiðis, þeir ætla líka að vinna í málinu. Þeir efast um að viðkomandi verktaki muni yfirhöfuð viðurkenna þetta þannig að maður veit ekki.” Snjómokstur Reykjavík Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
„Hann er að keyra þarna á móti mér á töluverðri ferð og nær að ausa svona gjörsamlega yfir okkur,” segir Þorkell í samtali við Vísi um málið. „Strókurinn stóð örugglega í svona fimm, sex, sjö metrum. Bíllinn sem var svona sex, sjö metrum fyrir framan mig – hann hvarf bara í klakaregni, bókstaflega, svörtu klakaregni. Ég reyni eitthvað að hægja á mér en maður er náttúrulega bara að keyra þarna, hvað á maður að gera?” Þrátt fyrir að Þorkell hafi reynt að hægja á sér þá náði hann ekki að forðast klakaregnið. Taldi sig hafa sloppið með skrekkinn „Ég fæ þetta yfir allan bílinn og ég hélt bara að klakastykkin ætluðu í gegnum bílinn,” segir hann. Klakinn fór þó ekki í gegnum bílinn og því hélt Þorkell að hann hefði sloppið með skrekkinn. Þegar á leiðarenda var komið var honum þó ljóst að svo var ekki alveg. „Stuðarinn brotnaði að framan og annað framljósið. Annað hef ég ekki séð ennþá en ég efast ekki um að það sjáist meira á bílnum þegar ég fer að þrífa hann,” segir hann. „Það er eiginlega magnað hvað í rauninni skemmdist lítið, miðað við lætin. Ég hélt að framrúðan ætlaði hreinlega niður úr.” Enginn haft samband Þorkell óskaði eftir aðstoð vegna málsins í færslu sem hann birti á Facebook. Hann leitar nú að ökumanni snjóruðningstækisins. „Shit happens eins og maðurinn sagði en þætti vænt um ef ökumaður snjóruðningstækisins gæti gefið sig fram,” segir hann í færslunni. Þá hefur hann haft samband bæði við Reykjavíkurborg og Vegagerðina vegna málsins en hann hefur enn ekki fengið nein svör. „Það hefur enginn haft samband við mig ennþá” segir hann í samtali við blaðamann. „Ég fékk Árekstur.is til þess að koma og taka tjónaskýrslu og allt svoleiðis, þeir ætla líka að vinna í málinu. Þeir efast um að viðkomandi verktaki muni yfirhöfuð viðurkenna þetta þannig að maður veit ekki.”
Snjómokstur Reykjavík Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira