Grunuð um að hafa myrt tvífara sinn Máni Snær Þorláksson skrifar 1. febrúar 2023 17:07 Lögreglan í Ingolstadt við rannsókn málsins. Getty/Peter Kneffel Lögreglunni í þýsku borginni Ingolstadt var þann 16. ágúst í fyrra tilkynnt um hvarf 23 ára gamallar þýsk-írakskrar konu sem starfar sem áhrifavaldur. Stuttu síðar fannst bíll hennar í Ingolstadt. Í bílnum var lík konu með afmyndað andlit sem hafði verið stungin ítrekað. Foreldrar þýsk-íröksku konunnar töldu að um lík dóttur sinnar væri að ræða. Það hélt lögreglan líka þar til niðurstöður úr krufningu og DNA-prófum bárust. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að líkið tilheyrði ekki áhrifavaldinum, það var í raun af 23 ára gamalli alsírskri konu sem var sláandi lík jafnöldru sinni sem hafði horfið. Fannst á lífi og var handtekin Tveimur dögum eftir að tilkynnt var um hvarf áhrifavaldsins tókst lögreglunni að rekja ferðir hennar til 23 ára karlmanns frá Kósóvó. Þar fannst hún á lífi en bæði hún og maðurinn voru handtekin, grunuð um að hafa orðið alsírsku konunni að bana. Andreas Aichele, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Ingolstadt, segir lögregluna gruna að þau hafi myrt alsírsku konuna til þess að sviðsetja dauða þeirrar þýsk-íröksku. „Lögreglan telur núna að hin grunaða hafi viljað fara í felur vegna vandamála í fjölskyldunni og að hún hafi þess vegna sviðsett dauða sinn,” er haft eftir Aichele í frétt CNN um málið. Auglýsti eftir tvífara á samfélagsmiðlum Samkvæmt Aichele voru þýsk-írakska konan og maðurinn frá Kósóvó með áform um að finna tvífara fyrir konuna á netinu, drepa hana og stilla líki hennar upp með þeim hætti að því yrði ruglað við áhrifavaldinn. Þýsk-írakska konan auglýsti eftir tvífara fyrir sig á samfélagsmiðlum sínum með loforðum um að tvífarinn fengi svo að hitta sig. Lögreglan í Ingolstadt hefur rætt við nokkrar aðrar konur sem áhrifavaldurinn hafði verið í sambandi við er hún var í leit að rétta tvífaranum. Áhrifavaldurinn og maðurinn frá Kósóvó sitja nú bæði í fangelsi en hvorugt þeirra hefur verið nafngreint sökum persónuverndarlaga í Þýskalandi. Þýskaland Erlend sakamál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira
Það hélt lögreglan líka þar til niðurstöður úr krufningu og DNA-prófum bárust. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að líkið tilheyrði ekki áhrifavaldinum, það var í raun af 23 ára gamalli alsírskri konu sem var sláandi lík jafnöldru sinni sem hafði horfið. Fannst á lífi og var handtekin Tveimur dögum eftir að tilkynnt var um hvarf áhrifavaldsins tókst lögreglunni að rekja ferðir hennar til 23 ára karlmanns frá Kósóvó. Þar fannst hún á lífi en bæði hún og maðurinn voru handtekin, grunuð um að hafa orðið alsírsku konunni að bana. Andreas Aichele, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Ingolstadt, segir lögregluna gruna að þau hafi myrt alsírsku konuna til þess að sviðsetja dauða þeirrar þýsk-íröksku. „Lögreglan telur núna að hin grunaða hafi viljað fara í felur vegna vandamála í fjölskyldunni og að hún hafi þess vegna sviðsett dauða sinn,” er haft eftir Aichele í frétt CNN um málið. Auglýsti eftir tvífara á samfélagsmiðlum Samkvæmt Aichele voru þýsk-írakska konan og maðurinn frá Kósóvó með áform um að finna tvífara fyrir konuna á netinu, drepa hana og stilla líki hennar upp með þeim hætti að því yrði ruglað við áhrifavaldinn. Þýsk-írakska konan auglýsti eftir tvífara fyrir sig á samfélagsmiðlum sínum með loforðum um að tvífarinn fengi svo að hitta sig. Lögreglan í Ingolstadt hefur rætt við nokkrar aðrar konur sem áhrifavaldurinn hafði verið í sambandi við er hún var í leit að rétta tvífaranum. Áhrifavaldurinn og maðurinn frá Kósóvó sitja nú bæði í fangelsi en hvorugt þeirra hefur verið nafngreint sökum persónuverndarlaga í Þýskalandi.
Þýskaland Erlend sakamál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira