Flugvélin kostnaðarsöm og notkunin „mjög lítil“ Máni Snær Þorláksson skrifar 2. febrúar 2023 15:30 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra svaraði fyrir fyrirhugaða sölu á TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að flugvél Landhelgisgæslunnar sé kostnaðarsöm og lítið notuð. Fyrirhuguð sala á vélinni var til umfjöllunar í funheitri umræðu á Alþingi í dag. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði söluna á TF-SIF að umræðuefni sínu í óundirbúnum fyrirspurnum. Helga Vala beindi fyrirspurninni til dómsmálaráðherra sem hefur verið harðlega gagnrýndur af stjórnarandstöðunni fyrir áform sín um að selja vélina. „Hæstvirtur dómsmálaráðherra hefur nú tilkynnt um sölu á einu flugvél Landhelgisgæslunnar. Gæslan hefur rekið flugvél síðustu 70 ár en hefur ekki lengur efni á því að mati hæstvirts ráðherra,“ sagði Helga Vala í upphafi ræðunnar. Helga Vala fór þá yfir öll þau verkefni sem flugvélin hefur verið notuð í. Hún hafi verið notuð til að hafa eftirlit með lögsögunni, við fiskveiðieftirlit og við almannavarnir. „Þessi bráðaaðgerð hæstvirts dómsmálaráðherra við óráðsíu ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum er, ef marka má orð prófessors í jarðeðlisfræði, Magnúsar Tuma Guðmundssonar, eins og ef lögreglan myndi selja alla bílana sína og fara gangandi í útköll. Þetta er sambærilegt, herra forseti.“ Klippa: Eins og ef lögreglan myndi selja alla bílana sína Þá sagði þingmaðurinn að björgunarsvæðið í kringum Ísland væri 1,9 milljón ferkílómetrar að stærð eða svipað og allt Mexíkó. „Væntanlega ætlast hæstvirtur ráðherra til þess að Landhelgisgæslan sinni öllu sínu nauðsynlega eftirliti á svæðinu með þyrlum sínum, sem er ómögulegt, eða með varðskipum sínum, sem er einnig ómögulegt.“ Hún sagði að Ísland þurfi að tryggja nauðsynlegar varnir og sinna eftirliti. Óboðlegt sé að ríkisfjármálastefna ríkisstjórnarinnar leiði til þess að Landhelgisgæslan eigi að selja einu flugvélina sína til þess að minnka rekstrarkostnað. Að lokum spurði hún hvernig dómsmálaráðherra sjái fyrir sér að Landhelgisgæslan geti sinnt sínum lögbundnu störfum eftir sölu á flugvélinni. Einnig spurði hún hann hvers vegna hann kynnti ekki fyrirætlun sína fyrir Alþingi, í nefndum þess og í þingsal. Ákvörðunin, sem fréttist af í gær, hefur vakið mikla athygli og virðist hafa verið á fárra vitorði. Ekki er fjallað um sölu vélarinnar í fjárlögum fyrir árið og því ekki heimild til staðar fyrir sölunni. Áhrif á öryggissjónarmið lágmörkuð Í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurninni kom fram að salan væri „sameiginleg niðurstaða“ dómsmálaráðuneytisins og Landhelgisgæslunnar. „Eftir ítrekaða fundi milli Landhelgisgæslunnar, yfirmanna þar, og dómsmálaráðuneytisins barst okkur bréf 18. desember frá Landhelgisgæslunni þar sem margar leiðir voru viðraðar sem við gætum brugðist við með í rekstri. Það varð sameiginleg niðurstaða okkar að þessi væri skaðaminnst út frá sjónarmiðum í rekstri og öryggiskröfum og viðbragði og björgunargetu Landhelgisgæslunnar,“ sagði Jón. Klippa: Það eru til aðrar hagkvæmari lausnir Ákvörðunin muni styðja við öflugan rekstur varðskipa og þyrlna og tryggja rekstur þeirra betur en áður. Einnig sagði hann að áhrif sölunnar á öryggissjónarmið væru lágmörkuð þar sem vélinni er aðeins flogið í innan við 100 tíma á ári á síðustu árum. „Vélin er auk þess mjög dýr í rekstri og það liggja fyrir kostnaðarsamar uppfærslur á tækjabúnaði hennar sem nema sennilega einhverjum hundruðum milljóna. Það eru til aðrar hagkvæmari lausnir sem við erum að horfa til, einkum til eftirlits á ytri starfssvæðum utan drægni þyrlna og það verður að tryggja þá viðveru á ársgrundvelli. Sá undirbúningur er hafinn, meðal annars með viðræðum við Isavia um hvort álitlegt væri að fara í samrekstur á þeim vélum eða með öðrum lausnum. Það er alla vega atriði sem er mjög mikilvægt að við leysum og við munum finna lausn á því sem varðar öryggissjónarmiðin sem að því snúa samhliða þessum breytingum.“ „Hugsið ykkur kaldhæðnina í þessu“ Helga Vala tók í kjölfarið aftur til máls og sagði að ekki liggi fyrir hvað eigi að koma í staðinn fyrir flugvélina. Hún spurði hvað sé búið að breytast síðan fjárfest var í vélinni og hvers vegna hún væri „gagnslaus og þarflaus“ í dag. Hún benti svo á að flugvélin hafi verið leigð út til flóttamannaflutninga og flóttamannaeftirlits hjá Frontex. „Hugsið ykkur kaldhæðnina í þessu. Þetta er sama vél og er verið að leigja til Frontex og í alls konar eftirlit, fann meðal annars 900 flóttamenn á floti á Miðjarðarhafinu. Það hefur kannski verið akkúrat hugsunin með því að selja þessa vél, að hún gæti ekki fundið þessa flóttamenn.“ Telja hagkvæmara að leita annarra lausna Jón fór þá aftur upp í pontu og sagði að það ætti að vera sérstök ákvörðun ef Ísland ætli sér að taka þátt í landamæraeftirliti Evrópu á Miðjarðarhafi, kaupa ætti þá vél til þess og reka hana í því sambandi. „Hér er talað um að þetta toppi eitthvert stefnuleysi og svo er talað um einhverja gagnslausa og þarflausa vél sem Isavia er með. Það liggur alveg fyrir í hvaða verkefnum hún er. Hún er í mjög nauðsynlegum verkefnum sem snúa að þeirra starfsemi, en notkun hennar er mjög lítil.“ TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar.Landhelgisgæslan Hann sagði svo að nóg væri til a flugvélum hér á landi og að þær hafi meðal annars nýst í almannavarnaástandi við flutning á björgunarliði og í sjúkraflugi. Enginn þurfi að velkjast í vafa um að annarra lausna verði leitað til að sinna þessu eftirliti og að það verði gert í samvinnu við Landhelgisgæsluna. „Við teljum að það verði miklu hagkvæmara. Eins og ég nefndi hér áðan þá er þessi vél mjög dýr í rekstri, mjög kostnaðarsamar fjárfestingar fram undan í henni. Ég tel að það sé mjög skynsamlegt, þó að það væri ekki nema út frá þeim sjónarmiðum, að skoða breytingu á þessum rekstri og fara í vélar sem jafnvel eru ekki með nema um 30%, eða einn þriðja, af þeim rekstrarkostnaði sem er á núverandi vélakosti.“ Landhelgisgæslan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði söluna á TF-SIF að umræðuefni sínu í óundirbúnum fyrirspurnum. Helga Vala beindi fyrirspurninni til dómsmálaráðherra sem hefur verið harðlega gagnrýndur af stjórnarandstöðunni fyrir áform sín um að selja vélina. „Hæstvirtur dómsmálaráðherra hefur nú tilkynnt um sölu á einu flugvél Landhelgisgæslunnar. Gæslan hefur rekið flugvél síðustu 70 ár en hefur ekki lengur efni á því að mati hæstvirts ráðherra,“ sagði Helga Vala í upphafi ræðunnar. Helga Vala fór þá yfir öll þau verkefni sem flugvélin hefur verið notuð í. Hún hafi verið notuð til að hafa eftirlit með lögsögunni, við fiskveiðieftirlit og við almannavarnir. „Þessi bráðaaðgerð hæstvirts dómsmálaráðherra við óráðsíu ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum er, ef marka má orð prófessors í jarðeðlisfræði, Magnúsar Tuma Guðmundssonar, eins og ef lögreglan myndi selja alla bílana sína og fara gangandi í útköll. Þetta er sambærilegt, herra forseti.“ Klippa: Eins og ef lögreglan myndi selja alla bílana sína Þá sagði þingmaðurinn að björgunarsvæðið í kringum Ísland væri 1,9 milljón ferkílómetrar að stærð eða svipað og allt Mexíkó. „Væntanlega ætlast hæstvirtur ráðherra til þess að Landhelgisgæslan sinni öllu sínu nauðsynlega eftirliti á svæðinu með þyrlum sínum, sem er ómögulegt, eða með varðskipum sínum, sem er einnig ómögulegt.“ Hún sagði að Ísland þurfi að tryggja nauðsynlegar varnir og sinna eftirliti. Óboðlegt sé að ríkisfjármálastefna ríkisstjórnarinnar leiði til þess að Landhelgisgæslan eigi að selja einu flugvélina sína til þess að minnka rekstrarkostnað. Að lokum spurði hún hvernig dómsmálaráðherra sjái fyrir sér að Landhelgisgæslan geti sinnt sínum lögbundnu störfum eftir sölu á flugvélinni. Einnig spurði hún hann hvers vegna hann kynnti ekki fyrirætlun sína fyrir Alþingi, í nefndum þess og í þingsal. Ákvörðunin, sem fréttist af í gær, hefur vakið mikla athygli og virðist hafa verið á fárra vitorði. Ekki er fjallað um sölu vélarinnar í fjárlögum fyrir árið og því ekki heimild til staðar fyrir sölunni. Áhrif á öryggissjónarmið lágmörkuð Í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurninni kom fram að salan væri „sameiginleg niðurstaða“ dómsmálaráðuneytisins og Landhelgisgæslunnar. „Eftir ítrekaða fundi milli Landhelgisgæslunnar, yfirmanna þar, og dómsmálaráðuneytisins barst okkur bréf 18. desember frá Landhelgisgæslunni þar sem margar leiðir voru viðraðar sem við gætum brugðist við með í rekstri. Það varð sameiginleg niðurstaða okkar að þessi væri skaðaminnst út frá sjónarmiðum í rekstri og öryggiskröfum og viðbragði og björgunargetu Landhelgisgæslunnar,“ sagði Jón. Klippa: Það eru til aðrar hagkvæmari lausnir Ákvörðunin muni styðja við öflugan rekstur varðskipa og þyrlna og tryggja rekstur þeirra betur en áður. Einnig sagði hann að áhrif sölunnar á öryggissjónarmið væru lágmörkuð þar sem vélinni er aðeins flogið í innan við 100 tíma á ári á síðustu árum. „Vélin er auk þess mjög dýr í rekstri og það liggja fyrir kostnaðarsamar uppfærslur á tækjabúnaði hennar sem nema sennilega einhverjum hundruðum milljóna. Það eru til aðrar hagkvæmari lausnir sem við erum að horfa til, einkum til eftirlits á ytri starfssvæðum utan drægni þyrlna og það verður að tryggja þá viðveru á ársgrundvelli. Sá undirbúningur er hafinn, meðal annars með viðræðum við Isavia um hvort álitlegt væri að fara í samrekstur á þeim vélum eða með öðrum lausnum. Það er alla vega atriði sem er mjög mikilvægt að við leysum og við munum finna lausn á því sem varðar öryggissjónarmiðin sem að því snúa samhliða þessum breytingum.“ „Hugsið ykkur kaldhæðnina í þessu“ Helga Vala tók í kjölfarið aftur til máls og sagði að ekki liggi fyrir hvað eigi að koma í staðinn fyrir flugvélina. Hún spurði hvað sé búið að breytast síðan fjárfest var í vélinni og hvers vegna hún væri „gagnslaus og þarflaus“ í dag. Hún benti svo á að flugvélin hafi verið leigð út til flóttamannaflutninga og flóttamannaeftirlits hjá Frontex. „Hugsið ykkur kaldhæðnina í þessu. Þetta er sama vél og er verið að leigja til Frontex og í alls konar eftirlit, fann meðal annars 900 flóttamenn á floti á Miðjarðarhafinu. Það hefur kannski verið akkúrat hugsunin með því að selja þessa vél, að hún gæti ekki fundið þessa flóttamenn.“ Telja hagkvæmara að leita annarra lausna Jón fór þá aftur upp í pontu og sagði að það ætti að vera sérstök ákvörðun ef Ísland ætli sér að taka þátt í landamæraeftirliti Evrópu á Miðjarðarhafi, kaupa ætti þá vél til þess og reka hana í því sambandi. „Hér er talað um að þetta toppi eitthvert stefnuleysi og svo er talað um einhverja gagnslausa og þarflausa vél sem Isavia er með. Það liggur alveg fyrir í hvaða verkefnum hún er. Hún er í mjög nauðsynlegum verkefnum sem snúa að þeirra starfsemi, en notkun hennar er mjög lítil.“ TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar.Landhelgisgæslan Hann sagði svo að nóg væri til a flugvélum hér á landi og að þær hafi meðal annars nýst í almannavarnaástandi við flutning á björgunarliði og í sjúkraflugi. Enginn þurfi að velkjast í vafa um að annarra lausna verði leitað til að sinna þessu eftirliti og að það verði gert í samvinnu við Landhelgisgæsluna. „Við teljum að það verði miklu hagkvæmara. Eins og ég nefndi hér áðan þá er þessi vél mjög dýr í rekstri, mjög kostnaðarsamar fjárfestingar fram undan í henni. Ég tel að það sé mjög skynsamlegt, þó að það væri ekki nema út frá þeim sjónarmiðum, að skoða breytingu á þessum rekstri og fara í vélar sem jafnvel eru ekki með nema um 30%, eða einn þriðja, af þeim rekstrarkostnaði sem er á núverandi vélakosti.“
Landhelgisgæslan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent