Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. Fréttaþulir kvöldfrétta

Þingmenn fordæma vinnubrögð dómsmálaráðherra við ákvörðun um sölu á flugvél Landhelgisgæslunnar og segja hana mikilvæga vegna þjóðaröryggis. Boðað hefur verið til fundar í fjárlaganefnd um málið á morgun. Ýmsir sem tengjast viðbrögðum við náttúruvá og annarri hættu undrast einnig að selja eigi þessa fullkomnustu leitar og björgunarflugvél landsins.

Við fjöllum ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2; fylgjumst með heitum umræðum á Alþingi og ræðum við yfirlögregluþjón almannavarna sem er afar ósáttur við ákvörðunina.

Stjórn Kviku hefur óskað eftir því við stjórn Íslandsbanka að hefja samrunaviðræður milli félaganna. Um er að ræða risavaxin tíðindi á fjármálamarkaði og við fáum ritstjóra Innherja til okkar í settið til að fara yfir málið.

Formaður Eflingar segir félagið ekki treysta ríkissáttasemjara til að leiða frekari viðræður við Samtök atvinnulífsins og vill að nýr einstaklingur verði fundinn í hans stað. Við ræðum við Sólveigu Önnu sem kærði miðlunartillögu ríkissáttasemjara til héraðsdóms í dag.

Þá hittum við Selfyssing sem fagnaði í dag sjötugsafmæli með fimmtíu kílómetra hlaupi og verðum í beinni frá nýju ljósalistaverki á Vetrarhátíð – sem hefst einmitt í dag.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×