„Við getum ekki bara lagt öll hin málefnin til hliðar" Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. febrúar 2023 13:18 Elva Hrönn segist orðlaus yfir viðtökunum sem hún hefur fengið eftir að hún tilkynnti um framboð sitt til formanns VR. Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til formanns VR segir að ekki hafi verið lögð nógu mikil áhersla á mikilvæg málefni undanfarið hjá sitjandi formanni. Hún segir viðbrögð við tilkynningu framboðs síns ótrúleg. Elva Hrönn er sérfræðingur á skrifstofu VR en hún býður sig fram til formanns VR á móti Ragnari Þór Ingólfssyni, núverandi formanns. „Ég er að bjóða mig fram því ég brenn fyrir hagsmuni okkar fólks, launafólks almennt í samfélaginu. Ég er mikil réttlætis-og baráttukona og tel mig eiga fullt erindi inn í þetta embætti,“ segir Elva í samtali við fréttastofu. Hún segir tilganginn með framboði sínu helst vera að leggja áherslu á þau málefni sem ekki hafi fengið nægilega athygli undanfarið. Nauðsynlegt að horfa á heildarmyndina Elva nefnir jafnréttismálin sem dæmi um baráttumál sín. „Við erum með jafnréttisnefnd innan VR og hún hefur staðið sig mjög vel í því að halda þessum málum á lofti, auðvitað í samstarfi við okkur starfsfólkið. En mér finnst við þurfa að taka þessi mál upp á miklu hærra plan og beita okkur fyrir jafnrétti, annars náum við ekki sanngjörnum vinnumarkaði ef þar þrífst mismunum og misrétti gagnvart hópum sem kannski passa ekki inn í eitthvert fyrirfram mótað form,“ segir Elva og nefnir auk þess starfsmenntamál. „Við erum að ganga í gegnum breytingar, tækninýjungar og við erum auðvitað með starfsmenntamálin í góðum höndum, bæði innan VR og á landsvísu en við þurfum að spýta enn meira í lófana til að verða ekki eftir á í þeirri þróun sem á sér stað á markaðnum.“ Þá segir Elva mikilvægt að ræða málefni ungs fólks og koma ungliðaráði VR á laggirnar. „Mikið af ungu fólki þekkir hreinlega ekki réttindi sín og skyldur á vinnumarkaði og þetta er sá hópur sem er hvað mest útsettur fyrir misrétti og misbeitingu.“ Að síðustu nefnir Elva umhverfismál. „Við þurfum að bregðast við og skoða næstu skref fram í tímann. Ekki bara bíða eftir því að við fáum eitthvað í fangið sem þarf að bregðast við.“ „Við getum ekki bara lagt öll hin málefnin til hliðar" Hún segist ekki ósammála áherslumálum Ragnars Þórs, hann haldi þörfum málefnum á lofti, en VR sé stærsta stéttarfélag landsins og því þurfi að horfa á heildarmyndina. „Við getum ekki bara öll hin málefnin til hliðar á meðan við einbeitum okkur að einhverjum tveimur, þremur málefnum.“ Elva Hrönn tekur slaginn við Ragnar Þór.VR/Vísir/Vilhelm Aðspurð um hvort skorað hafi verið á hana að bjóða sig fram eða hvort framboðið sé að hennar frumkvæði segir Elva sitt lítið af hverju spila inn í. Ég fékk vissulega áskoranir en þetta er líka bara mitt verkalýðshjarta og baráttuandinn í mér. Ég fékk vissulega áskoranir en þetta er líka bara mitt verkalýðshjarta og baráttuandinn í mér. Viðbrögðin framar vonum Hún segir viðbrögðin við framboðinu hafa verið ótrúleg. „Ég vonaðist eftir góðum viðbrögðum en ég er að fá viðbrögð úr öllum áttum. Frá fólki sem ég þekki ekki neitt og auðvitað fólki sem ég þekki. Ég er bara orðlaus og þakklát og þetta blæs mér vissulega kraft í brjóst; ég er tilbúin í þetta,“ segir Elva Hrönn Hjartardóttir. Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Sjá meira
Elva Hrönn er sérfræðingur á skrifstofu VR en hún býður sig fram til formanns VR á móti Ragnari Þór Ingólfssyni, núverandi formanns. „Ég er að bjóða mig fram því ég brenn fyrir hagsmuni okkar fólks, launafólks almennt í samfélaginu. Ég er mikil réttlætis-og baráttukona og tel mig eiga fullt erindi inn í þetta embætti,“ segir Elva í samtali við fréttastofu. Hún segir tilganginn með framboði sínu helst vera að leggja áherslu á þau málefni sem ekki hafi fengið nægilega athygli undanfarið. Nauðsynlegt að horfa á heildarmyndina Elva nefnir jafnréttismálin sem dæmi um baráttumál sín. „Við erum með jafnréttisnefnd innan VR og hún hefur staðið sig mjög vel í því að halda þessum málum á lofti, auðvitað í samstarfi við okkur starfsfólkið. En mér finnst við þurfa að taka þessi mál upp á miklu hærra plan og beita okkur fyrir jafnrétti, annars náum við ekki sanngjörnum vinnumarkaði ef þar þrífst mismunum og misrétti gagnvart hópum sem kannski passa ekki inn í eitthvert fyrirfram mótað form,“ segir Elva og nefnir auk þess starfsmenntamál. „Við erum að ganga í gegnum breytingar, tækninýjungar og við erum auðvitað með starfsmenntamálin í góðum höndum, bæði innan VR og á landsvísu en við þurfum að spýta enn meira í lófana til að verða ekki eftir á í þeirri þróun sem á sér stað á markaðnum.“ Þá segir Elva mikilvægt að ræða málefni ungs fólks og koma ungliðaráði VR á laggirnar. „Mikið af ungu fólki þekkir hreinlega ekki réttindi sín og skyldur á vinnumarkaði og þetta er sá hópur sem er hvað mest útsettur fyrir misrétti og misbeitingu.“ Að síðustu nefnir Elva umhverfismál. „Við þurfum að bregðast við og skoða næstu skref fram í tímann. Ekki bara bíða eftir því að við fáum eitthvað í fangið sem þarf að bregðast við.“ „Við getum ekki bara lagt öll hin málefnin til hliðar" Hún segist ekki ósammála áherslumálum Ragnars Þórs, hann haldi þörfum málefnum á lofti, en VR sé stærsta stéttarfélag landsins og því þurfi að horfa á heildarmyndina. „Við getum ekki bara öll hin málefnin til hliðar á meðan við einbeitum okkur að einhverjum tveimur, þremur málefnum.“ Elva Hrönn tekur slaginn við Ragnar Þór.VR/Vísir/Vilhelm Aðspurð um hvort skorað hafi verið á hana að bjóða sig fram eða hvort framboðið sé að hennar frumkvæði segir Elva sitt lítið af hverju spila inn í. Ég fékk vissulega áskoranir en þetta er líka bara mitt verkalýðshjarta og baráttuandinn í mér. Ég fékk vissulega áskoranir en þetta er líka bara mitt verkalýðshjarta og baráttuandinn í mér. Viðbrögðin framar vonum Hún segir viðbrögðin við framboðinu hafa verið ótrúleg. „Ég vonaðist eftir góðum viðbrögðum en ég er að fá viðbrögð úr öllum áttum. Frá fólki sem ég þekki ekki neitt og auðvitað fólki sem ég þekki. Ég er bara orðlaus og þakklát og þetta blæs mér vissulega kraft í brjóst; ég er tilbúin í þetta,“ segir Elva Hrönn Hjartardóttir.
Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Sjá meira