Klopp: „Ég er orðlaus“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. febrúar 2023 20:15 Jürgen Klopp var niðurlútur eftir 3-0 tap sinna manna gegn Wolves í dag. Marc Atkins/Getty Images Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var hálf dofinn eftir 3-0 tap liðsins gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann sagðist vera orðlaus og bað stuðningsmenn liðsins afsökunar. „Það að fá á okkur mörk snemma er eitthvað sem við erum ekki óvanir, en það er hvernig við fengum þessi mörk á okkur sem er óásættanlegt,“ sagði Klopp að leik loknum, en Úlfarnir voru komnir í 2-0 forystu eftir aðeins tólf mínútna leik. „Ef þú horfir á leikinn sérðu að á augnablikum spiluðum við frábæran fótbolta án þess að skora. Við spiluðum góðan leik á útivelli án þess að ná að skora. Ég tel þriðja markið ekki með af því að það var í fyrsta skipti sem þeir komust yfir miðju í seinni hálfleik. Hin tvö mörkin hins vegar, þegar við komum inn í leikinn eftir alla þá hluti sem við sögðum um þennan leik í vikunni, þá er þessy byrjun hræðileg.“ „Þú ert ekki að gera sjálfum þér neinn greiða í þessum aðstæðum þegar þú ert að gefa boltann auðveldlega frá þér. Við vorum passívir í fyrstu tveimur mörkunum. Við vildum vera þéttir og aggressívir, en vorum þéttir og passívir. Ég get ekki útskýrt af hverju það gerist.“ „Það vantar leiðtoga varnarlega, en það útskyrir ekki þessa frammistöðu. Ég held að á þessu augnabliki hefðum við getað gert betur og áttum að gera betur. Við verðum að gera betur á þessum augnablikum þannig við lendum ekki í því að þurfa að elta. Við kláruðum okkar hlutverk ekki nógu vel, við klikkuðum á seinustu sendingunni, og þó við höfum spilað mjög vel á köflum þá vorum við búnir að koma okkur í slæma stöðu með því að fá á okkur þessi tvö mörk.“ „Þetta er eitthvað sem við verðum að breyta. Það er klárt, hundrað prósent. Ég er orðlaus yfir þessu. Mér þykir fyrir þessu,“ sagði niðurlútur Klopp að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Allt í skrúfunni hjá Liverpool sem beið afhroð gegn Úlfunum Wolves valtaði yfir Liverpool á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikmenn Liverpool virtust heillum horfnir á löngum stundum og sigur Wolves afar sannfærandi. 4. febrúar 2023 16:58 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Fleiri fréttir Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Sjá meira
„Það að fá á okkur mörk snemma er eitthvað sem við erum ekki óvanir, en það er hvernig við fengum þessi mörk á okkur sem er óásættanlegt,“ sagði Klopp að leik loknum, en Úlfarnir voru komnir í 2-0 forystu eftir aðeins tólf mínútna leik. „Ef þú horfir á leikinn sérðu að á augnablikum spiluðum við frábæran fótbolta án þess að skora. Við spiluðum góðan leik á útivelli án þess að ná að skora. Ég tel þriðja markið ekki með af því að það var í fyrsta skipti sem þeir komust yfir miðju í seinni hálfleik. Hin tvö mörkin hins vegar, þegar við komum inn í leikinn eftir alla þá hluti sem við sögðum um þennan leik í vikunni, þá er þessy byrjun hræðileg.“ „Þú ert ekki að gera sjálfum þér neinn greiða í þessum aðstæðum þegar þú ert að gefa boltann auðveldlega frá þér. Við vorum passívir í fyrstu tveimur mörkunum. Við vildum vera þéttir og aggressívir, en vorum þéttir og passívir. Ég get ekki útskýrt af hverju það gerist.“ „Það vantar leiðtoga varnarlega, en það útskyrir ekki þessa frammistöðu. Ég held að á þessu augnabliki hefðum við getað gert betur og áttum að gera betur. Við verðum að gera betur á þessum augnablikum þannig við lendum ekki í því að þurfa að elta. Við kláruðum okkar hlutverk ekki nógu vel, við klikkuðum á seinustu sendingunni, og þó við höfum spilað mjög vel á köflum þá vorum við búnir að koma okkur í slæma stöðu með því að fá á okkur þessi tvö mörk.“ „Þetta er eitthvað sem við verðum að breyta. Það er klárt, hundrað prósent. Ég er orðlaus yfir þessu. Mér þykir fyrir þessu,“ sagði niðurlútur Klopp að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Allt í skrúfunni hjá Liverpool sem beið afhroð gegn Úlfunum Wolves valtaði yfir Liverpool á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikmenn Liverpool virtust heillum horfnir á löngum stundum og sigur Wolves afar sannfærandi. 4. febrúar 2023 16:58 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Fleiri fréttir Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Sjá meira
Allt í skrúfunni hjá Liverpool sem beið afhroð gegn Úlfunum Wolves valtaði yfir Liverpool á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikmenn Liverpool virtust heillum horfnir á löngum stundum og sigur Wolves afar sannfærandi. 4. febrúar 2023 16:58