Segir NHL „hrækja framan í“ úkraínsk börn Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2023 09:01 Alexander Ovechkin, sem er leikmaður Washington Capitals, og Sergei sonur hans fengu sviðsljósið í hæfileikakeppni stjörnuleiks NHL-deildarinnar. Getty/Eliot J. Schechter Tékkneska markmannsgoðsögnin Dominik Hasek hraunaði yfir bandarísku NHL-deildina í íshokkí og framkvæmdastjóra hennar, Gary Bettman, eftir sviðsljósið sem Rússinn Alexander Ovechkin og sonur hans fengu á stjörnuleik NHL. Stjörnuleikur NHL-deildarinnar fer fram árlega og hluti af skemmtuninni er að sjá stjörnur deildarinnar keppa um hver sé fljótastur á svellinu, skjóti hraðast og fleira. Það sem reitti Hasek til reiði var hins vegar þegar Ovechkin, sem er dyggur stuðningsmaður Vladimirs Pútín, kom inn á svellið með fjögurra ára son sinn, Sergei, í hæfileikakeppninni og strákurinn fékk að skora við fögnuð áhorfenda. „NHL og Gary Bettman verða að svara til saka fyrir þetta viðbjóðslega atriði,“ skrifaði Hasek meðal annars á Twitter. Dyggur stuðningsmaður Pútíns Ástæðan er samband Ovechkin við Pútín, forseta Rússlands. Ovechkin hefur um árabil verið ötull stuðningsmaður Pútíns og enn í dag, ári eftir innrás Rússa í Úkraínu, er hann með mynd af sér og Pútín saman sem aðalmynd á Instagram-síðu sinni. „Hann er forsetinn minn. En ég er ekki stjórnmálamaður, ég er íþróttamaður, og vonandi lýkur þessu fljótt. Þetta er erfið staða fyrir báða aðila,“ sagði Ovechkin skömmu eftir að innrás Rússa hófst í fyrra. Í þessu ljósi var Hasek því síður en svo skemmt við að sjá Ovechkin-feðgana fá alla athyglina í stjörnuleiknum. „NHL-deildin er komin niður á botninn. Það að leyfa syni Ovechkin að sýna sig á ísnum í NHL stjörnuleiknum er eins og að hrækja framan í andlit 500 látinna, úkraínskra barna, þúsunda slasaðra og tugþúsunda úkraínskra barna sem numin hafa verið á brott,“ skrifaði Hasek. The @NHL has sunk to rock bottom! Letting Ovechkin's son perform on the ice at the NHL All-Star is spitting in the face of approximately 500 killed, thousands injured and tens of thousands of kidnapped Ukrainian children. The NHL and Gary Bettman must pay for this heinous act! pic.twitter.com/XiiuP8dA8Z— Dominik Hasek (@hasek_dominik) February 4, 2023 Íshokkí Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Kairat - Real Madrid | Madrídingar í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Sjá meira
Stjörnuleikur NHL-deildarinnar fer fram árlega og hluti af skemmtuninni er að sjá stjörnur deildarinnar keppa um hver sé fljótastur á svellinu, skjóti hraðast og fleira. Það sem reitti Hasek til reiði var hins vegar þegar Ovechkin, sem er dyggur stuðningsmaður Vladimirs Pútín, kom inn á svellið með fjögurra ára son sinn, Sergei, í hæfileikakeppninni og strákurinn fékk að skora við fögnuð áhorfenda. „NHL og Gary Bettman verða að svara til saka fyrir þetta viðbjóðslega atriði,“ skrifaði Hasek meðal annars á Twitter. Dyggur stuðningsmaður Pútíns Ástæðan er samband Ovechkin við Pútín, forseta Rússlands. Ovechkin hefur um árabil verið ötull stuðningsmaður Pútíns og enn í dag, ári eftir innrás Rússa í Úkraínu, er hann með mynd af sér og Pútín saman sem aðalmynd á Instagram-síðu sinni. „Hann er forsetinn minn. En ég er ekki stjórnmálamaður, ég er íþróttamaður, og vonandi lýkur þessu fljótt. Þetta er erfið staða fyrir báða aðila,“ sagði Ovechkin skömmu eftir að innrás Rússa hófst í fyrra. Í þessu ljósi var Hasek því síður en svo skemmt við að sjá Ovechkin-feðgana fá alla athyglina í stjörnuleiknum. „NHL-deildin er komin niður á botninn. Það að leyfa syni Ovechkin að sýna sig á ísnum í NHL stjörnuleiknum er eins og að hrækja framan í andlit 500 látinna, úkraínskra barna, þúsunda slasaðra og tugþúsunda úkraínskra barna sem numin hafa verið á brott,“ skrifaði Hasek. The @NHL has sunk to rock bottom! Letting Ovechkin's son perform on the ice at the NHL All-Star is spitting in the face of approximately 500 killed, thousands injured and tens of thousands of kidnapped Ukrainian children. The NHL and Gary Bettman must pay for this heinous act! pic.twitter.com/XiiuP8dA8Z— Dominik Hasek (@hasek_dominik) February 4, 2023
Íshokkí Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Kairat - Real Madrid | Madrídingar í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Sjá meira