Mun fiskvinnsla í Stykkishólmi leggjast af? Sigurður Páll Jónsson skrifar 6. febrúar 2023 11:00 Á síðasta ári var sett á laggirnar nefnd á vegum sjávarútvegsráðherra til að kortleggja áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum og meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Nú eru komnar fram tillögur um ýmis atriði, sumar allra athyglisverðar en aðrar að mati undirritaðs, ekki á vetur setjandi. Svo ég vindi mér beint að efni þessarar greinar: Ein tillagan, er að fella niður skelbætur í Breiðafirði. Bótasaga vegna skelveiða er orðin tuttugu ára gömul og er í raun sorgarsaga um hvað stjórnvöldum eru oft mislagðar hendur þegar kemur að ákvörunum um lausnir þegar öll rök liggja á borðinu um að ganga hreint til verks. Á sínum tíma í upphafi kvótakerfisins eða árið 1984 og verið var að setja hörpudisk ásamt flestum sjávartegundum í kvóta, voru skelveiðar skilgreindar með ,,sérleyfi“. Þá var skelveiðihöfum sem stunduðu þessar veiðar, gert að láta frá sér 35% af þorskveiðiheimildum til að fá kvóta í hörpudisk. Þetta voru afarkostir (skilyrði). Árið 2003 hrinur stofn hörpudisks vegna sýkingar og allar skelveiðar stöðvast. Þá voru settar á skelbætur af stjórnvöldum í formi bolfisks sem átti að „trappast“ niður á nokkrum árum eða þar til stofn hörpudisksin væri búinn að ná veiðiþoli á ný. Ekkert hefur ræst úr því 20 árum seinna, þó á tímabili væru gerðar tilraunaveiðar sem svo sýndu frammá að sá vonarneisti byggðist ekki á raunhæfum væntingum. Tíu árum eftir hrun hörpudisks stofnsins þegar þessar skelbætur áttu að renna út fóru skelveiðihafar á fund stjórnvalda í því markmiði að finna lausn á vandanum. Þá voru skelbætur framlengdar um eitt ár en voru í þorskígildum 1/3 af þeim þoskkvóta sem útgerðir í Stykkishólmi þurftu að láta frá sér árið 1984 til að fá skelkvóta. Síðustu tíu ár hafa útgerðamenn í Stykkishólmi farið á hverju ári til fundar við stjórnvöld um lausn á málinu. Ýmsar þreifingar hafa átt sér stað en engin varanleg lausn. Og nú blasir við að ein af tillögum frá hópi sem sjávarútvegsráðherra skipaði í fyrra, leggur til að skelbætur verði lagðar af. Í dag vinnur eitt fyrirtæki í Stykkishólmi bolfiskvinnslu sem er Þórsnes hf. Þessi fiskvinnsla vinnur um 5000 tonn á ári og er töluverður hluti þess fisks keyptur á markaði. Þar er hljóðið mjög þungt í mönnum og jafnvel talað um að loka fyrirtækinu ef skelbætur verði teknar af. Varla getur sjávarútvegsráðherra, sem talar mikið fyrir byggðafestu og eflingu brothættra byggða, tekið þátt í því að fiskvinnsla í Stykkishólmi leggjist af!? Höfundur er áhugamaður um eflinu byggða á íslandi öllu og varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Stykkishólmur Miðflokkurinn Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á síðasta ári var sett á laggirnar nefnd á vegum sjávarútvegsráðherra til að kortleggja áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum og meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Nú eru komnar fram tillögur um ýmis atriði, sumar allra athyglisverðar en aðrar að mati undirritaðs, ekki á vetur setjandi. Svo ég vindi mér beint að efni þessarar greinar: Ein tillagan, er að fella niður skelbætur í Breiðafirði. Bótasaga vegna skelveiða er orðin tuttugu ára gömul og er í raun sorgarsaga um hvað stjórnvöldum eru oft mislagðar hendur þegar kemur að ákvörunum um lausnir þegar öll rök liggja á borðinu um að ganga hreint til verks. Á sínum tíma í upphafi kvótakerfisins eða árið 1984 og verið var að setja hörpudisk ásamt flestum sjávartegundum í kvóta, voru skelveiðar skilgreindar með ,,sérleyfi“. Þá var skelveiðihöfum sem stunduðu þessar veiðar, gert að láta frá sér 35% af þorskveiðiheimildum til að fá kvóta í hörpudisk. Þetta voru afarkostir (skilyrði). Árið 2003 hrinur stofn hörpudisks vegna sýkingar og allar skelveiðar stöðvast. Þá voru settar á skelbætur af stjórnvöldum í formi bolfisks sem átti að „trappast“ niður á nokkrum árum eða þar til stofn hörpudisksin væri búinn að ná veiðiþoli á ný. Ekkert hefur ræst úr því 20 árum seinna, þó á tímabili væru gerðar tilraunaveiðar sem svo sýndu frammá að sá vonarneisti byggðist ekki á raunhæfum væntingum. Tíu árum eftir hrun hörpudisks stofnsins þegar þessar skelbætur áttu að renna út fóru skelveiðihafar á fund stjórnvalda í því markmiði að finna lausn á vandanum. Þá voru skelbætur framlengdar um eitt ár en voru í þorskígildum 1/3 af þeim þoskkvóta sem útgerðir í Stykkishólmi þurftu að láta frá sér árið 1984 til að fá skelkvóta. Síðustu tíu ár hafa útgerðamenn í Stykkishólmi farið á hverju ári til fundar við stjórnvöld um lausn á málinu. Ýmsar þreifingar hafa átt sér stað en engin varanleg lausn. Og nú blasir við að ein af tillögum frá hópi sem sjávarútvegsráðherra skipaði í fyrra, leggur til að skelbætur verði lagðar af. Í dag vinnur eitt fyrirtæki í Stykkishólmi bolfiskvinnslu sem er Þórsnes hf. Þessi fiskvinnsla vinnur um 5000 tonn á ári og er töluverður hluti þess fisks keyptur á markaði. Þar er hljóðið mjög þungt í mönnum og jafnvel talað um að loka fyrirtækinu ef skelbætur verði teknar af. Varla getur sjávarútvegsráðherra, sem talar mikið fyrir byggðafestu og eflingu brothættra byggða, tekið þátt í því að fiskvinnsla í Stykkishólmi leggjist af!? Höfundur er áhugamaður um eflinu byggða á íslandi öllu og varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar