Nú hljóti félagatalið að nást úr krumlum forystu Eflingar Máni Snær Þorláksson skrifar 6. febrúar 2023 15:45 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Egill Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins býst við því að þar til bærir embættismenn muni einhenda sér í það verkefni að „ná atkvæðaskránni úr krumlum forystu Eflingar.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er vonsvikinn með niðurstöðu Félagsdóms sem féllst ekki á kröfur SA um að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar væri ólögmætt. Hann bendir þó á að sigur Eflingar hefði ekki getað verið tæpari. Þrír dómarar af fimm töldu verkfallsboðunina lögmæta en tveir skiluðu sératkvæði. „Ég sé að dómurinn er klofinn. Það eru þrír dómarar sem dæma með þessum hætti en síðan er sératkvæði tveggja dómara. Þannig þetta fellur á minnsta mögulegan mun,“ segir Halldór í samtali við fréttastofu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, í húsnæði Félagsdóms í dag.Vísir Hann segir Samtök atvinnulífsins hafa vonað að dómurinn myndi falla á annan veg: „Kannski ekki síst í því ljósi að það er ekkert sem forysta Eflingar óttast meira en að félagsmenn þeirra fái að kjósa um miðlunartillöguna. Þetta verkfall sem er boðað og mun þá koma til framkvæmda á morgun mun auðvitað stöðvast um leið og búið er að kjósa eða greiða atkvæði um miðlunartillöguna. Í því ljósi er komin upp enn ein fordæmalaus staðan í þessu máli og samskiptum Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda við forystu Eflingar.“ Fagnar því sem „forysta Eflingar óttast mest“ Halldór segir þó aðalatriðið vera að fyrr í dag féll dómur í héraðsdómi sem gerir Eflingu skylt að afhenda félagatal sitt. „Sem þýðir að það sem forysta Eflingar óttast mest, að fram fari kosningar meðal félagsmanna um miðlunartillögu ríkissáttasemjara, sú atkvæðagreiðsla mun fara fram og ég fagna því,“ segir hann. „Við hljótum að velta fyrir okkur núna í beinu framhaldi hvort ekki sé eðlilegt að gera þá kröfu á hendur Eflingu að þau fresti boðun verkfalls í ljósi þess að ekki er lengur ágreiningur um það hvort þeim beri að afhenda atkvæðaskrá til ríkissáttasemjara.“ Finnst þér líklegt að þau geri það? „Ég ætla ekkert að lesa í það en ég hins vegar veit að lögin eru alveg skýr og úrskurðurinn í morgun er eins kristalskýr og hugsast getur og er auðvitað aðalatriðið í þessu samhengi. Það mun núna koma í ljós á næstu dögum hvort að forysta Eflingar muni hlíta niðurstöðu dómsins og ef ekki þá geri ég ráð fyrir að ríkisvaldið hafi úrræði til þess að knýja á um það.“ Klippa: Vonbrigði en embættismenn hljóti að ná félagatalinu úr krumlum Eflingar Halldór segir að Samtök atvinnulífsins muni að sjálfsögðu gera þá kröfu að þetta fari strax af stað, að Efling afhendi félagatalið: „Ég meina, það hlýtur að vera þannig að eftir að dómur hefur úrskurðað um innsetningarbeiðni að þá hljóta þar til bærir embættismenn að einhenda sér í það verkefni að ná atkvæðaskránni úr krumlum forystu Eflingar eins og lög kveða á.“ Efling óskaði eftir því að réttaráhrifum yrði frestað, meðan beðið yrði niðurstöðu Landsréttar, féllist héraðsdómur á að Efling ætti að veita sáttasemjara kjörskrána. Á það féllst héraðsdómur ekki. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verkfall Eflingar fær grænt ljós og Sólveig heldur fast í kjörskrána Félagsdómur fellst ekki á kröfur Samtaka atvinnulífsins að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar hafi verið ólögmætt. Verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum hefjast að óbreyttu á hádegi á morgun. Formaður Eflingar fagnar sigri og ætlar ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá Eflingarfélaga strax. 6. febrúar 2023 14:34 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er vonsvikinn með niðurstöðu Félagsdóms sem féllst ekki á kröfur SA um að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar væri ólögmætt. Hann bendir þó á að sigur Eflingar hefði ekki getað verið tæpari. Þrír dómarar af fimm töldu verkfallsboðunina lögmæta en tveir skiluðu sératkvæði. „Ég sé að dómurinn er klofinn. Það eru þrír dómarar sem dæma með þessum hætti en síðan er sératkvæði tveggja dómara. Þannig þetta fellur á minnsta mögulegan mun,“ segir Halldór í samtali við fréttastofu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, í húsnæði Félagsdóms í dag.Vísir Hann segir Samtök atvinnulífsins hafa vonað að dómurinn myndi falla á annan veg: „Kannski ekki síst í því ljósi að það er ekkert sem forysta Eflingar óttast meira en að félagsmenn þeirra fái að kjósa um miðlunartillöguna. Þetta verkfall sem er boðað og mun þá koma til framkvæmda á morgun mun auðvitað stöðvast um leið og búið er að kjósa eða greiða atkvæði um miðlunartillöguna. Í því ljósi er komin upp enn ein fordæmalaus staðan í þessu máli og samskiptum Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda við forystu Eflingar.“ Fagnar því sem „forysta Eflingar óttast mest“ Halldór segir þó aðalatriðið vera að fyrr í dag féll dómur í héraðsdómi sem gerir Eflingu skylt að afhenda félagatal sitt. „Sem þýðir að það sem forysta Eflingar óttast mest, að fram fari kosningar meðal félagsmanna um miðlunartillögu ríkissáttasemjara, sú atkvæðagreiðsla mun fara fram og ég fagna því,“ segir hann. „Við hljótum að velta fyrir okkur núna í beinu framhaldi hvort ekki sé eðlilegt að gera þá kröfu á hendur Eflingu að þau fresti boðun verkfalls í ljósi þess að ekki er lengur ágreiningur um það hvort þeim beri að afhenda atkvæðaskrá til ríkissáttasemjara.“ Finnst þér líklegt að þau geri það? „Ég ætla ekkert að lesa í það en ég hins vegar veit að lögin eru alveg skýr og úrskurðurinn í morgun er eins kristalskýr og hugsast getur og er auðvitað aðalatriðið í þessu samhengi. Það mun núna koma í ljós á næstu dögum hvort að forysta Eflingar muni hlíta niðurstöðu dómsins og ef ekki þá geri ég ráð fyrir að ríkisvaldið hafi úrræði til þess að knýja á um það.“ Klippa: Vonbrigði en embættismenn hljóti að ná félagatalinu úr krumlum Eflingar Halldór segir að Samtök atvinnulífsins muni að sjálfsögðu gera þá kröfu að þetta fari strax af stað, að Efling afhendi félagatalið: „Ég meina, það hlýtur að vera þannig að eftir að dómur hefur úrskurðað um innsetningarbeiðni að þá hljóta þar til bærir embættismenn að einhenda sér í það verkefni að ná atkvæðaskránni úr krumlum forystu Eflingar eins og lög kveða á.“ Efling óskaði eftir því að réttaráhrifum yrði frestað, meðan beðið yrði niðurstöðu Landsréttar, féllist héraðsdómur á að Efling ætti að veita sáttasemjara kjörskrána. Á það féllst héraðsdómur ekki.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verkfall Eflingar fær grænt ljós og Sólveig heldur fast í kjörskrána Félagsdómur fellst ekki á kröfur Samtaka atvinnulífsins að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar hafi verið ólögmætt. Verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum hefjast að óbreyttu á hádegi á morgun. Formaður Eflingar fagnar sigri og ætlar ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá Eflingarfélaga strax. 6. febrúar 2023 14:34 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Verkfall Eflingar fær grænt ljós og Sólveig heldur fast í kjörskrána Félagsdómur fellst ekki á kröfur Samtaka atvinnulífsins að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar hafi verið ólögmætt. Verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum hefjast að óbreyttu á hádegi á morgun. Formaður Eflingar fagnar sigri og ætlar ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá Eflingarfélaga strax. 6. febrúar 2023 14:34