Hvar eru varðhundar markaðsfrelsis nú? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. febrúar 2023 08:30 Erjur Eflingar og SA hafa verið mikið í fjölmiðlum en ég hef ekki enn rekist á sanna hægri frelsissinna eða talsmenn hins frjálsa markaðar leggja orð í belg. Vissulega hefur SA farið mikinn í að reyna höfða til tilfinninga fólks, talandi um heildarmyndina og að það verði að gæta að höfrungahlaupi, verðbólgu og ýmsu fleiru. Allir sem trúa á og vilja frjálsan markað, allir þeir sem vilja að einstaklingurinn hafi fullt samningsfrelsi, sjá hinsvegar að þau rök eru aumt yfirklór til að réttlæta afstöðu SA og koma Eflingarmönnum ekkert við. Það leiðir einfaldlega af því að Eflingarmenn eru bara fólk að berjast fyrir bættum kjörum. Því kemur ekkert við hvað aðrir gera í framhaldinu eða hvort X, Y eða Z. Það eina sem skiptir það fólk máli í þessu samhengi er að tryggja sér betri kjör og nota til þess samningstöðu sína til fulls, ekki bara þannig að hún sé þæginleg fyrir aðra. Í kapítalísku markaðskerfi ber enginn neina ábyrgð umfram það í launaviðræðum, jafnvel þó um hóp af láglaunafólki sé að ráða. En það er nú nokkuð sem hægri menn vita og því í raun óþarfi að velta upp. En þessu til viðbótar er nokkuð auðsannað að SA menn trúa sjálfir ekki því sem þeir eru að segja eða telja það amk ekki eiga við sig. Það er auðséð á því að SA menn vinna sjálfir á mjög góðum launum og fannst því ekkert að því að nota eigin samningsstöðu til þess að tryggja sér góð laun. Það voru því engar stórfelldar áhyggjur af því að þeirra laun hefðu áhrif á verðlag eða að aðrir vildu þá líka góð laun. Nema að krónurnar sem leggjast á laun yfir t.d. meðallaunum séu einhverra hluta vegna bundnar öðrum lögmálum en krónurnar sem fara í vasa láglaunamanna? Nei, bara Jón og séra Jón. Það eru bara sumir sem þurfa að hafa áhyggjur af samfélaginu og eiga því að takmarka samningsstöðu sína. En ekki SA, ekki sérfræðingar, ekki fyrirtækjaeigendur, nei bara láglaunamenn. Ég er ekki hissa á þessum málflutningi SA, þverrt á móti, þetta tal þeirra er einfaldlega liður í að reyna vinna almenning á sitt band og vinna samningaviðræðurnar. Mér þykir þó undarlegt að sönnu hægri markaðshugsandi menn þessa lands fordæmi þó ekki þetta tal SA. Að þeir komi ekki Eflingarmönnum til varnar, að þeir verji ekki samningsfrelsi fólks þegar virkilega á reynir hjá stórum hluta samfélagsins. Að þeim finnist eðlilegt að SA fái að ætla öðrum ábyrgð sem er á skjön við hvað markaðurinn ætlar þeim, á sama tíma og SA menn gangast ekki við sömu ábyrgð sjálfir. Hvar eru fordæmingar Ungra Sjálfstæðismanna, Viðskiptaráðs og annarra slíkra samtaka? Hvar er þessi einn fjórði þjóðarinnar sem kýs flokk einstaklingsfrelsisins? Hvar er allt fólkið sem sífellt talar um mikilvægi skattalækkanna, að minnka ríkisumsvif, mikilvægi þess að við séum ekki að hefta samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja? Er þeim sama um samkeppnishæfni almennings til launaviðræðna? Getur verið að allir þessir einstaklingar, öll þessi batterí, séu hreinlega pilsfaldskapítalistar? Höfundur er viðskiptafræðingur og vonast til að vera rengdur eða sjá fordæmingar frá þessum hópum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Erjur Eflingar og SA hafa verið mikið í fjölmiðlum en ég hef ekki enn rekist á sanna hægri frelsissinna eða talsmenn hins frjálsa markaðar leggja orð í belg. Vissulega hefur SA farið mikinn í að reyna höfða til tilfinninga fólks, talandi um heildarmyndina og að það verði að gæta að höfrungahlaupi, verðbólgu og ýmsu fleiru. Allir sem trúa á og vilja frjálsan markað, allir þeir sem vilja að einstaklingurinn hafi fullt samningsfrelsi, sjá hinsvegar að þau rök eru aumt yfirklór til að réttlæta afstöðu SA og koma Eflingarmönnum ekkert við. Það leiðir einfaldlega af því að Eflingarmenn eru bara fólk að berjast fyrir bættum kjörum. Því kemur ekkert við hvað aðrir gera í framhaldinu eða hvort X, Y eða Z. Það eina sem skiptir það fólk máli í þessu samhengi er að tryggja sér betri kjör og nota til þess samningstöðu sína til fulls, ekki bara þannig að hún sé þæginleg fyrir aðra. Í kapítalísku markaðskerfi ber enginn neina ábyrgð umfram það í launaviðræðum, jafnvel þó um hóp af láglaunafólki sé að ráða. En það er nú nokkuð sem hægri menn vita og því í raun óþarfi að velta upp. En þessu til viðbótar er nokkuð auðsannað að SA menn trúa sjálfir ekki því sem þeir eru að segja eða telja það amk ekki eiga við sig. Það er auðséð á því að SA menn vinna sjálfir á mjög góðum launum og fannst því ekkert að því að nota eigin samningsstöðu til þess að tryggja sér góð laun. Það voru því engar stórfelldar áhyggjur af því að þeirra laun hefðu áhrif á verðlag eða að aðrir vildu þá líka góð laun. Nema að krónurnar sem leggjast á laun yfir t.d. meðallaunum séu einhverra hluta vegna bundnar öðrum lögmálum en krónurnar sem fara í vasa láglaunamanna? Nei, bara Jón og séra Jón. Það eru bara sumir sem þurfa að hafa áhyggjur af samfélaginu og eiga því að takmarka samningsstöðu sína. En ekki SA, ekki sérfræðingar, ekki fyrirtækjaeigendur, nei bara láglaunamenn. Ég er ekki hissa á þessum málflutningi SA, þverrt á móti, þetta tal þeirra er einfaldlega liður í að reyna vinna almenning á sitt band og vinna samningaviðræðurnar. Mér þykir þó undarlegt að sönnu hægri markaðshugsandi menn þessa lands fordæmi þó ekki þetta tal SA. Að þeir komi ekki Eflingarmönnum til varnar, að þeir verji ekki samningsfrelsi fólks þegar virkilega á reynir hjá stórum hluta samfélagsins. Að þeim finnist eðlilegt að SA fái að ætla öðrum ábyrgð sem er á skjön við hvað markaðurinn ætlar þeim, á sama tíma og SA menn gangast ekki við sömu ábyrgð sjálfir. Hvar eru fordæmingar Ungra Sjálfstæðismanna, Viðskiptaráðs og annarra slíkra samtaka? Hvar er þessi einn fjórði þjóðarinnar sem kýs flokk einstaklingsfrelsisins? Hvar er allt fólkið sem sífellt talar um mikilvægi skattalækkanna, að minnka ríkisumsvif, mikilvægi þess að við séum ekki að hefta samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja? Er þeim sama um samkeppnishæfni almennings til launaviðræðna? Getur verið að allir þessir einstaklingar, öll þessi batterí, séu hreinlega pilsfaldskapítalistar? Höfundur er viðskiptafræðingur og vonast til að vera rengdur eða sjá fordæmingar frá þessum hópum.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun