Hefur lagt fram aðfararbeiðni hjá sýslumanni til að fá kjörskrána Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. febrúar 2023 13:52 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hafnar því að hann sé vanhæfur til að miðla málum milli Eflingar og SA. Vísir/Vilhelm Ríkissáttasemjari segist ekki líta svo á að hann sé vanhæfur um að miðla málum milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í yfirstandandi kjaradeilu. Efling lýsti í morgun yfir vantrausti á sáttasemjara vegna miðlunartillögunnar se hann hefur sett fram. „Ég minni á að það er oft þannig þegar er málefnalegur ágreiningur að þá er hann gerður persónulegur. Þetta er ekki persónulegur ágreiningur og alls ekki af minni hálfu. Ég er bara að sinna skyldu minni sem embættismaður eins vel og ég get,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu. Þannig að þú telur þig ekki vanhæfan í þessu máli? „Ég tel mig ekki vanhæfan í þessu máli, nei.“ Eins og áður segir lýsti Efling formlega yfir vantrausti á ríkissáttasemjara í morgun og krafðist þess að hann víki úr sæti. Segir í svari sáttasemjara við bréfi Eflingar: „Skemmst er frá því að sgeja að kröfunni er hafnað.“ Vísar ríkissáttasemjari til þess að héraðsdómur hafi í gær komist að þeirri niðurstöðu að Eflingu beri að afhenda kjörskrá sína svo hægt sé að leggja miðlunartillögu hans í atkvæðagreiðslu. „Þeim úrskurði hefur Efling ekki sinnt og er mér því sá kostur nauðugur að freista þess að knýja fram afhendinguna með aðfararbeiðni. Þá aðfararbeiðni lagði ég fram hjá embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í morgun,“ segir í svari Aðalsteins. Hann segist þá ekki geta fallist á það að hann hafi tekið „eindregna afstöðu gegn Eflingu stéttarfélagi í fjölmiðlum“ eins og staðhæft er í bréfi Eflingar. „Ég hef hins vegar krafist afhendingar kjörskrár Eflingar lögum samkvæmt en þeirri kröfu minni hefur Efling ekki sinnt - þrátt fyrir úrskurð dómara þar að lútandi,“ skrifar sáttasemjari í bréfinu. „Ég hef í einu og öllu sinnt lagaskyldu minni í þessu máli. Þá hef ég í hvívetna gætt hlutlægni í mínum störfum nú sem endranær. Ég tel mig hæfan að lögum til að fara áfram með málið. Kröfu Eflingar um að ég víki sæti í vinnudeilu [við Samtök atvinnulífsins] er því hafnað.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir SA líta svo á að verkafólk eigi hvorki betri laun né líf skilið Starfsmenn Íslandshótela sem hófu verkfall klukkan 12 á hádegi hafa safnast saman í Iðnó á baráttufundi Eflingar. Meðlimur í samninganefnd Eflingar segir Samtök atvinnulífsins ekki vilja ræða málin og líta svo á að félagsmenn Eflingar eigi hvorki betri laun, vinnuaðstöðu né líf skilið. 7. febrúar 2023 13:24 Verkfall er hafið á Íslandshótelum Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. 7. febrúar 2023 12:30 Segir kjörskrána ekki vera til Verkfallsaðgerðir hjá félögum Eflingar á Íslandshótelum hefjast á hádegi í dag. Formaður Eflingar segir stemninguna í hópnum vera góða. Hún ætlar ekki að afhenda kjörskrána og segir hana ekki vera til. 7. febrúar 2023 11:27 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Sjá meira
„Ég minni á að það er oft þannig þegar er málefnalegur ágreiningur að þá er hann gerður persónulegur. Þetta er ekki persónulegur ágreiningur og alls ekki af minni hálfu. Ég er bara að sinna skyldu minni sem embættismaður eins vel og ég get,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu. Þannig að þú telur þig ekki vanhæfan í þessu máli? „Ég tel mig ekki vanhæfan í þessu máli, nei.“ Eins og áður segir lýsti Efling formlega yfir vantrausti á ríkissáttasemjara í morgun og krafðist þess að hann víki úr sæti. Segir í svari sáttasemjara við bréfi Eflingar: „Skemmst er frá því að sgeja að kröfunni er hafnað.“ Vísar ríkissáttasemjari til þess að héraðsdómur hafi í gær komist að þeirri niðurstöðu að Eflingu beri að afhenda kjörskrá sína svo hægt sé að leggja miðlunartillögu hans í atkvæðagreiðslu. „Þeim úrskurði hefur Efling ekki sinnt og er mér því sá kostur nauðugur að freista þess að knýja fram afhendinguna með aðfararbeiðni. Þá aðfararbeiðni lagði ég fram hjá embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í morgun,“ segir í svari Aðalsteins. Hann segist þá ekki geta fallist á það að hann hafi tekið „eindregna afstöðu gegn Eflingu stéttarfélagi í fjölmiðlum“ eins og staðhæft er í bréfi Eflingar. „Ég hef hins vegar krafist afhendingar kjörskrár Eflingar lögum samkvæmt en þeirri kröfu minni hefur Efling ekki sinnt - þrátt fyrir úrskurð dómara þar að lútandi,“ skrifar sáttasemjari í bréfinu. „Ég hef í einu og öllu sinnt lagaskyldu minni í þessu máli. Þá hef ég í hvívetna gætt hlutlægni í mínum störfum nú sem endranær. Ég tel mig hæfan að lögum til að fara áfram með málið. Kröfu Eflingar um að ég víki sæti í vinnudeilu [við Samtök atvinnulífsins] er því hafnað.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir SA líta svo á að verkafólk eigi hvorki betri laun né líf skilið Starfsmenn Íslandshótela sem hófu verkfall klukkan 12 á hádegi hafa safnast saman í Iðnó á baráttufundi Eflingar. Meðlimur í samninganefnd Eflingar segir Samtök atvinnulífsins ekki vilja ræða málin og líta svo á að félagsmenn Eflingar eigi hvorki betri laun, vinnuaðstöðu né líf skilið. 7. febrúar 2023 13:24 Verkfall er hafið á Íslandshótelum Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. 7. febrúar 2023 12:30 Segir kjörskrána ekki vera til Verkfallsaðgerðir hjá félögum Eflingar á Íslandshótelum hefjast á hádegi í dag. Formaður Eflingar segir stemninguna í hópnum vera góða. Hún ætlar ekki að afhenda kjörskrána og segir hana ekki vera til. 7. febrúar 2023 11:27 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Sjá meira
Segir SA líta svo á að verkafólk eigi hvorki betri laun né líf skilið Starfsmenn Íslandshótela sem hófu verkfall klukkan 12 á hádegi hafa safnast saman í Iðnó á baráttufundi Eflingar. Meðlimur í samninganefnd Eflingar segir Samtök atvinnulífsins ekki vilja ræða málin og líta svo á að félagsmenn Eflingar eigi hvorki betri laun, vinnuaðstöðu né líf skilið. 7. febrúar 2023 13:24
Verkfall er hafið á Íslandshótelum Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. 7. febrúar 2023 12:30
Segir kjörskrána ekki vera til Verkfallsaðgerðir hjá félögum Eflingar á Íslandshótelum hefjast á hádegi í dag. Formaður Eflingar segir stemninguna í hópnum vera góða. Hún ætlar ekki að afhenda kjörskrána og segir hana ekki vera til. 7. febrúar 2023 11:27