Ráðherra segir stöðuna alvarlega og heitir aðgerðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. febrúar 2023 19:39 Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kallaði eftir skýrslu ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi fyrir um ári síðan. Vísir/arnar Matvælaráðherra segir nýja skýrslu Ríkisendurskoðunar sýna að staðan í allri umgjörð sjókvíaeldis sé alvarleg og gera verði breytingar. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna skýrslunni en hún staðfesti engu að síður brotalamir í stjórnsýslu sjókvíaeldis. Skýrslan dregur upp mynd af atvinnugrein sem hefur vaxið hraðar en regluverkið. Í henni er að finna metfjölda tillagna til úrbóta. Það var matvælaráðherra sem kallaði eftir skýrslunni fyrir ári síðan. „Þetta er náttúrulega bara mjög alvarleg staða eins og við svo sem gerðum ráð fyrir og það var tilefni þess að ég óskaði eftir þessari úttekt Ríkisendurskoðunar að fara vel í saumana á þessum málum vegna þess að mér fannst ástæða til þess. Mér fannst ástæða til þess að ætla að bæði lagaumhverfið, framkvæmdin og eftirlitið og svo framvegis væri bara verulega ábótavant og það er bara niðurstaðan.“ Svandís kveðst vera ákveðin í að ráðast í breytingar. „Nú er komið rúmlega ár og þá þurfum við að setja undir okkur hausinn og laga lagaumhverfið og tryggja það að við séum ekki í plástraviðbragði heldur séum að skoða þetta alveg í kjölinn.“ Í skýrslunni er lagt til að eldisfyrirtækin sjálf taki þátt í kostnaði við eftirlit. „Mér finnst það alltaf spurning raunar sem við þurfum að spyrja okkur hér og þurfum auðvitað að spyrja okkur líka í sambandi við sjávarútveginn sem er annað stórt verkefni sem ég er með í gangi er það að við tryggjum að afnot af sameiginlegri auðlind, sama hvort það er hafið eða firðirnir eða hvað það er, að fyrir það hljótist eðlilegt endurgjald í sameiginlega sjóði.“ „Í yfirlýsingu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi segjast þau fagna skýrslunni og að hún staðfesti brotalamir í stjórnsýslu sjókvíaeldis. Nú sé mikilvægt að bæta úr því sem aflaga hafi farið og horfa fram á veginn.“ Fiskeldi Alþingi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Mun litlum árangri skila að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi sem kynnt var í þingnefnd í gær. Samtökin telja niðurstöður úttektarinnar staðfesta það sem samtökin hafi löngum bent á, það er að brotalamir hafi verið á stjórnsýslu sjókvíaeldis og að viðkomandi stjórnvöldum hafi ekki verið tryggð nægjanlega styrk umgjörð og fjármagn til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. 7. febrúar 2023 14:55 „Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“ Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum. 6. febrúar 2023 20:00 Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Sjá meira
Skýrslan dregur upp mynd af atvinnugrein sem hefur vaxið hraðar en regluverkið. Í henni er að finna metfjölda tillagna til úrbóta. Það var matvælaráðherra sem kallaði eftir skýrslunni fyrir ári síðan. „Þetta er náttúrulega bara mjög alvarleg staða eins og við svo sem gerðum ráð fyrir og það var tilefni þess að ég óskaði eftir þessari úttekt Ríkisendurskoðunar að fara vel í saumana á þessum málum vegna þess að mér fannst ástæða til þess. Mér fannst ástæða til þess að ætla að bæði lagaumhverfið, framkvæmdin og eftirlitið og svo framvegis væri bara verulega ábótavant og það er bara niðurstaðan.“ Svandís kveðst vera ákveðin í að ráðast í breytingar. „Nú er komið rúmlega ár og þá þurfum við að setja undir okkur hausinn og laga lagaumhverfið og tryggja það að við séum ekki í plástraviðbragði heldur séum að skoða þetta alveg í kjölinn.“ Í skýrslunni er lagt til að eldisfyrirtækin sjálf taki þátt í kostnaði við eftirlit. „Mér finnst það alltaf spurning raunar sem við þurfum að spyrja okkur hér og þurfum auðvitað að spyrja okkur líka í sambandi við sjávarútveginn sem er annað stórt verkefni sem ég er með í gangi er það að við tryggjum að afnot af sameiginlegri auðlind, sama hvort það er hafið eða firðirnir eða hvað það er, að fyrir það hljótist eðlilegt endurgjald í sameiginlega sjóði.“ „Í yfirlýsingu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi segjast þau fagna skýrslunni og að hún staðfesti brotalamir í stjórnsýslu sjókvíaeldis. Nú sé mikilvægt að bæta úr því sem aflaga hafi farið og horfa fram á veginn.“
Fiskeldi Alþingi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Mun litlum árangri skila að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi sem kynnt var í þingnefnd í gær. Samtökin telja niðurstöður úttektarinnar staðfesta það sem samtökin hafi löngum bent á, það er að brotalamir hafi verið á stjórnsýslu sjókvíaeldis og að viðkomandi stjórnvöldum hafi ekki verið tryggð nægjanlega styrk umgjörð og fjármagn til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. 7. febrúar 2023 14:55 „Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“ Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum. 6. febrúar 2023 20:00 Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Sjá meira
„Mun litlum árangri skila að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi sem kynnt var í þingnefnd í gær. Samtökin telja niðurstöður úttektarinnar staðfesta það sem samtökin hafi löngum bent á, það er að brotalamir hafi verið á stjórnsýslu sjókvíaeldis og að viðkomandi stjórnvöldum hafi ekki verið tryggð nægjanlega styrk umgjörð og fjármagn til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. 7. febrúar 2023 14:55
„Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“ Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum. 6. febrúar 2023 20:00
Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27