Burnley laumaði sér í 16-liða úrslit | Öskubuskuævintýri Wrexham á enda Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. febrúar 2023 21:56 Burnley er á leið í 16-liða úrslit FA-bikarsins. Clive Brunskill/Getty Images Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley eru á leið í 16-liða úrslit FA-bikarsins í fótbolta eftir dramatískan 2-1 sigur gegn C-deildarliði Ipswich Town í kvöld. Þá var dramatíkin ekki minni þegar Sheffield United sló Hollywood-lið Wrexham úr leik á sama tíma. Jóhann Berg hóf leik á bekknum, en Nathan Tella kom Burnley yfir gegn Ipswich strax á fyrstu mínútu leiksins áður en George Hirst jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar. Þetta reyndust einu tvö mörk fyrri hálfleiksins og staðan var því 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Jóhann Berg kom svo inn af varamannabekknum þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka, en sigurmarkið leit ekki dagsins ljós fyrr en á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Nathan Tella skoraði annað mark sitt og tryggði Burnley sæti í 16-liða úrslitum þar sem liðið mætir C-deildarliði Fleetwood Town. Our FA Cup run continues 🏆#BURIPS pic.twitter.com/Flo1FvYIwb— Burnley FC (@BurnleyOfficial) February 7, 2023 Þá þurfti Hollywood-lið Wrexham, sem leikur í ensku E-deildinni að sætta sig við 3-1 tap gegn Sheffield United sem leikur í B-deildinni. Anel Ahmedhodzic kom heimamönnum í Sheffield yfir með marki á 50. mínútu leiksins áður en Paul Mullin jafnaði metin fyrir Wrexham með marki af vítapunktinum níu mínútum síðar. Mullin fékk svo tækifæri til að koma gestunum yfir þegar liðið krækti sér í aðra vítaspyrnu, en í þetta skipti lét hann verja frá sér. Það var svo reynsluboltinn Billy Sharp sem kom Sheffield United yfir á nýjan leik með marki á fjórðu mínútu uppbótartíma eftir vandræðagang í vörn Wrexham áður en Norðmaðurinn Sander Berge gulltryggði 3-1 sigur Sheffield sem mætir Tottenham í 16-liða úrslitum. Enski boltinn Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira
Jóhann Berg hóf leik á bekknum, en Nathan Tella kom Burnley yfir gegn Ipswich strax á fyrstu mínútu leiksins áður en George Hirst jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar. Þetta reyndust einu tvö mörk fyrri hálfleiksins og staðan var því 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Jóhann Berg kom svo inn af varamannabekknum þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka, en sigurmarkið leit ekki dagsins ljós fyrr en á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Nathan Tella skoraði annað mark sitt og tryggði Burnley sæti í 16-liða úrslitum þar sem liðið mætir C-deildarliði Fleetwood Town. Our FA Cup run continues 🏆#BURIPS pic.twitter.com/Flo1FvYIwb— Burnley FC (@BurnleyOfficial) February 7, 2023 Þá þurfti Hollywood-lið Wrexham, sem leikur í ensku E-deildinni að sætta sig við 3-1 tap gegn Sheffield United sem leikur í B-deildinni. Anel Ahmedhodzic kom heimamönnum í Sheffield yfir með marki á 50. mínútu leiksins áður en Paul Mullin jafnaði metin fyrir Wrexham með marki af vítapunktinum níu mínútum síðar. Mullin fékk svo tækifæri til að koma gestunum yfir þegar liðið krækti sér í aðra vítaspyrnu, en í þetta skipti lét hann verja frá sér. Það var svo reynsluboltinn Billy Sharp sem kom Sheffield United yfir á nýjan leik með marki á fjórðu mínútu uppbótartíma eftir vandræðagang í vörn Wrexham áður en Norðmaðurinn Sander Berge gulltryggði 3-1 sigur Sheffield sem mætir Tottenham í 16-liða úrslitum.
Enski boltinn Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira