Treysta sér ekki til að drekka kranavatn á slökkvistöðinni Bjarki Sigurðsson skrifar 8. febrúar 2023 10:51 Í hluta húsnæðis slökkviliðs Borgarbyggðar í Borgarnesi er mygla. Vísir Starfsmenn slökkviliðs Borgarbyggðar treysta sér ekki til þess að drekka vatn úr krönum á kaffistofu slökkvistöðvarinnar. Sjáanlegar rakaskemmdir eru á svæðum á kaffistofunni en myglu má finna í skrifstofuhluta stöðvarinnar. Gert er ráð fyrir að endurnýjun á húsnæðinu ljúki árið 2025. Um miðjan janúarmánuð fór Vinnueftirlitið í eftirlitsheimsókn til slökkviliðsins í Borgarbyggð. Gerðar voru ýmsar kröfur um úrbætur vegna aðbúnaðar, hollustuhætti og öryggi á vinnustaðnum. Sumarið 2021 greindist mygla í skrifstofuhluta húsnæðisins og hefur það svæði lítið verið notað síðan þá. Vinnueftirlitið gerði athugasemd við umferðarleiðir manna um tæki á vinnustað. Lítið pláss er fyrir fólk að athafna sig við tæki sem starfsmenn þurfa að komast í vegna vinnu sinnar. Var slökkviliðinu gefin þau fyrirmæli að tryggja nægilegt athafnarými á svæðinu. Lítið pláss er fyrir starfsmenn slökkvistöðvarinnar að athafna sig milli ökutækja. Vinnueftirlitið Treysta sér ekki til þess að drekka kranavatn Þá setti Vinnueftirlitið út á það að starfsmenn þyrftu annað slagið að sækja skjöl eða annað dót í rými þar sem finna má myglu. Teknar voru myndir inni á kaffistofu stöðvarinnar þar sem sjá má sjáanlegar rakaskemmdir á ákveðnum svæðum. Rakinn getur valdið starfsfólki heilsutjóni og rýrt eðlileg heilbrigðis- og hollustuskilyrði innandyra. Einnig var sett út á það að kaffi- og matstofa starfsfólks væri ekki fullnægjandi þar sem aðstaðan er ekki samkvæmt kröfum sem gerðar eru um slíka aðstöðu. Í skýrslu Vinnueftirlitsins segir að starfsmenn treysti sér ekki til þess að drekka vatn úr krönum kaffistofunni. Starfsmenn treysta sér ekki til þess að drekka vatn úr krana kaffistofunnar. Vinnueftirlitið Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, sendi athugasemdir við skýrsluna líkt og Vinnueftirlitið óskaði eftir. Þar var útskýrt að húsnæðið væri mikið skemmt vegna myglunnar en í kjölfarið hefur lítill umgangur verið um skrifstofu- og félagsaðstöðuhluta þess. Skrifstofa slökkviliðsstjóra er sem stendur í leiguhúsnæði en verður síðar á þessu ári flutt í ráðhús sveitarfélagsins. Endurnýjun ljúki 2025 Kostnaðarmat á endurbótum var framkvæmt í fyrrasumar og gerir samþykkt fjárhagsáætlun Borgarbyggðar ráð fyrir því að endurnýjun á húsnæðinu verði lokið árið 2025. Möguleikinn á að standa sameiginlega að byggingu húsnæðis með Lögreglunni á Vesturlandi er nú kannaður og eru viðræður hafnar á milli Borgarbyggðar og Framkvæmdasýslunnar. Stefán Broddi Guðjónsson er sveitarstjóri Borgarbyggðar.Vísir/Þorbjörn Þórðarson Tekið er fram að sveitarfélagið vinni einarðlega að því að í Borgarnesi verði til staðar fyrirmyndar starfsstöð fyrir slökkvilið Borgarbyggðar innan fárra ára, sama hvort það verði gert í samstarfi við lögregluna eða ekki. Hins vegar verður aðstaða slökkviliðsins til bráðabirgða þangað til og ekki til sóma. Loka með skýrari hætti Í athugasemdum Stefáns eru fyrirmælin úr skýrslu Vinnueftirlitsins tekin fyrir, sem og viðbrögð Borgarbyggðar. Til að bregðast við plássleysinu á viðbragðsstöð verður búnaði komið fyrir í geymslu annars staðar. Um er að ræða búnað sem ekki er bráðnauðsynlegt að hafa til staðar á viðbragðsstöðinni. Sá hluti hússins þar sem finna má myglu verður lokaður með skýrari hætti en nú er, til dæmis með byggingarplasti. Þannig sé hægt að tryggja betur að enginn óþarfa umgangur verði um rýmin. Sama má segja um snyrtingar hússins svo hægt sé að tryggja að ekki eigi sér stað samgangur við myglurýmin. Rakaskemmdir eru sjáanlegar á kaffistofu stöðvarinnar. Vinnueftirlitið „Það er von sveitarfélagsins með þessu megi tryggja viðunandi aðstæður fyrir slökkviliðsmenn í útköllum, í viðhaldsvinnu á búnaði og við móttöku slökkvitækjum til eftirlits og þjónustu. Ekki er um annan umgang að ræða í húsnæðinu,“ segir í athugasemdum Stefáns. Borgarbyggð Mygla Slökkvilið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Um miðjan janúarmánuð fór Vinnueftirlitið í eftirlitsheimsókn til slökkviliðsins í Borgarbyggð. Gerðar voru ýmsar kröfur um úrbætur vegna aðbúnaðar, hollustuhætti og öryggi á vinnustaðnum. Sumarið 2021 greindist mygla í skrifstofuhluta húsnæðisins og hefur það svæði lítið verið notað síðan þá. Vinnueftirlitið gerði athugasemd við umferðarleiðir manna um tæki á vinnustað. Lítið pláss er fyrir fólk að athafna sig við tæki sem starfsmenn þurfa að komast í vegna vinnu sinnar. Var slökkviliðinu gefin þau fyrirmæli að tryggja nægilegt athafnarými á svæðinu. Lítið pláss er fyrir starfsmenn slökkvistöðvarinnar að athafna sig milli ökutækja. Vinnueftirlitið Treysta sér ekki til þess að drekka kranavatn Þá setti Vinnueftirlitið út á það að starfsmenn þyrftu annað slagið að sækja skjöl eða annað dót í rými þar sem finna má myglu. Teknar voru myndir inni á kaffistofu stöðvarinnar þar sem sjá má sjáanlegar rakaskemmdir á ákveðnum svæðum. Rakinn getur valdið starfsfólki heilsutjóni og rýrt eðlileg heilbrigðis- og hollustuskilyrði innandyra. Einnig var sett út á það að kaffi- og matstofa starfsfólks væri ekki fullnægjandi þar sem aðstaðan er ekki samkvæmt kröfum sem gerðar eru um slíka aðstöðu. Í skýrslu Vinnueftirlitsins segir að starfsmenn treysti sér ekki til þess að drekka vatn úr krönum kaffistofunni. Starfsmenn treysta sér ekki til þess að drekka vatn úr krana kaffistofunnar. Vinnueftirlitið Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, sendi athugasemdir við skýrsluna líkt og Vinnueftirlitið óskaði eftir. Þar var útskýrt að húsnæðið væri mikið skemmt vegna myglunnar en í kjölfarið hefur lítill umgangur verið um skrifstofu- og félagsaðstöðuhluta þess. Skrifstofa slökkviliðsstjóra er sem stendur í leiguhúsnæði en verður síðar á þessu ári flutt í ráðhús sveitarfélagsins. Endurnýjun ljúki 2025 Kostnaðarmat á endurbótum var framkvæmt í fyrrasumar og gerir samþykkt fjárhagsáætlun Borgarbyggðar ráð fyrir því að endurnýjun á húsnæðinu verði lokið árið 2025. Möguleikinn á að standa sameiginlega að byggingu húsnæðis með Lögreglunni á Vesturlandi er nú kannaður og eru viðræður hafnar á milli Borgarbyggðar og Framkvæmdasýslunnar. Stefán Broddi Guðjónsson er sveitarstjóri Borgarbyggðar.Vísir/Þorbjörn Þórðarson Tekið er fram að sveitarfélagið vinni einarðlega að því að í Borgarnesi verði til staðar fyrirmyndar starfsstöð fyrir slökkvilið Borgarbyggðar innan fárra ára, sama hvort það verði gert í samstarfi við lögregluna eða ekki. Hins vegar verður aðstaða slökkviliðsins til bráðabirgða þangað til og ekki til sóma. Loka með skýrari hætti Í athugasemdum Stefáns eru fyrirmælin úr skýrslu Vinnueftirlitsins tekin fyrir, sem og viðbrögð Borgarbyggðar. Til að bregðast við plássleysinu á viðbragðsstöð verður búnaði komið fyrir í geymslu annars staðar. Um er að ræða búnað sem ekki er bráðnauðsynlegt að hafa til staðar á viðbragðsstöðinni. Sá hluti hússins þar sem finna má myglu verður lokaður með skýrari hætti en nú er, til dæmis með byggingarplasti. Þannig sé hægt að tryggja betur að enginn óþarfa umgangur verði um rýmin. Sama má segja um snyrtingar hússins svo hægt sé að tryggja að ekki eigi sér stað samgangur við myglurýmin. Rakaskemmdir eru sjáanlegar á kaffistofu stöðvarinnar. Vinnueftirlitið „Það er von sveitarfélagsins með þessu megi tryggja viðunandi aðstæður fyrir slökkviliðsmenn í útköllum, í viðhaldsvinnu á búnaði og við móttöku slökkvitækjum til eftirlits og þjónustu. Ekki er um annan umgang að ræða í húsnæðinu,“ segir í athugasemdum Stefáns.
Borgarbyggð Mygla Slökkvilið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira