„Leitin að sökudólgnum mun litlu skila fyrir landsmenn“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. febrúar 2023 06:23 Bjarni skýtur fast á Seðlabankann og aðila vinnumarkaðarins. Vísir/Egill Leitin að sökudólgnum mun litlu skila fyrir landsmenn og árið 2023 væri betur nýtt til að þeir kjarasamningar sem framundan eru og þeir skammtímasamningar sem menn hafa þegar gert leggi grunn að nýju skeiði stöðugleika. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í pistli sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. Í pistlinum rifjar hann upp stefnuræðu sína á Alþingi árið 2017, þar sem hann sagði meðal annars: „Þegar farið er út af sporinu í kjaraviðræðum á Íslandi með samningum sem þykja ekki samræmast stöðugleika hefst samkvæmisleikur sem við gætum kallað: Hver er sökudólgurinn? Hversu oft ætli við höfum tekið leikinn í þessum sal, að finna sökudólginn? En það er allt of mikil einföldun að skella skuldinni á kröfugerð launþega, einstaka atvinnurekendur, eða eftir atvikum ríkisstjórn eða sveitarfélög sem látið hafa undan þrýstingi um samninga, þegar aðferðafræðin við að leiða fram niðurstöðu er jafn gölluð og raun ber vitni.“ Þessi orð segist Bjarni hafa rifjað upp þgear hann sá ályktun frá ASÍ um að verðbólgan og vaxtastigið væri Seðlabankanum og ríkisstjórninni að kenna og Seðlabankinn að „allt væri öðrum að kenna“; að hann hefði dregið stutta stráið, að launahækkanir væru umfram forsendur og aðhald í opinberum fjármálum ónógt. „Seðlabankinn hefur vanspáð verðbólgu a.m.k. 10 sinnum í röð og virðist hafa vanmetið áhrif kjarasamninga við síðustu vaxtaákvörðun, en hafði áður sagt þá niðurstöðu mjög jákvæð tíðindi,“ segir Bjarni í færslu sinni. Bjarni segist enn þeirrar skoðunar að vinnumarkaðslíkanið sé einn helsti veikleiki Íslands í efnahagsmálum og að framvinda í verðlags- og vaxtamálum muni fyrst og fremst ráðast af framvindunni á vinnumarkaði og launaþróun næstu árin. Það væri áhyggjuefni að á sama tíma og laun hefðu hækkað hratt hefði dregið úr framleiðni. „Þegar þetta er skrifað er staðan sú að sama dag og Seðlabankinn hækkar vexti um 0,5% með vísan í launahækkanir umfram forsendur verðstöðugleika standa yfir verkföll. Verkfallsaðgerðirnar eru til þess hugsaðar að knýja á um enn frekari launahækkanir,“ segir Bjarni. „Leitin að sökudólgnum mun litlu skila fyrir landsmenn eins og reynslan sýnir. Árið 2023 væri betur nýtt til að leggja grunn að sátt um að þeir kjarasamningar sem framundan eru, og þeir sem taka við af þeim skammtímasamningum sem stór hluti vinnumarkaðar hefur nú þegar gert, leggi grunn að nýju skeiði stöðugleika. Ríkisstjórnin mun áfram vinna að því að stöðva hallarekstur og skuldasöfnun. Við höfum ágæta stöðu til að vinna úr, hér er hagvöxtur, atvinnuleysi lítið, staða heimila sterk og tækifæri víða til sóknar næstu árin. Það er í okkar höndum að spila vel úr þeirri stöðu. Sækjum fram á traustum og grunni og með traustar forsendur í farteskinu. Það er besta tryggingin fyrir enn betri lífskjörum.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í pistli sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. Í pistlinum rifjar hann upp stefnuræðu sína á Alþingi árið 2017, þar sem hann sagði meðal annars: „Þegar farið er út af sporinu í kjaraviðræðum á Íslandi með samningum sem þykja ekki samræmast stöðugleika hefst samkvæmisleikur sem við gætum kallað: Hver er sökudólgurinn? Hversu oft ætli við höfum tekið leikinn í þessum sal, að finna sökudólginn? En það er allt of mikil einföldun að skella skuldinni á kröfugerð launþega, einstaka atvinnurekendur, eða eftir atvikum ríkisstjórn eða sveitarfélög sem látið hafa undan þrýstingi um samninga, þegar aðferðafræðin við að leiða fram niðurstöðu er jafn gölluð og raun ber vitni.“ Þessi orð segist Bjarni hafa rifjað upp þgear hann sá ályktun frá ASÍ um að verðbólgan og vaxtastigið væri Seðlabankanum og ríkisstjórninni að kenna og Seðlabankinn að „allt væri öðrum að kenna“; að hann hefði dregið stutta stráið, að launahækkanir væru umfram forsendur og aðhald í opinberum fjármálum ónógt. „Seðlabankinn hefur vanspáð verðbólgu a.m.k. 10 sinnum í röð og virðist hafa vanmetið áhrif kjarasamninga við síðustu vaxtaákvörðun, en hafði áður sagt þá niðurstöðu mjög jákvæð tíðindi,“ segir Bjarni í færslu sinni. Bjarni segist enn þeirrar skoðunar að vinnumarkaðslíkanið sé einn helsti veikleiki Íslands í efnahagsmálum og að framvinda í verðlags- og vaxtamálum muni fyrst og fremst ráðast af framvindunni á vinnumarkaði og launaþróun næstu árin. Það væri áhyggjuefni að á sama tíma og laun hefðu hækkað hratt hefði dregið úr framleiðni. „Þegar þetta er skrifað er staðan sú að sama dag og Seðlabankinn hækkar vexti um 0,5% með vísan í launahækkanir umfram forsendur verðstöðugleika standa yfir verkföll. Verkfallsaðgerðirnar eru til þess hugsaðar að knýja á um enn frekari launahækkanir,“ segir Bjarni. „Leitin að sökudólgnum mun litlu skila fyrir landsmenn eins og reynslan sýnir. Árið 2023 væri betur nýtt til að leggja grunn að sátt um að þeir kjarasamningar sem framundan eru, og þeir sem taka við af þeim skammtímasamningum sem stór hluti vinnumarkaðar hefur nú þegar gert, leggi grunn að nýju skeiði stöðugleika. Ríkisstjórnin mun áfram vinna að því að stöðva hallarekstur og skuldasöfnun. Við höfum ágæta stöðu til að vinna úr, hér er hagvöxtur, atvinnuleysi lítið, staða heimila sterk og tækifæri víða til sóknar næstu árin. Það er í okkar höndum að spila vel úr þeirri stöðu. Sækjum fram á traustum og grunni og með traustar forsendur í farteskinu. Það er besta tryggingin fyrir enn betri lífskjörum.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira