Ánægður að við gefum ekkert eftir Þorsteinn Hjálmsson skrifar 9. febrúar 2023 21:00 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Hulda Margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var nokkuð sáttur með leik sinna manna í kvöld gegn Haukum að Ásvöllum. Leikurinn endaði með jafntefli 33-33, eftir að heimamenn höfðu leitt leikinn megnið af leiktímanum. Patrekur fannst leikplanið sem hann setti um ganga þokkalega og var ánægður með margt í leik sinna manna. „Ég var alveg ánægður með það, auðvitað byrjuðum við vel. Siggi Dan (markvörður Stjörnunnar) frábær í markinu, vildi fá skotin frá Adam (leikmaður Hauka) úr skyttunum inn á miðjuna, hann varði. Nýttum samt ekki nægilega vel hraðaupphlaupin úr því. Haukar eru með sex í fyrri hálfleik, við bara tvö. Sex á sex sóknarlega erum við alltaf að fá góð færi. Vorum sérstaklega góðir hér í fyrri hálfleik og gott flot á boltanum. Game-planið, dreifði hópnum vel það voru margir sem tóku þátt í þessu og síðan var þetta sex núll vörnin og markvarslan. Ég er ánægður að við gefum ekkert eftir þó að við værum undir og mér fannst við eiga stigið skilið. Það er ekkert auðvelt að koma hingað. Haukar eru særðir eftir tap á Selfossi, komnir með allt gengið til baka. Hefði viljað vinna leikinn.“ Stjarnan var með yfirhöndina fyrstu 20 mínútur leiksins en voru síðan að elta upp frá því, sem skilaði að lokum stigi. Patreki fannst sínir menn þó ekki missa nein tök á leiknum. „Við misstum engin tök. Við erum í Olís-deildinni og þú ert að spila á móti Haukum og þeir kunna líka handbolta, Ásgeir undirbjó sitt lið, þetta eru bara tvö töff lið. Sóknarlega erum við að gera góða hluti, kannski aðeins í seinni hálfleik erum við svolítið staðir. Varnarlega fannst mér við aðeins, til þess að vinna leik eins og þennan þá hefðum við þurft aðeins meiri grimmd. Við vorum grimmari á móti Gróttu, það kom aðeins upp í restina hjá okkur þegar við skiptum í sex núll. Ef við hefðum haft það yfir 60 mínútur þá hefðum við unnið,“ segir Patrekur. Tvö stór atriði áttu sér stað í leiknum. Það fyrra var þegar Starri Friðriksson, leikmaður Stjörnunnar, fékk rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks fyrir að skjóta í höfuð Arons Rafns Eðvarðssonar beint úr vítakasti. Í síðara atvikinu braut Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, á Tandra Má Konráðssyni, leikmanni Stjörnunnar, á loka sekúndu leiksins þegar Stjarnan reyndi að taka fríkast hratt. Stefán Rafn var hins vegar ekki nægilega langt frá þegar fríkastið var tekið. Patreki fannst báðir dómar réttir. „Rétt. Hann segist hafa mist boltann [Starri Friðriksson]. Sama með Stefán Rafn, hann kemur bara hérna út og þetta er réttur dómur. Það voru atriði sem voru 50-50 sem ég var óánægður með. Þeir fá víti ekki við og svona, það er eins og það er alltaf. Ég held að þeir hafi þó gert þetta ágætlega þó að maður sé oft ósáttur,“ segir Patrekur að lokum um dómara leiksins. Handbolti Olís-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Stjarnan 33-33 | Jafntefli í dramatískm leik Haukar köstuðu frá sér sigri á Selfossi í síðustu umferð Olís deildar karla og voru marki yfir þegar skammt var til leiksloka í kvöld. Jafntefli niðurstaðan og aftur fara Haukar svekktir heim. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 9. febrúar 2023 20:15 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Patrekur fannst leikplanið sem hann setti um ganga þokkalega og var ánægður með margt í leik sinna manna. „Ég var alveg ánægður með það, auðvitað byrjuðum við vel. Siggi Dan (markvörður Stjörnunnar) frábær í markinu, vildi fá skotin frá Adam (leikmaður Hauka) úr skyttunum inn á miðjuna, hann varði. Nýttum samt ekki nægilega vel hraðaupphlaupin úr því. Haukar eru með sex í fyrri hálfleik, við bara tvö. Sex á sex sóknarlega erum við alltaf að fá góð færi. Vorum sérstaklega góðir hér í fyrri hálfleik og gott flot á boltanum. Game-planið, dreifði hópnum vel það voru margir sem tóku þátt í þessu og síðan var þetta sex núll vörnin og markvarslan. Ég er ánægður að við gefum ekkert eftir þó að við værum undir og mér fannst við eiga stigið skilið. Það er ekkert auðvelt að koma hingað. Haukar eru særðir eftir tap á Selfossi, komnir með allt gengið til baka. Hefði viljað vinna leikinn.“ Stjarnan var með yfirhöndina fyrstu 20 mínútur leiksins en voru síðan að elta upp frá því, sem skilaði að lokum stigi. Patreki fannst sínir menn þó ekki missa nein tök á leiknum. „Við misstum engin tök. Við erum í Olís-deildinni og þú ert að spila á móti Haukum og þeir kunna líka handbolta, Ásgeir undirbjó sitt lið, þetta eru bara tvö töff lið. Sóknarlega erum við að gera góða hluti, kannski aðeins í seinni hálfleik erum við svolítið staðir. Varnarlega fannst mér við aðeins, til þess að vinna leik eins og þennan þá hefðum við þurft aðeins meiri grimmd. Við vorum grimmari á móti Gróttu, það kom aðeins upp í restina hjá okkur þegar við skiptum í sex núll. Ef við hefðum haft það yfir 60 mínútur þá hefðum við unnið,“ segir Patrekur. Tvö stór atriði áttu sér stað í leiknum. Það fyrra var þegar Starri Friðriksson, leikmaður Stjörnunnar, fékk rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks fyrir að skjóta í höfuð Arons Rafns Eðvarðssonar beint úr vítakasti. Í síðara atvikinu braut Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, á Tandra Má Konráðssyni, leikmanni Stjörnunnar, á loka sekúndu leiksins þegar Stjarnan reyndi að taka fríkast hratt. Stefán Rafn var hins vegar ekki nægilega langt frá þegar fríkastið var tekið. Patreki fannst báðir dómar réttir. „Rétt. Hann segist hafa mist boltann [Starri Friðriksson]. Sama með Stefán Rafn, hann kemur bara hérna út og þetta er réttur dómur. Það voru atriði sem voru 50-50 sem ég var óánægður með. Þeir fá víti ekki við og svona, það er eins og það er alltaf. Ég held að þeir hafi þó gert þetta ágætlega þó að maður sé oft ósáttur,“ segir Patrekur að lokum um dómara leiksins.
Handbolti Olís-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Stjarnan 33-33 | Jafntefli í dramatískm leik Haukar köstuðu frá sér sigri á Selfossi í síðustu umferð Olís deildar karla og voru marki yfir þegar skammt var til leiksloka í kvöld. Jafntefli niðurstaðan og aftur fara Haukar svekktir heim. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 9. febrúar 2023 20:15 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Stjarnan 33-33 | Jafntefli í dramatískm leik Haukar köstuðu frá sér sigri á Selfossi í síðustu umferð Olís deildar karla og voru marki yfir þegar skammt var til leiksloka í kvöld. Jafntefli niðurstaðan og aftur fara Haukar svekktir heim. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 9. febrúar 2023 20:15
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn