NFL goðsögn segir óskynsamlegt að veðja gegn Mahomes - en gerir það samt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2023 09:30 Shaun Alexander fyrir utan ráðstefnuhöllina í Phoenix í Bandaríkjunum. Shaun Alexander, fyrrum hlaupari Seattle Seahawks í NFL-deildinni og einn besti leikmaður deildarinnar á fyrsta áratug aldarinnar, telur að Philadelphia Eagles muni bera sigur úr býtum í Super Bowl leiknum á sunnudag. Eagles mætir þá Kansas City Chiefs en Alexander hefur sterkari tengingar við Eagles í gegnum Alabama-háskólann, hans gamla lið. Klippa: Viðtal við Shaun Alexander „Ég fór í Alabama-háskólann, sem er með eitt stærsta lið háskólaboltans. Ég er náinn tveimur leikmönnum Eagles sem voru í Alabama, leikstjórnendanum Jalen Hurts og útherjanum DeVonta Smith, þannig að ég mun styðja þá í leiknum,“ segir hann brosandi í samtali við Vísi. Viðtalið fór fram fyrir utan ráðstefnuhöllina í Phoenix í Arizona, þar sem Super Bowl fer fram. Alexander kom þar fram fyrir hönd góðgerðarsamtakanna Players Coalition. Það eru samtök leikmanna, þjálfara og eiganda í NFL-deildinni sem berjast fyrir auknu jafnrétti í Bandaríkjunum. Ekki takmarkið að komast yfir endalínuna Shaun Alexander í leik með Seattle Seahawks árið 2006.Getty / Scott Halleran „NFL-deildin gerir sér grein fyrir því að við getum náð til margra. Við viljum nýta okkar vettvang til að vekja athygli á þeim málefnum sem þurfa á umræðu að halda,“ sagði Alexander og sagði að það væri hægt að gera það á marga vegu. „En mestu máli skiptir að það sé gert á réttan máta.“ Samfélagsmálefni, líkt og kynþáttafordómar og misrétti, hafa verið í brenndidepli í bandarísku samfélagi undanfarna áratugi og umræðan hefur snert flesta fleti samfélagsins - einnig NFL-deildina en hún er stærsta og vinsælasta atvinnumannaíþróttinn þar í landi. „Markmiðið er að halda áfram að þroskast og vaxa,“ sagði Alexander spurður hvort að baráttan fyrir jafnrétti í Bandaríkjunum væri langt á veg komin eða ætti enn langt í land. „Við hugsum ekki um þetta eins og að það þurfi að komast yfir endalínu. Við viljum halda áfram að bæta okkur - get ég gert betur í ár en á síðasta ári? Það er það sem við gerum í okkar samtökum og það er það sem við gerum sem samfélag.“ Eagles hefur klárað sína leiki með yfirburðum Shaun Alexander slapp þó ekki úr viðtalinu án þess að ræða Super Bowl leikinn á sunnudag. Alexander var sem fyrr segir einn besti hlaupari deildarinnar þegar hann var upp á sitt besta og segir ljóst að Eagles hafi farið langt á sterkum hlaupaleik þetta tímabilið. „Kansas City er með frábæra vörn en Eagles hefur klárað sína tvo leiki í úrslitakeppninni með miklum yfirburðum og með því að spilaá sínum styrkleikum. Ég held að Eagles eigi góðan möguleika á að klára verkefnið og vinna þann stóra.“ Spurður um möguleika Chiefs í leiknum sagði Alexander að svarið væri einfalt og að möguleikarnir væru fyrst og fremst bundnir í leikstjórnendanum Patrick Mahomes. „Hann er besti leikstjórnandi deildarinnar. Hann er frábær leikmaður og frábær leiðtogi. Margir halda því fram að það væri óskynsamlegt að veðja á móti slíkum leikmanni og ég væri venjulega sammála því, nema að nú er hann að keppa gegn tveimur Alabama-mönnum.“ NFL Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Eagles mætir þá Kansas City Chiefs en Alexander hefur sterkari tengingar við Eagles í gegnum Alabama-háskólann, hans gamla lið. Klippa: Viðtal við Shaun Alexander „Ég fór í Alabama-háskólann, sem er með eitt stærsta lið háskólaboltans. Ég er náinn tveimur leikmönnum Eagles sem voru í Alabama, leikstjórnendanum Jalen Hurts og útherjanum DeVonta Smith, þannig að ég mun styðja þá í leiknum,“ segir hann brosandi í samtali við Vísi. Viðtalið fór fram fyrir utan ráðstefnuhöllina í Phoenix í Arizona, þar sem Super Bowl fer fram. Alexander kom þar fram fyrir hönd góðgerðarsamtakanna Players Coalition. Það eru samtök leikmanna, þjálfara og eiganda í NFL-deildinni sem berjast fyrir auknu jafnrétti í Bandaríkjunum. Ekki takmarkið að komast yfir endalínuna Shaun Alexander í leik með Seattle Seahawks árið 2006.Getty / Scott Halleran „NFL-deildin gerir sér grein fyrir því að við getum náð til margra. Við viljum nýta okkar vettvang til að vekja athygli á þeim málefnum sem þurfa á umræðu að halda,“ sagði Alexander og sagði að það væri hægt að gera það á marga vegu. „En mestu máli skiptir að það sé gert á réttan máta.“ Samfélagsmálefni, líkt og kynþáttafordómar og misrétti, hafa verið í brenndidepli í bandarísku samfélagi undanfarna áratugi og umræðan hefur snert flesta fleti samfélagsins - einnig NFL-deildina en hún er stærsta og vinsælasta atvinnumannaíþróttinn þar í landi. „Markmiðið er að halda áfram að þroskast og vaxa,“ sagði Alexander spurður hvort að baráttan fyrir jafnrétti í Bandaríkjunum væri langt á veg komin eða ætti enn langt í land. „Við hugsum ekki um þetta eins og að það þurfi að komast yfir endalínu. Við viljum halda áfram að bæta okkur - get ég gert betur í ár en á síðasta ári? Það er það sem við gerum í okkar samtökum og það er það sem við gerum sem samfélag.“ Eagles hefur klárað sína leiki með yfirburðum Shaun Alexander slapp þó ekki úr viðtalinu án þess að ræða Super Bowl leikinn á sunnudag. Alexander var sem fyrr segir einn besti hlaupari deildarinnar þegar hann var upp á sitt besta og segir ljóst að Eagles hafi farið langt á sterkum hlaupaleik þetta tímabilið. „Kansas City er með frábæra vörn en Eagles hefur klárað sína tvo leiki í úrslitakeppninni með miklum yfirburðum og með því að spilaá sínum styrkleikum. Ég held að Eagles eigi góðan möguleika á að klára verkefnið og vinna þann stóra.“ Spurður um möguleika Chiefs í leiknum sagði Alexander að svarið væri einfalt og að möguleikarnir væru fyrst og fremst bundnir í leikstjórnendanum Patrick Mahomes. „Hann er besti leikstjórnandi deildarinnar. Hann er frábær leikmaður og frábær leiðtogi. Margir halda því fram að það væri óskynsamlegt að veðja á móti slíkum leikmanni og ég væri venjulega sammála því, nema að nú er hann að keppa gegn tveimur Alabama-mönnum.“
NFL Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti